Sigga hátíðleg á væntanlegri sólóplötu 24. ágúst 2007 06:45 Sigga Beinteins segir 2007 gott ár til að gera nýja plötu, enda sé talan „7“ hennar happatala. MYND/Teitur „Það var kominn tími á að drífa sig í gang. Ég er búin að liggja allt of lengi í leti,“ segir söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, en hún er að hefjast handa við að búa til sína fyrstu sólóplötu í fjögur ár. Upptökur á plötunni hefjast strax eftir helgi og mun Sigríður meðal annars njóta aðstoðar sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu við gerð hennar. „Ég hef lengi gengið með þessa plötu í maganum og hún verður allt öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út. Þetta verður hátíðleg plata með kirkjulegu en jafnframt nokkuð poppuðu ívafi. Sem sagt mjög spennandi,“ segir Sigríður. Lögin á plötunni verða af ýmsu tagi og á henni verður að finna lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Sigríður segir flest lögin vera „stór og mikil“ og verður meðal annars að finna nýja útgáfu á hinu hádramatíska Amazing Grace á henni. „Flest þessara laga eru mikil áskorun fyrir mig sem söngkonu,“ segir Sigríður en auk þess verður að finna nokkur ný lög eftir erlenda lagahöfunda á plötunni . Platan verður tekin upp á Íslandi og í Búlgaríu á næstu vikum og mánuðum og mun Sigríður taka virkan þátt í plötusölustríðinu um jólin. „Þetta verður vonandi jólagjöfin í ár hjá sem flestum,“ segir hún og hlær. Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það var kominn tími á að drífa sig í gang. Ég er búin að liggja allt of lengi í leti,“ segir söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, en hún er að hefjast handa við að búa til sína fyrstu sólóplötu í fjögur ár. Upptökur á plötunni hefjast strax eftir helgi og mun Sigríður meðal annars njóta aðstoðar sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu við gerð hennar. „Ég hef lengi gengið með þessa plötu í maganum og hún verður allt öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út. Þetta verður hátíðleg plata með kirkjulegu en jafnframt nokkuð poppuðu ívafi. Sem sagt mjög spennandi,“ segir Sigríður. Lögin á plötunni verða af ýmsu tagi og á henni verður að finna lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Sigríður segir flest lögin vera „stór og mikil“ og verður meðal annars að finna nýja útgáfu á hinu hádramatíska Amazing Grace á henni. „Flest þessara laga eru mikil áskorun fyrir mig sem söngkonu,“ segir Sigríður en auk þess verður að finna nokkur ný lög eftir erlenda lagahöfunda á plötunni . Platan verður tekin upp á Íslandi og í Búlgaríu á næstu vikum og mánuðum og mun Sigríður taka virkan þátt í plötusölustríðinu um jólin. „Þetta verður vonandi jólagjöfin í ár hjá sem flestum,“ segir hún og hlær.
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira