Ítölsk matargerð í blóðinu 26. júlí 2007 06:45 pasta, basta Ásdís Spanó segir hinar fjölmörgu gerðir pasta afar mismunandi og heilmiklar pælingar að baki því hvaða pasta hæfir hvaða sósu. fréttablaðið/gva Myndlistarkonan Ásdís Spanó eldar forláta pastarétti, enda rennur ítalskt blóð í æðum hennar. „Pabbi er ítalskur og við höfum búið úti, einu sinni þegar ég var mjög ung og svo aftur þegar ég var ellefu ára," útskýrði Ásdís, sem segir ítalska matargerð því eðlilega vera í uppáhaldi hjá fjölskyldunni. „Pabbi er algjör eðalkokkur. Hann hefur alltaf verið voða mikið í eldhúsinu og er enn þá. Uppskriftin er einmitt að hluta til frá honum, en svona aðeins í minni útfærslu," sagði Ásdís. Ítalir gera greinarmun á fjölmörgum tegundum pasta. „Það fer eftir því hvaðan pastað kemur, og hvort það er gert með eggjum, til dæmis, hvernig það bragðast. Svo fer það eftir sósunum hvernig pasta maður notar, það eru miklar pælingar á bak við það," útskýrði Ásdís. „Spaghetti er helst notað með skelfiskpasta eða bolognese, penne og rigatoni er frekar með túnfiski eða rauðri sósu," sagði hún. Ásdís hefur þar að auki þreifað sig áfram með spelt- og heilhveitipasta, og segist hrifin af því í dag. Hún segir Íslendinga einnig vera orðna ansi lærða í pastamenningunni. „Fólk er farið að spá mikið í þetta - og farið að sleppa tómatsósunni, blessunarlega," sagði hún og hló. Ef Ítalía er ríkjandi í eldhúsi Ásdísar er Ísland í forgrunni í myndlist hennar, að minnsta kosti á sýningunni sem hún opnaði nýlega í Gallerí 100° í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. „Hún heitir Rof. Þetta eru ákveðnar pælingar um þau útrænu öfl sem eru hérna á Íslandi, og hvernig náttúran veðrar jarðveginn," útskýrði Ásdís, sem vann eingöngu með gráa, hvíta og svarta tóna. „Það er mikill kraftur í þessum myndum, þetta er svona jarðfræðipæling," sagði hún og hló við. Sýningin stendur yfir til 5. ágúst. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Myndlistarkonan Ásdís Spanó eldar forláta pastarétti, enda rennur ítalskt blóð í æðum hennar. „Pabbi er ítalskur og við höfum búið úti, einu sinni þegar ég var mjög ung og svo aftur þegar ég var ellefu ára," útskýrði Ásdís, sem segir ítalska matargerð því eðlilega vera í uppáhaldi hjá fjölskyldunni. „Pabbi er algjör eðalkokkur. Hann hefur alltaf verið voða mikið í eldhúsinu og er enn þá. Uppskriftin er einmitt að hluta til frá honum, en svona aðeins í minni útfærslu," sagði Ásdís. Ítalir gera greinarmun á fjölmörgum tegundum pasta. „Það fer eftir því hvaðan pastað kemur, og hvort það er gert með eggjum, til dæmis, hvernig það bragðast. Svo fer það eftir sósunum hvernig pasta maður notar, það eru miklar pælingar á bak við það," útskýrði Ásdís. „Spaghetti er helst notað með skelfiskpasta eða bolognese, penne og rigatoni er frekar með túnfiski eða rauðri sósu," sagði hún. Ásdís hefur þar að auki þreifað sig áfram með spelt- og heilhveitipasta, og segist hrifin af því í dag. Hún segir Íslendinga einnig vera orðna ansi lærða í pastamenningunni. „Fólk er farið að spá mikið í þetta - og farið að sleppa tómatsósunni, blessunarlega," sagði hún og hló. Ef Ítalía er ríkjandi í eldhúsi Ásdísar er Ísland í forgrunni í myndlist hennar, að minnsta kosti á sýningunni sem hún opnaði nýlega í Gallerí 100° í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. „Hún heitir Rof. Þetta eru ákveðnar pælingar um þau útrænu öfl sem eru hérna á Íslandi, og hvernig náttúran veðrar jarðveginn," útskýrði Ásdís, sem vann eingöngu með gráa, hvíta og svarta tóna. „Það er mikill kraftur í þessum myndum, þetta er svona jarðfræðipæling," sagði hún og hló við. Sýningin stendur yfir til 5. ágúst.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira