Þrefaldur skaði 12. júlí 2007 06:00 Fólk er ólíkt að upplagi, það blasir við. Um hitt geta menn deilt, hvort þjóðir eru einnig ólíkar að eðlisfari. Sumir hallast að þeirri skoðun, að skyldar þjóðir hljóti allar að vera eins inn við beinið samkvæmt einfaldri meðaltalsreglu. Aðrir telja sig geta greint tiltekin einkenni, sem greina eina þjóð frá annarri - nízkir Skotar, glaðir Danir, drykkfelldir Rússar og þannig áfram. En þá er að vísu ekki alltaf ljóst, hvort átt er við ólíka siði eða ólíkt lundarfar. Látum það vera að sinni.Minni þjóðaTrygve Brattelie, forsætisráðherra Noregs, lýsir því í sjálfsævisögu sinni Nótt í Niflheimi (1983), hversu Norðmenn og Rússar brugðust ólíkt við pyndingum, sem þeir máttu sæta í fangabúðum nasista á stríðsárunum. Brattelie sætti sjálfur hrottalegri meðferð; átakanleg lýsing hans er frásögn sjónarvotts.Rússarnir grétu hástöfum undan sársaukanum, en þeir tóku gleði sína jafnharðan og pyndingunum lauk eins og ekkert hefði í skorizt. Norðmennirnir bitu á jaxlinn og létu á litlu bera eftir því sem hægt var, en þeir voru lengi á eftir að jafna sig, mjög lengi. Þessi munur bendir kannski til þess, að Rússar séu fljótir að gleyma, eða að minnsta kosti fljótir að gleyma sársauka, og Norðmenn séu langminnugri. Sé svo, skýrist sumt af því, sem hefur skilið Noreg og Rússland að í aldanna rás. Kannski voru Rússar svo þjáðir í þúsund ár, að þeir urðu að kunna að gleyma.Norðmenn láta sér ólíkt Rússum annt um að gera upp við fortíðina, svo að þeir megi sem mest af henni læra. Norsk yfirvöld leiddu landráðamenn fyrir rétt eftir heimsstyrjöldina síðari og tóku suma þeirra af lífi með dómi og lögum. Yfirvöldin hafa með líku lagi lyft lokinu af ólöglegum símahlerunum á fyrri tíð og beðið fórnarlömbin afsökunar. Norðmenn líta svo á, að saga landsins þurfi að vera rétt skráð, svo að hún geti varðað veginn inn í framtíðina. Rússar fara öðruvísi að. Þeir syngja nú aftur þjóðsönginn, sem Stalín færði þeim á sinni tíð blóðugur upp að öxlum.Rússar hafa ekki lært meira af fortíðinni en svo, að þeir fylkja sér nú að baki Pútíns forseta, sem var áður hátt settur yfirmaður í leynilögreglunni illræmdu KGB og nær allir hans menn. Lýðræði þarna austur frá er á undanhaldi. Blaðamenn og aðrir, sem gagnrýna ríkisstjórn Pútíns og spillingu, stráfalla fyrir leigumorðingjum, og lögreglan ber það ekki við að rannsaka morðin, sautján talsins í valdatíð Pútíns.Fjölmiðlarnir eru margir undir hæl forsetans og manna hans líkt og dómstólarnir. Sumir telja, að Pútín ætli sér að stjórna landinu áfram með harðri hendi eftir að síðara kjörtímabili hans lýkur 2008 með því að skipa sjálfan sig forstjóra Gazprom, ríkisorkufyrirtækisins, sem heldur um alla þræði þjóðlífsins þarna fyrir austan, þar á meðal fjölmiðla. Það ræðst innan tíðar.Vitnisburðir um misferliÍslendingum er ekki mjög um það gefið að halda nýliðinni sögu sinni til haga. Margir vitnisburðir um ólag og jafnvel lögbrot í ríkisbankakerfinu á fyrri tíð liggja fyrir, en þeir hafa þó ekki komið til kasta yfirvalda, enda báru allir stjórnmálaflokkarnir ábyrgð á bankakerfinu í ýmsum hlutföllum. Blaðamenn hafa aldrei sýnt málinu neinn umtalsverðan áhuga og ekki heldur lögreglan.Flestir stjórnmálamenn halda áfram að þræta fyrir misgerðirnar og sjá ekkert athugavert við bankakerfi, sem féfletti fólkið í landinu miskunnarlaust um margra áratuga skeið. Þeir létu þó að endingu til leiðast að koma bönkunum í einkaeigu með hliðarskilyrðum. Þessa sögu þarf að hafa í huga nú, þegar æ fleiri vitnisburðir um brottkast og annað misferli í fiskveiðum hrannast upp, nú síðast í úttekt Agnesar Bragadóttur blaðamanns í Morgunblaðinu 4. júlí.Ástandið í útvegsmálunum er nú að því leyti líkt og það hefur verið í bankamálunum, að margir vita um misferlið, þótt fáir vilji við það kannast. Yfirvöldin halda áfram að þræta og reyna að þagga málið niður. Stjórnvöld hefðu þurft að kannast betur við ástand bankamálanna á fyrri tíð og gera viðeigandi ráðstafanir til lagfæringar að lögum. Þá hefði sagan getað vísað veginn. Þá hefðu þeir, sem virðast hafa gert sig seka um brottkast og kvótasvindl, hugsað sig tvisvar um, áður en þeir ákváðu vitandi vits að svíkjast aftan að þjóðinni með því að veiða langt umfram lögboðinn kvóta.Fyrst var útvegsmönnum afhentur kvótinn, sem átti þó samkvæmt lögum að heita sameign þjóðarinnar. Þeir virðast sumir hafa þakkað fyrir sig með því að veiða langt umfram kvóta, sumir segja tugþúsundir tonna samtals á hverju ári. Úr því fæst vonandi skorið fyrir rétti. Og nú þegar þorskveiðar eru skornar niður um þriðjung til að forðast hrun, verður skattgreiðendum - mér og þér! - gert að bæta fórnarlömbum veiðiþjófanna skaðann. Þetta er þrefaldur þjófnaður. Alþingi ber ábyrgðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Fólk er ólíkt að upplagi, það blasir við. Um hitt geta menn deilt, hvort þjóðir eru einnig ólíkar að eðlisfari. Sumir hallast að þeirri skoðun, að skyldar þjóðir hljóti allar að vera eins inn við beinið samkvæmt einfaldri meðaltalsreglu. Aðrir telja sig geta greint tiltekin einkenni, sem greina eina þjóð frá annarri - nízkir Skotar, glaðir Danir, drykkfelldir Rússar og þannig áfram. En þá er að vísu ekki alltaf ljóst, hvort átt er við ólíka siði eða ólíkt lundarfar. Látum það vera að sinni.Minni þjóðaTrygve Brattelie, forsætisráðherra Noregs, lýsir því í sjálfsævisögu sinni Nótt í Niflheimi (1983), hversu Norðmenn og Rússar brugðust ólíkt við pyndingum, sem þeir máttu sæta í fangabúðum nasista á stríðsárunum. Brattelie sætti sjálfur hrottalegri meðferð; átakanleg lýsing hans er frásögn sjónarvotts.Rússarnir grétu hástöfum undan sársaukanum, en þeir tóku gleði sína jafnharðan og pyndingunum lauk eins og ekkert hefði í skorizt. Norðmennirnir bitu á jaxlinn og létu á litlu bera eftir því sem hægt var, en þeir voru lengi á eftir að jafna sig, mjög lengi. Þessi munur bendir kannski til þess, að Rússar séu fljótir að gleyma, eða að minnsta kosti fljótir að gleyma sársauka, og Norðmenn séu langminnugri. Sé svo, skýrist sumt af því, sem hefur skilið Noreg og Rússland að í aldanna rás. Kannski voru Rússar svo þjáðir í þúsund ár, að þeir urðu að kunna að gleyma.Norðmenn láta sér ólíkt Rússum annt um að gera upp við fortíðina, svo að þeir megi sem mest af henni læra. Norsk yfirvöld leiddu landráðamenn fyrir rétt eftir heimsstyrjöldina síðari og tóku suma þeirra af lífi með dómi og lögum. Yfirvöldin hafa með líku lagi lyft lokinu af ólöglegum símahlerunum á fyrri tíð og beðið fórnarlömbin afsökunar. Norðmenn líta svo á, að saga landsins þurfi að vera rétt skráð, svo að hún geti varðað veginn inn í framtíðina. Rússar fara öðruvísi að. Þeir syngja nú aftur þjóðsönginn, sem Stalín færði þeim á sinni tíð blóðugur upp að öxlum.Rússar hafa ekki lært meira af fortíðinni en svo, að þeir fylkja sér nú að baki Pútíns forseta, sem var áður hátt settur yfirmaður í leynilögreglunni illræmdu KGB og nær allir hans menn. Lýðræði þarna austur frá er á undanhaldi. Blaðamenn og aðrir, sem gagnrýna ríkisstjórn Pútíns og spillingu, stráfalla fyrir leigumorðingjum, og lögreglan ber það ekki við að rannsaka morðin, sautján talsins í valdatíð Pútíns.Fjölmiðlarnir eru margir undir hæl forsetans og manna hans líkt og dómstólarnir. Sumir telja, að Pútín ætli sér að stjórna landinu áfram með harðri hendi eftir að síðara kjörtímabili hans lýkur 2008 með því að skipa sjálfan sig forstjóra Gazprom, ríkisorkufyrirtækisins, sem heldur um alla þræði þjóðlífsins þarna fyrir austan, þar á meðal fjölmiðla. Það ræðst innan tíðar.Vitnisburðir um misferliÍslendingum er ekki mjög um það gefið að halda nýliðinni sögu sinni til haga. Margir vitnisburðir um ólag og jafnvel lögbrot í ríkisbankakerfinu á fyrri tíð liggja fyrir, en þeir hafa þó ekki komið til kasta yfirvalda, enda báru allir stjórnmálaflokkarnir ábyrgð á bankakerfinu í ýmsum hlutföllum. Blaðamenn hafa aldrei sýnt málinu neinn umtalsverðan áhuga og ekki heldur lögreglan.Flestir stjórnmálamenn halda áfram að þræta fyrir misgerðirnar og sjá ekkert athugavert við bankakerfi, sem féfletti fólkið í landinu miskunnarlaust um margra áratuga skeið. Þeir létu þó að endingu til leiðast að koma bönkunum í einkaeigu með hliðarskilyrðum. Þessa sögu þarf að hafa í huga nú, þegar æ fleiri vitnisburðir um brottkast og annað misferli í fiskveiðum hrannast upp, nú síðast í úttekt Agnesar Bragadóttur blaðamanns í Morgunblaðinu 4. júlí.Ástandið í útvegsmálunum er nú að því leyti líkt og það hefur verið í bankamálunum, að margir vita um misferlið, þótt fáir vilji við það kannast. Yfirvöldin halda áfram að þræta og reyna að þagga málið niður. Stjórnvöld hefðu þurft að kannast betur við ástand bankamálanna á fyrri tíð og gera viðeigandi ráðstafanir til lagfæringar að lögum. Þá hefði sagan getað vísað veginn. Þá hefðu þeir, sem virðast hafa gert sig seka um brottkast og kvótasvindl, hugsað sig tvisvar um, áður en þeir ákváðu vitandi vits að svíkjast aftan að þjóðinni með því að veiða langt umfram lögboðinn kvóta.Fyrst var útvegsmönnum afhentur kvótinn, sem átti þó samkvæmt lögum að heita sameign þjóðarinnar. Þeir virðast sumir hafa þakkað fyrir sig með því að veiða langt umfram kvóta, sumir segja tugþúsundir tonna samtals á hverju ári. Úr því fæst vonandi skorið fyrir rétti. Og nú þegar þorskveiðar eru skornar niður um þriðjung til að forðast hrun, verður skattgreiðendum - mér og þér! - gert að bæta fórnarlömbum veiðiþjófanna skaðann. Þetta er þrefaldur þjófnaður. Alþingi ber ábyrgðina.