Randver Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. september 2007 00:01 Randver Þorláksson hefur til þessa verið fulltrúi okkar í Spaugstofunni. Hann hefur verið eins og Abbott með fjóra Costellóa á móti sér. Hann hefur verið hið normala element í þessum lífseiga félagsskap; allt á fleygiferð í kringum hann, allt á hvolfi, allir láta eins og vitleysingar en hann horfir á okkur á meðan óumræðilega þögull og kyrr, dálítið þreyttur en líka seinþreyttur, dálítið mæddur, dálítið dulur - ekki allur þar sem hann er séður. Hann er fulltrúi okkar. Randver er fulltrúi hins normala skrifstofumanns sem situr í gamla sjónvarpsstólnum sínum eftir erfiða viku og horfir á Spaugstofuna til að fá útrás fyrir gremju sína gagnvart þeim yfirgengilega dellugangi sem íslenskt þjóðlíf getur stundum borið fram á einni viku. Sjálfur getur hann engu breytt, það var ekki hann sem tók ákvarðanir sem þá hafa áhrif á líf hans; hann er alveg varnarlaus og getur ekkert gert annað en að setjast niður á laugardagskvöldum í stólinn sinn og horfa á Spaugstofuna og dást að því hvernig þeim tekst að „taka fyrir" hitt eða þetta. Mér hefur alltaf fundist Randver vera fulltrúi þessa manns í þáttunum. Hann hefur verið eins og innbyggður áhorfandinn í þessu spili. Randver leikur þess vegna aldrei vitleysinga - eins og hinir gera ótæpilega. Hann hefur aldrei leikið brjálaða vísindamanninn, afkáralega rugludalla eða hinn týpíska meðaljón á götunni, ekki stereótýpur. Karakterar hans eru raunverulegir, af holdi og blóði, persónuleikar sem maður skynjar jafnvel áhugaverða sögu á bak við, hvort sem það er armæðulegi fréttamaðurinn sem var stundum í þáttunum í gamla daga og allt var alltaf í skralli hjá eða róninn á Arnarhóli. Hann er alltaf háttvís, alltaf virðulegur og hefur notalega nærveru á skjánum - eða jafnvel kankvíslega svo að maður noti gamalt tuttugustu aldar orð; maður gæti jafnvel hugsað sér að fá rónann sem hann leikur í mat heim til sín. StrákaklíkaHann er betri í því að klæðast kjólum en gerist og gengur um karlmenn. Karlmenn í kvenmannsfötum hafa af einhverjum dularfullum ástæðum löngum þótt það drepfyndnasta af öllu fyndnu hér á landi, og látbragðið þá yfirleitt haft ýkt og klúrt og einhver fátkennd taugaveiklun og vandræðaleg stemning svifið yfir vötnum. Þessu breytti Randver. Hann er fyrsti leikarinn sem ég man eftir sem fór að leika konur sem konur. Konurnar sem hann skapar eru svo trúverðugar að þær gætu verið þjónustufulltrúar í banka, þær gætu verið raunverulegar ömmur.Spaugstofan er strákaklíka.Því fylgja vissir kostir í listrænni sköpun en líka takmarkanir. Kostirnir eru til dæmis þeir að nokkur ólík heilabú vinna saman sem eitt, og eitthvað er fljótt að smella saman, verkaskiptingin er oft ósögð en verður þeim mun skilvirkari, einfalt að taka ákvarðanir, ekkert röfl; menn eru fljótir að lesa hver annan og taka upp þræði hver hjá öðrum; menn vita styrk og veikleika hver annars – og menn styðja hver annan. Hættan er svo hins vegar sú að mönnum hætti til makræðis og gagnkvæmrar ánægju með allt – menn lent í að hætta að gagnrýna hver annan, hætta að sjá nýjar hliðar hver hjá öðrum og menn festist í einhverjum verkum og látbragði sem hópurinn hefur þrýst þeim inn í, þótt ýmislegt fleira búi í viðkomandi. Strákaklíkur eiga sín blómaskeið og sín hnignunarskeið.Við höfum séð þetta allt saman hjá Spaugstofunni – hvernig sleppa í gegn vondir og smekklausir brandarar í hópeflinu og líka hvernig menn fara með himinskautum.Við höfum séð mörg blómaskeið og mörg hnignunarskeið – og aftur blómaskeið. Þátturinn er nú einu sinni búinn að vera á dagskrá síðan um það bil 1918. En Randver hefur sem sagt verið fulltrúi okkar í Spaugstofunni – og næstum eins og manni finnist að við höfum verið rekin úr hópnum. Hvað sem öllu líður þá hlýtur brotthvarf þessa hægláta og háttvísa leikara úr Spaugstofunni áreiðanlega að vera blóðtaka fyrir hópinn og maður getur gert sér í hugarlund að þetta sé sárt fyrir þá. En þátturinn hefur mikilsverðu hlutverki að gegna í þjóðlífinu og við vonum að þetta slái þá ekki út af laginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Randver Þorláksson hefur til þessa verið fulltrúi okkar í Spaugstofunni. Hann hefur verið eins og Abbott með fjóra Costellóa á móti sér. Hann hefur verið hið normala element í þessum lífseiga félagsskap; allt á fleygiferð í kringum hann, allt á hvolfi, allir láta eins og vitleysingar en hann horfir á okkur á meðan óumræðilega þögull og kyrr, dálítið þreyttur en líka seinþreyttur, dálítið mæddur, dálítið dulur - ekki allur þar sem hann er séður. Hann er fulltrúi okkar. Randver er fulltrúi hins normala skrifstofumanns sem situr í gamla sjónvarpsstólnum sínum eftir erfiða viku og horfir á Spaugstofuna til að fá útrás fyrir gremju sína gagnvart þeim yfirgengilega dellugangi sem íslenskt þjóðlíf getur stundum borið fram á einni viku. Sjálfur getur hann engu breytt, það var ekki hann sem tók ákvarðanir sem þá hafa áhrif á líf hans; hann er alveg varnarlaus og getur ekkert gert annað en að setjast niður á laugardagskvöldum í stólinn sinn og horfa á Spaugstofuna og dást að því hvernig þeim tekst að „taka fyrir" hitt eða þetta. Mér hefur alltaf fundist Randver vera fulltrúi þessa manns í þáttunum. Hann hefur verið eins og innbyggður áhorfandinn í þessu spili. Randver leikur þess vegna aldrei vitleysinga - eins og hinir gera ótæpilega. Hann hefur aldrei leikið brjálaða vísindamanninn, afkáralega rugludalla eða hinn týpíska meðaljón á götunni, ekki stereótýpur. Karakterar hans eru raunverulegir, af holdi og blóði, persónuleikar sem maður skynjar jafnvel áhugaverða sögu á bak við, hvort sem það er armæðulegi fréttamaðurinn sem var stundum í þáttunum í gamla daga og allt var alltaf í skralli hjá eða róninn á Arnarhóli. Hann er alltaf háttvís, alltaf virðulegur og hefur notalega nærveru á skjánum - eða jafnvel kankvíslega svo að maður noti gamalt tuttugustu aldar orð; maður gæti jafnvel hugsað sér að fá rónann sem hann leikur í mat heim til sín. StrákaklíkaHann er betri í því að klæðast kjólum en gerist og gengur um karlmenn. Karlmenn í kvenmannsfötum hafa af einhverjum dularfullum ástæðum löngum þótt það drepfyndnasta af öllu fyndnu hér á landi, og látbragðið þá yfirleitt haft ýkt og klúrt og einhver fátkennd taugaveiklun og vandræðaleg stemning svifið yfir vötnum. Þessu breytti Randver. Hann er fyrsti leikarinn sem ég man eftir sem fór að leika konur sem konur. Konurnar sem hann skapar eru svo trúverðugar að þær gætu verið þjónustufulltrúar í banka, þær gætu verið raunverulegar ömmur.Spaugstofan er strákaklíka.Því fylgja vissir kostir í listrænni sköpun en líka takmarkanir. Kostirnir eru til dæmis þeir að nokkur ólík heilabú vinna saman sem eitt, og eitthvað er fljótt að smella saman, verkaskiptingin er oft ósögð en verður þeim mun skilvirkari, einfalt að taka ákvarðanir, ekkert röfl; menn eru fljótir að lesa hver annan og taka upp þræði hver hjá öðrum; menn vita styrk og veikleika hver annars – og menn styðja hver annan. Hættan er svo hins vegar sú að mönnum hætti til makræðis og gagnkvæmrar ánægju með allt – menn lent í að hætta að gagnrýna hver annan, hætta að sjá nýjar hliðar hver hjá öðrum og menn festist í einhverjum verkum og látbragði sem hópurinn hefur þrýst þeim inn í, þótt ýmislegt fleira búi í viðkomandi. Strákaklíkur eiga sín blómaskeið og sín hnignunarskeið.Við höfum séð þetta allt saman hjá Spaugstofunni – hvernig sleppa í gegn vondir og smekklausir brandarar í hópeflinu og líka hvernig menn fara með himinskautum.Við höfum séð mörg blómaskeið og mörg hnignunarskeið – og aftur blómaskeið. Þátturinn er nú einu sinni búinn að vera á dagskrá síðan um það bil 1918. En Randver hefur sem sagt verið fulltrúi okkar í Spaugstofunni – og næstum eins og manni finnist að við höfum verið rekin úr hópnum. Hvað sem öllu líður þá hlýtur brotthvarf þessa hægláta og háttvísa leikara úr Spaugstofunni áreiðanlega að vera blóðtaka fyrir hópinn og maður getur gert sér í hugarlund að þetta sé sárt fyrir þá. En þátturinn hefur mikilsverðu hlutverki að gegna í þjóðlífinu og við vonum að þetta slái þá ekki út af laginu.