Landsbyggðin og strætó 26. júlí 2007 05:45 Á Íslandi búa tvær þjóðir. Ef ekki fleiri. Önnur þjóðin græðir á tá og fingri á alls konar rugli sem maður skilur ekkert í og lifir svo hátt að annað eins hefur ekki sést í Íslandssögunni. Þessi þjóð býr í Reykjavík en er stundum í frístundabýlinu sínu úti í sveit, þeir æðislegustu rífa rándýr einbýlishús til að byggja enn flottari villur á lóðinni og kaupa sig fram fyrir raðir á leið til útlanda. Hin þjóðin lepur dauðann úr skel, býr úti á landi eða tekur strætó í bænum. Ég hef aldrei búið úti á landi en væri til í að prófa. Staðirnir eru þó mislíflegir og í sumum mætir manni ekkert nema deyfð og drungi. Enginn á ferli, grotnandi hús, garðar í hirðuleysi og eina lífsmarkið í sjoppunni. Þar er sem dautt teppi fábreytileikans hvíli yfir og ekkert skrýtið að fólk vilji flytja í bæinn til að vera nær Kringlunni og Húsdýragarðinum - ó, lífinu sjálfu. Ég hef varla tekið strætó síðan ég fékk bílprófið. Ég tók það seint svo ég notaði strætó þó nokkuð mikið. Það er dálítið sami fílingur að taka strætó og að keyra inn í marga bæi á landsbygginni. Sama deyfðin og sami drunginn. Þeir sem eru ekki afsakaðir vegna örorku eða aldurs eru með „lúser" stimplað á ennið á sér í strætó. Svona er það bara en ætti auðvitað ekki að vera það, ekki frekar en í útlöndum. Maður sér alls konar fólk í almenningssamgangnakerfum erlendra stórborga - jafnvel kúl lið með skjalatöskur - svo stóra spurningin hlýtur að vera: Hvað er að strætó og er eitthvað hægt að gera? Eitthvað annað en að nefna stoppistöðvar, meina ég. Kannski mætti fylla vagnana af brakandi fersku lesefni og svo ætti náttúrlega bara að hafa þetta ókeypis. Þegar mér blöskrar bensínverðið hugsa ég um að byrja að nota strætó aftur, en hætti við þegar ég rifja upp eymdarlegu stemninguna. Ég hugsa líka stundum um að flytja út á land. Það hefur sína kosti: ódýrt húsnæði og lífið er í hægara tempói - alveg frábært að ala upp krakka úti á landi, segir fólk. En Lufsan má ekki heyra á þetta minnst. Hún ólst upp úti á landi og segir að 20 ár þar séu alveg nóg. Svo kemur alltaf spurningin: Hvað á ég eiginlega að fara að gera þarna? Hluti landsbyggðarinnar og strætó spilar blús á meðan restin spilar góðærispopp. Því er alltaf verið að reyna að hressa upp á hvoru tveggja með mótvægisaðgerðum eða hvað þetta heitir. En mun eitthvað breytast? Verða strætósamgöngur skyndilega það svalasta og ekkert meira æðislegt en að búa úti á landi? Eða verður þetta kannski eintómur blús áfram þar til allir eru fluttir á mölina og einum jeppa verður úthlutað á hvern rass? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á Íslandi búa tvær þjóðir. Ef ekki fleiri. Önnur þjóðin græðir á tá og fingri á alls konar rugli sem maður skilur ekkert í og lifir svo hátt að annað eins hefur ekki sést í Íslandssögunni. Þessi þjóð býr í Reykjavík en er stundum í frístundabýlinu sínu úti í sveit, þeir æðislegustu rífa rándýr einbýlishús til að byggja enn flottari villur á lóðinni og kaupa sig fram fyrir raðir á leið til útlanda. Hin þjóðin lepur dauðann úr skel, býr úti á landi eða tekur strætó í bænum. Ég hef aldrei búið úti á landi en væri til í að prófa. Staðirnir eru þó mislíflegir og í sumum mætir manni ekkert nema deyfð og drungi. Enginn á ferli, grotnandi hús, garðar í hirðuleysi og eina lífsmarkið í sjoppunni. Þar er sem dautt teppi fábreytileikans hvíli yfir og ekkert skrýtið að fólk vilji flytja í bæinn til að vera nær Kringlunni og Húsdýragarðinum - ó, lífinu sjálfu. Ég hef varla tekið strætó síðan ég fékk bílprófið. Ég tók það seint svo ég notaði strætó þó nokkuð mikið. Það er dálítið sami fílingur að taka strætó og að keyra inn í marga bæi á landsbygginni. Sama deyfðin og sami drunginn. Þeir sem eru ekki afsakaðir vegna örorku eða aldurs eru með „lúser" stimplað á ennið á sér í strætó. Svona er það bara en ætti auðvitað ekki að vera það, ekki frekar en í útlöndum. Maður sér alls konar fólk í almenningssamgangnakerfum erlendra stórborga - jafnvel kúl lið með skjalatöskur - svo stóra spurningin hlýtur að vera: Hvað er að strætó og er eitthvað hægt að gera? Eitthvað annað en að nefna stoppistöðvar, meina ég. Kannski mætti fylla vagnana af brakandi fersku lesefni og svo ætti náttúrlega bara að hafa þetta ókeypis. Þegar mér blöskrar bensínverðið hugsa ég um að byrja að nota strætó aftur, en hætti við þegar ég rifja upp eymdarlegu stemninguna. Ég hugsa líka stundum um að flytja út á land. Það hefur sína kosti: ódýrt húsnæði og lífið er í hægara tempói - alveg frábært að ala upp krakka úti á landi, segir fólk. En Lufsan má ekki heyra á þetta minnst. Hún ólst upp úti á landi og segir að 20 ár þar séu alveg nóg. Svo kemur alltaf spurningin: Hvað á ég eiginlega að fara að gera þarna? Hluti landsbyggðarinnar og strætó spilar blús á meðan restin spilar góðærispopp. Því er alltaf verið að reyna að hressa upp á hvoru tveggja með mótvægisaðgerðum eða hvað þetta heitir. En mun eitthvað breytast? Verða strætósamgöngur skyndilega það svalasta og ekkert meira æðislegt en að búa úti á landi? Eða verður þetta kannski eintómur blús áfram þar til allir eru fluttir á mölina og einum jeppa verður úthlutað á hvern rass?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun