Hark að vera ljóðskáld á Íslandi 21. júlí 2007 03:30 Þórdís Björndóttir gaf í vikunni út sína þriðju ljóðabók þrátt fyrir ungan aldur, en tvær þeirra hefur hún gefið út sjálf. Henni tekst í augnablikinu að lifa af listinni en segir að erfiðasti partur ritstarfanna sé að koma sér á framfæri. Fréttablaðið/Pjetur Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnaður. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir sem sendi í vikunni frá sér ljóðabókina Í felum bakvið gluggatjöldin. Þótt Þórdís sé ung að árum er þetta þriðja bók hennar, en hún hefur áður sent frá sér bækurnar Vera & Linus (2006) og Ást og appelsínur (2004) sem báðar hlutu lof gagnrýnenda. „Fyrsta bókin mín var ljóðabálkur en í þessari nýju bók eru ljóðin sjálfstæð,“ segir Þórdís. „Keimlíkt andrúmsloft er það eina sem bindur þau saman, að öðru leyti er enginn þráður í gegnum bókina.“ Fyrsta skáldsaga Þórdísar, Saga af bláu sumri, er auk þess væntanleg og kemur út fyrir næstu jól hjá bókaútgáfunni Bjarti. „Bókin fjallar um njósnir. Ung stúlka kemur í lítið þorp sem hún þekkir vel. Þar sér hún aðra stúlku sem hún verður hugfangin af. Hún fer að njósna um hana en þorir ekki að hitta hana. Svo færast njósnirnar í aukana eftir því sem líður á bókina.“ Þórdís hefur skrifað ljóð og sögur frá unga aldri. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinna fari í að koma sér á framfæri, en tvær bóka sinna hefur hún gefið út sjálf. „Að vera ljóðskáld á Íslandi er mikið hark, sérstaklega þegar kemur að því að kynna sig og koma sér á framfæri. Það kom mér á óvart. Ég er búin að ætla mér að verða rithöfundur síðan ég var krakki. Þá hélt maður að verkinu væri lokið þegar maður væri búinn að skrifa bókina. En það er í raun minnsta verkefnið, allt púlið er eftir þótt bókin sjálf sé tilbúin.“ Þórdísi hefur engu að síður tekist að lifa af ljóðlistinni, sem er hennar aðalstarf í augnablikinu. „Ég fékk ritlaun og er búin að nota þau núna yfir sumartímann. Annars er ég búin að vera í námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Það er auðvitað draumurinn að geta haldið áfram að lifa af ritstörfunum.“ Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnaður. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir sem sendi í vikunni frá sér ljóðabókina Í felum bakvið gluggatjöldin. Þótt Þórdís sé ung að árum er þetta þriðja bók hennar, en hún hefur áður sent frá sér bækurnar Vera & Linus (2006) og Ást og appelsínur (2004) sem báðar hlutu lof gagnrýnenda. „Fyrsta bókin mín var ljóðabálkur en í þessari nýju bók eru ljóðin sjálfstæð,“ segir Þórdís. „Keimlíkt andrúmsloft er það eina sem bindur þau saman, að öðru leyti er enginn þráður í gegnum bókina.“ Fyrsta skáldsaga Þórdísar, Saga af bláu sumri, er auk þess væntanleg og kemur út fyrir næstu jól hjá bókaútgáfunni Bjarti. „Bókin fjallar um njósnir. Ung stúlka kemur í lítið þorp sem hún þekkir vel. Þar sér hún aðra stúlku sem hún verður hugfangin af. Hún fer að njósna um hana en þorir ekki að hitta hana. Svo færast njósnirnar í aukana eftir því sem líður á bókina.“ Þórdís hefur skrifað ljóð og sögur frá unga aldri. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinna fari í að koma sér á framfæri, en tvær bóka sinna hefur hún gefið út sjálf. „Að vera ljóðskáld á Íslandi er mikið hark, sérstaklega þegar kemur að því að kynna sig og koma sér á framfæri. Það kom mér á óvart. Ég er búin að ætla mér að verða rithöfundur síðan ég var krakki. Þá hélt maður að verkinu væri lokið þegar maður væri búinn að skrifa bókina. En það er í raun minnsta verkefnið, allt púlið er eftir þótt bókin sjálf sé tilbúin.“ Þórdísi hefur engu að síður tekist að lifa af ljóðlistinni, sem er hennar aðalstarf í augnablikinu. „Ég fékk ritlaun og er búin að nota þau núna yfir sumartímann. Annars er ég búin að vera í námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Það er auðvitað draumurinn að geta haldið áfram að lifa af ritstörfunum.“
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira