Númer nítján í röðinni Ellert B. Schram skrifar 15. september 2007 00:01 Ég spígspora milli herbergja heima. Held á GSM-símtækinu og hlusta á Elvis Presley syngja Love me tender. Á annarri hverri mínútu er lagið rofið með þýðri röddu símastúlkunnar: í augnablikinu eru allar línur uppteknar, þú ert númer tuttugu og tvö í röðinni. Og ég bíð. Ég á enn í fórum mínum bréf til pabba, skrifað í sveitinni, þar sem ég var spyrjast fyrir um úrslit í fótboltaleikjum „frá því í vor". Bréfið var skrifað í ágúst. Það fór ekki mikið fyrir fjölmiðlunum eða símtölunum hér á árum áður. Eina blaðið sem kom á bæinn var Vörður, blað sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út og var, að mér skilst, sett saman úr efni sem birst hafði í Morgunblaðinu síðustu vikurnar þar á undan. Pólitískur áróður til að halda sveitavargnum við efnið. Sími var á bænum en hann var einkum til brúks til að hlera samtöl annarra. Fyrir bóndann. Aðrir höfðu ekki aðgang að þessu tæki. Kannski hefur verið útvarp. Ég man það ekki. Að minnsta kosti fékk ég aldrei að hlusta á það. Fólk hafði annað að gera en liggja yfir urginu í útvarpinu.Hin heilaga þrenningNú er öldin önnur. Níutíu og sjö sjónvarpsstöðvar í fjölvarpinu, endalausar útvarpsbylgjur, ókeypis dagblöð inn um hverja lúgu, rauðglóandi tölvur og maður er hvergi óhultur fyrir friðlausum farsímanum. Nýjasta uppfinningin er þriðja kynslóð farsímans. Við erum komin í beint samband við Jesú, við, allir Júdasarnir og horfumst í augu við frelsarann. Live!! Síðasta kvöldmáltíðin í uppsiglingu og nú er bara að bíða eftir svikunum. Ímyndið ykkur framfarirnar. Ekki einu sinni kirkjan og blessaður biskupinn fá rönd við reist. Allt í nafni hraðans og tækninnar og þægindanna. Hin heilaga þrenning nútímans.Þú ert númer tuttugu og eitt í röðinni og ég bíð áfram. Heimilissíminn hringir og ég tek upp símann og skelli á. Þú talar ekki í tvo síma í einu, ekki í það minnsta þegar þú ert búinn að bíða í tíu mínútur eftir sambandi í gegnum farsímann, við skiptiborðið hinum megin. Ég man eftir því þegar Vísir kom eitt blaða út á mánudögum. Fólk þyrptist að okkur blaðsölukrökkunum, þyrsti í fréttir helgarinnar, þriggja daga gamlar fréttir frá því á föstudaginn. Og svo kom sjónvarpið og tók við fréttakeflinu. Fór að vísu í frí á fimmtudögum og lokaði í heilan mánuð á sumrin og sýndi fótboltaleiki í desember sem höfðu verið spilaðir í júlí! Það var ekki að sjá eða heyra að heimurinn kippti sér upp við það.Ég var stundum sendur upp á Stýrimannastíg til afa og ömmu. Vita hvernig þau höfðu það. Það var enginn sími á því heimili. Það var ekki að sjá eða heyra að heimurinn færi fram hjá þeim fyrir þá sök. Afi varð níutíu og sex ára, þannig að ekki missti hann af lífinu, þótt hann missti af fréttunum. Eða símanum. Hvað sá ég í ensku blaði um daginn? Forsíðufrétt með mynd af frægri leikkonu að stíga út úr bifreið og það sást í innanvert lærið. Hún var með appelsínuhúð, sagði blaðið. Hún er plat. Hún er eins og við hin!! Það er aldeilis munur að vita þetta.Með hraða ljóssinsÞú ert númer tuttugu í röðinni, sagði fallega röddin í símanum og ég reytti hár mitt. Tuttugu og fimm mínútur og ekkert svar, hvað er eiginlega að hjá þessum fíflum? Voru þeir ekki búnir að einkavæða Símann, fjölmiðlafyrirtækin, bankana og öll hin þjónustufyrirtækin, í þágu samkeppninnar og bættrar þjónustu? Átti ekki allt að gerast með hraða ljóssins? Til hvers var öll þessi einkavæðing, tækni og tól, nema til þess að gera okkur lífið léttara og færa okkur upplýsingar og fréttir og þjónustu á undan öllum hinum? Þú ert númer nítján í röðinni, sagði tölvuröddin og nú var komið nýtt lag, gott ef það var ekki Garden party með Messaforte.Klassísk dinnermúsik, sálfræðilega útspekúleruð fyrir okkur öll þessi rúmlega tuttugu sem biðum á línunni. Ég ákvað að þrauka og það tók návæmlega þrjátíu og tvær mínútur að fá loksins alvöru röddu í símann: góðan daginn, þetta er í þjónustuverinu, hvað get ég gert fyrir þig? Ég er að reyna að ná tali af þjónustufulltrúanum Heiðrúnu. Því miður Heiðrún er í fríi í dag. Hún verður við á morgun.Takk fyrir að hringja í þjónustuverið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég spígspora milli herbergja heima. Held á GSM-símtækinu og hlusta á Elvis Presley syngja Love me tender. Á annarri hverri mínútu er lagið rofið með þýðri röddu símastúlkunnar: í augnablikinu eru allar línur uppteknar, þú ert númer tuttugu og tvö í röðinni. Og ég bíð. Ég á enn í fórum mínum bréf til pabba, skrifað í sveitinni, þar sem ég var spyrjast fyrir um úrslit í fótboltaleikjum „frá því í vor". Bréfið var skrifað í ágúst. Það fór ekki mikið fyrir fjölmiðlunum eða símtölunum hér á árum áður. Eina blaðið sem kom á bæinn var Vörður, blað sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út og var, að mér skilst, sett saman úr efni sem birst hafði í Morgunblaðinu síðustu vikurnar þar á undan. Pólitískur áróður til að halda sveitavargnum við efnið. Sími var á bænum en hann var einkum til brúks til að hlera samtöl annarra. Fyrir bóndann. Aðrir höfðu ekki aðgang að þessu tæki. Kannski hefur verið útvarp. Ég man það ekki. Að minnsta kosti fékk ég aldrei að hlusta á það. Fólk hafði annað að gera en liggja yfir urginu í útvarpinu.Hin heilaga þrenningNú er öldin önnur. Níutíu og sjö sjónvarpsstöðvar í fjölvarpinu, endalausar útvarpsbylgjur, ókeypis dagblöð inn um hverja lúgu, rauðglóandi tölvur og maður er hvergi óhultur fyrir friðlausum farsímanum. Nýjasta uppfinningin er þriðja kynslóð farsímans. Við erum komin í beint samband við Jesú, við, allir Júdasarnir og horfumst í augu við frelsarann. Live!! Síðasta kvöldmáltíðin í uppsiglingu og nú er bara að bíða eftir svikunum. Ímyndið ykkur framfarirnar. Ekki einu sinni kirkjan og blessaður biskupinn fá rönd við reist. Allt í nafni hraðans og tækninnar og þægindanna. Hin heilaga þrenning nútímans.Þú ert númer tuttugu og eitt í röðinni og ég bíð áfram. Heimilissíminn hringir og ég tek upp símann og skelli á. Þú talar ekki í tvo síma í einu, ekki í það minnsta þegar þú ert búinn að bíða í tíu mínútur eftir sambandi í gegnum farsímann, við skiptiborðið hinum megin. Ég man eftir því þegar Vísir kom eitt blaða út á mánudögum. Fólk þyrptist að okkur blaðsölukrökkunum, þyrsti í fréttir helgarinnar, þriggja daga gamlar fréttir frá því á föstudaginn. Og svo kom sjónvarpið og tók við fréttakeflinu. Fór að vísu í frí á fimmtudögum og lokaði í heilan mánuð á sumrin og sýndi fótboltaleiki í desember sem höfðu verið spilaðir í júlí! Það var ekki að sjá eða heyra að heimurinn kippti sér upp við það.Ég var stundum sendur upp á Stýrimannastíg til afa og ömmu. Vita hvernig þau höfðu það. Það var enginn sími á því heimili. Það var ekki að sjá eða heyra að heimurinn færi fram hjá þeim fyrir þá sök. Afi varð níutíu og sex ára, þannig að ekki missti hann af lífinu, þótt hann missti af fréttunum. Eða símanum. Hvað sá ég í ensku blaði um daginn? Forsíðufrétt með mynd af frægri leikkonu að stíga út úr bifreið og það sást í innanvert lærið. Hún var með appelsínuhúð, sagði blaðið. Hún er plat. Hún er eins og við hin!! Það er aldeilis munur að vita þetta.Með hraða ljóssinsÞú ert númer tuttugu í röðinni, sagði fallega röddin í símanum og ég reytti hár mitt. Tuttugu og fimm mínútur og ekkert svar, hvað er eiginlega að hjá þessum fíflum? Voru þeir ekki búnir að einkavæða Símann, fjölmiðlafyrirtækin, bankana og öll hin þjónustufyrirtækin, í þágu samkeppninnar og bættrar þjónustu? Átti ekki allt að gerast með hraða ljóssins? Til hvers var öll þessi einkavæðing, tækni og tól, nema til þess að gera okkur lífið léttara og færa okkur upplýsingar og fréttir og þjónustu á undan öllum hinum? Þú ert númer nítján í röðinni, sagði tölvuröddin og nú var komið nýtt lag, gott ef það var ekki Garden party með Messaforte.Klassísk dinnermúsik, sálfræðilega útspekúleruð fyrir okkur öll þessi rúmlega tuttugu sem biðum á línunni. Ég ákvað að þrauka og það tók návæmlega þrjátíu og tvær mínútur að fá loksins alvöru röddu í símann: góðan daginn, þetta er í þjónustuverinu, hvað get ég gert fyrir þig? Ég er að reyna að ná tali af þjónustufulltrúanum Heiðrúnu. Því miður Heiðrún er í fríi í dag. Hún verður við á morgun.Takk fyrir að hringja í þjónustuverið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun