Tónlist

Stuðmenn í Mosó

Hljómsveitin Stuðmenn spilar á útitónleikum í Mosfellsbæ í kvöld.
Hljómsveitin Stuðmenn spilar á útitónleikum í Mosfellsbæ í kvöld.

Hljómsveitirnar Stuðmenn og Gildran spila á útitónleikum á íþróttavellinum að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Tilefnið er bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, sem er nú haldin í þriðja sinn dagana 23. til 26. ágúst. Bærinn er tuttugu ára og verður dagskráin því sérlega vegleg í þetta sinn.

Stuðmenn vöktu mikla athygli fyrir atriði sitt á stórtónleikunum sem voru haldnir á Laugardalsvelli síðastliðinn föstudag. Verður því spennandi að sjá hverju þeir taka upp á í þetta sinn. Á meðal fleiri atriða á bæjarhátíðinni verða tónleikar Gildrunnar í Hlégarði á laugardagskvöld auk þess sem Sprengjuhöllin spilar á sunnudeginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.