Velkomnir í hópinn 4. ágúst 2007 06:00 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, eru boðnir velkomnir í hóp þeirra sem setja spurningarmerki við stöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði. Um leið er þeim þakkað fyrir að halda lifandi umræðunni um þá ójöfnu stöðu sem sannarlega ríkir í samkeppni Ríkisútvarpsins við einkarekna fjölmiðla. Nú vill svo til að Björn og Sigurður Kári greiddu báðir atkvæði með umdeildu frumvarpi um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins á síðasta þingi. Frumvarpið var gagnrýnt úr ýmsum áttum, meðal annars á þeim nótum að breyting á rekstrarforminu væri tilgangslítil nema það væri hugsað sem undanfari sölu stofnunarinnar. Sá sem hér skrifar var ekki sammála þeirri gagnrýni, en var hins vegar eindreginn andstæðingur frumvarpsins á þeim forsendum að hvergi var þar tekið á því augljósa ranglæti að Ríkisútvarpið keppir við einkareknu miðlana á auglýsingamarkaði en þiggur jafnframt milljarða rekstrarfé úr ríkissjóði. Birni og Sigurði Kára hefur verið núið því um nasir að sinnaskipti þeirra um málefni Ríkisútvarpsins séu ekki trúverðug í ljósi þess hversu skammt er liðið frá stuðningi þeirra við frumvarpið. Þetta er ósanngjörn gagnrýni. Full ástæða er til að ætla að tvær grímur séu að renna á ýmsa stuðningsmenn Ríkisútvarpsins nú þegar gleggri mynd er að fást af stefnu nýs stjórnanda stofnunarinnar. „Hlutafélagavæðing RÚV var ekki til þess að kaupa starfsmenn annarra stöðva og veita þeim ríkisskjól," skrifar Björn á heimasíðu sína og er þar augljóslega að vísa í kaup Ríkisútvarpsins á Silfri Egils fyrr í sumar. Á þessum stað í Fréttablaðinu hefur líka verið efast um kaup Ríkisútvarpsins á Silfrinu, sem átti að sýna í opinni dagskrá á Stöð 2. Og hér hefur líka verið velt vöngum yfir af hverju Ríkisútvarpið yfirbauð tvær einkastöðvar og keypti Evrópukeppnina í knattspyrnu fyrir um hundrað milljónir króna. Var þó vitað að einkastöðvarnar hugðust sýna meirihluta keppninnar í opinni dagskrá. Hvort tveggja finnst manni undarleg viðskipti og illa farið með fé stofnunarinnar. Til hvers er Ríkisútvarpið að eyða háum fjárhæðum af takmörkuðu ráðstöfunarfé í efni sem átti að sýna annars staðar í opinni dagskrá? Hefði ekki verið nær að verja fénu í framleiðslu á nýju innlendu efni? Útvarpsstjóri mun ef til vill svara því einhvern daginn. Dómsmálaráðherra er greinilega misboðið því hann gengur svo langt í pistli sínum að stinga upp á sölu Ríkisútvarpsins, en halda eftir Rás eitt. Sigurður Kári hefur lýst stuðningi við þessa hugmynd. Fyrirætlanir um sölu Ríkisútvarpsins hræða hins vegar okkur sem þykir vænt um stofnunina og kunnum að meta menningarhlutverk hennar. Þegar það sögulega hlutverk er hins vegar á hraðleið með að leysast upp í dagskrárstefnu sem er kirfilega mörkuð meginstraumnum, er kannski alveg eins gott að selja. Hitt er svo annað mál að erfitt er að una lengur við að gengið sé á rétt þeirra sem keppa við ríkið með því að láta Ríkisútvarpið leika lausum hala á auglýsingamarkaði. Björn og Sigurður Kári mega gjarnan beita sér fyrir leiðréttingu í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, eru boðnir velkomnir í hóp þeirra sem setja spurningarmerki við stöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði. Um leið er þeim þakkað fyrir að halda lifandi umræðunni um þá ójöfnu stöðu sem sannarlega ríkir í samkeppni Ríkisútvarpsins við einkarekna fjölmiðla. Nú vill svo til að Björn og Sigurður Kári greiddu báðir atkvæði með umdeildu frumvarpi um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins á síðasta þingi. Frumvarpið var gagnrýnt úr ýmsum áttum, meðal annars á þeim nótum að breyting á rekstrarforminu væri tilgangslítil nema það væri hugsað sem undanfari sölu stofnunarinnar. Sá sem hér skrifar var ekki sammála þeirri gagnrýni, en var hins vegar eindreginn andstæðingur frumvarpsins á þeim forsendum að hvergi var þar tekið á því augljósa ranglæti að Ríkisútvarpið keppir við einkareknu miðlana á auglýsingamarkaði en þiggur jafnframt milljarða rekstrarfé úr ríkissjóði. Birni og Sigurði Kára hefur verið núið því um nasir að sinnaskipti þeirra um málefni Ríkisútvarpsins séu ekki trúverðug í ljósi þess hversu skammt er liðið frá stuðningi þeirra við frumvarpið. Þetta er ósanngjörn gagnrýni. Full ástæða er til að ætla að tvær grímur séu að renna á ýmsa stuðningsmenn Ríkisútvarpsins nú þegar gleggri mynd er að fást af stefnu nýs stjórnanda stofnunarinnar. „Hlutafélagavæðing RÚV var ekki til þess að kaupa starfsmenn annarra stöðva og veita þeim ríkisskjól," skrifar Björn á heimasíðu sína og er þar augljóslega að vísa í kaup Ríkisútvarpsins á Silfri Egils fyrr í sumar. Á þessum stað í Fréttablaðinu hefur líka verið efast um kaup Ríkisútvarpsins á Silfrinu, sem átti að sýna í opinni dagskrá á Stöð 2. Og hér hefur líka verið velt vöngum yfir af hverju Ríkisútvarpið yfirbauð tvær einkastöðvar og keypti Evrópukeppnina í knattspyrnu fyrir um hundrað milljónir króna. Var þó vitað að einkastöðvarnar hugðust sýna meirihluta keppninnar í opinni dagskrá. Hvort tveggja finnst manni undarleg viðskipti og illa farið með fé stofnunarinnar. Til hvers er Ríkisútvarpið að eyða háum fjárhæðum af takmörkuðu ráðstöfunarfé í efni sem átti að sýna annars staðar í opinni dagskrá? Hefði ekki verið nær að verja fénu í framleiðslu á nýju innlendu efni? Útvarpsstjóri mun ef til vill svara því einhvern daginn. Dómsmálaráðherra er greinilega misboðið því hann gengur svo langt í pistli sínum að stinga upp á sölu Ríkisútvarpsins, en halda eftir Rás eitt. Sigurður Kári hefur lýst stuðningi við þessa hugmynd. Fyrirætlanir um sölu Ríkisútvarpsins hræða hins vegar okkur sem þykir vænt um stofnunina og kunnum að meta menningarhlutverk hennar. Þegar það sögulega hlutverk er hins vegar á hraðleið með að leysast upp í dagskrárstefnu sem er kirfilega mörkuð meginstraumnum, er kannski alveg eins gott að selja. Hitt er svo annað mál að erfitt er að una lengur við að gengið sé á rétt þeirra sem keppa við ríkið með því að láta Ríkisútvarpið leika lausum hala á auglýsingamarkaði. Björn og Sigurður Kári mega gjarnan beita sér fyrir leiðréttingu í þeim efnum.