Menning

Reykjavík skynjuð á nýjan og framandi hátt

Í kvöld kl. 20 mun Ilmur fara fyrir kvöldgöngu á vegum menningarstofnana Reykjavíkur.
Í kvöld kl. 20 mun Ilmur fara fyrir kvöldgöngu á vegum menningarstofnana Reykjavíkur.

Í sumar hafa menningarstofnanir Reykjavíkurborgar staðið fyrir kvöldgöngum frá Kvosinni þriðja sumarið í röð. Í kvöld kl. 20 mun Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona fara fyrir göngunni og varpa nýju ljósi á miðbæ Reykjavíkur á leiðinni. Ilmur er kunn fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í því sem hún tekur sér fyrir hendur og það gerir hún einnig í þessari áttundu Kvosargöngu sumarsins.



Með ýmsum brellum og brögðum mun Ilmur hjálpa göngufólki að skoða og skynja borgina á nýjan og framandi hátt. Skynfærin verða virkjuð sem aldrei fyrr, svo upplifunin verður í senn óvænt og ánæjuleg. Gangan hefst kl. 20 og tekur um klukkustund. Lagt er af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17 og er þátttaka ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.