Réttar skoðanir 10. júlí 2007 08:00 Það er haugalygi að allar skoðanir séu jafn réttháar. Það hljómar vel og réttlátt en eftir smá umhugsun sér hver maður að slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp. Skoðanir eru nefnilega sjaldnast einkamál þess sem hefur þær heldur hafa þær áhrif á umhverfi manns. Vissulega er hægt að fara létta leið í vali sínu á lífsviðhorfum og telja það mikla skoðun að segja að Stones séu betri en Bítlarnir, hundar betri gæludýr en kettir og svo framvegis. Það eru allar líkur á því að fólk lendi ekki í alvarlegum útistöðum vegna þeirra viðhorfa. Aðrir hafa valið sér svokallaða pólitíska rétthugsun. Slík hugsun er góð og þörf á margan hátt en orðin nokkuð víðfem. Reyndar minna sumir þættir hennar um margt á hræsni. Sá sem er pólitískt rétthugsandi getur nefnilega of oft sloppið við að taka afstöðu í málum en einbeitt sér að því að fussa yfir skoðunum annarra. Slíkt fólk getur til að mynda hneykslast á íbúum Njálsgötu fyrir að vilja ekki fá rónablokk, afsakið, heimili fyrir heimilislausa menn, í nágrenni sitt. Þá virkar það gott og umburðarlynt. Sama fólk og þetta segir myndi þó seint bjóða væntanlegum íbúum Njálsgötu í kakó og pönnsur með rjóma, jafnvel þótt það gefi sig nú út fyrir að vera tilbúið með pönnsupönnuna, sjálfan arfinn frá ömmu að norðan, á lofti. Sjálf bý ég nokkuð langt frá væntanlegu heimili get því ekki, og þarf ekki, að mynda mér almennilega skoðun í þessu máli. Ég get svo sem stamað út úr mér að ég hafi haft nokkur samskipti við útigangsfólk þar sem pabbi og mamma hafi alltaf verið tilbúin að veita þurfandi fólki húsaskjól í gegnum tíðina. Ég veit samt ekki hvort þau eða ég tækju stóru heimili fyrir útigangsfólk fagnandi, sá sem tæki ákvörðun um slíkt þyrfti að minnsta kosti að ræða það mál vandlega við þau. Slíkt var ekki fyrir hendi hjá íbúum Njálsgötu heldur fengu íbúar götunnar fyrst að vita af ætluðu húsnæði í fjölmiðlum og skiljanlegt að allir hafi ekki breitt út faðminn og fagnað nýju nágrönnum sínum. Ég hef aldrei hitt manneskju, og umgengst þó töluvert mikið af harðsvíruðu frjálshyggjufólki, sem þykir óeðlilegt að heimili fyrir útigangsfólk sé komið á laggirnar. Öllum þykir það nauðsynlegt og gott framtak. Allir vita líka að eitt sinn voru rónar börn og flestir þeirra glíma við erfið veikindi. Það þýðir samt ekki að fólk verði að vera sátt við að fá hóp þeirra í næsta hús til frambúðar. Umræður og ósætti um slíkt eru ofur eðlileg. Við verðum aldrei alveg á sömu skoðun og náunginn og skoðanir hans verða aldrei jafnháar okkar eigin. Málamiðlanir geta gert okkur öllum lífið auðveldara. Vonandi fæst ein slík á Njálsgötu. Annars eru kettir mikið betri en hundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Það er haugalygi að allar skoðanir séu jafn réttháar. Það hljómar vel og réttlátt en eftir smá umhugsun sér hver maður að slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp. Skoðanir eru nefnilega sjaldnast einkamál þess sem hefur þær heldur hafa þær áhrif á umhverfi manns. Vissulega er hægt að fara létta leið í vali sínu á lífsviðhorfum og telja það mikla skoðun að segja að Stones séu betri en Bítlarnir, hundar betri gæludýr en kettir og svo framvegis. Það eru allar líkur á því að fólk lendi ekki í alvarlegum útistöðum vegna þeirra viðhorfa. Aðrir hafa valið sér svokallaða pólitíska rétthugsun. Slík hugsun er góð og þörf á margan hátt en orðin nokkuð víðfem. Reyndar minna sumir þættir hennar um margt á hræsni. Sá sem er pólitískt rétthugsandi getur nefnilega of oft sloppið við að taka afstöðu í málum en einbeitt sér að því að fussa yfir skoðunum annarra. Slíkt fólk getur til að mynda hneykslast á íbúum Njálsgötu fyrir að vilja ekki fá rónablokk, afsakið, heimili fyrir heimilislausa menn, í nágrenni sitt. Þá virkar það gott og umburðarlynt. Sama fólk og þetta segir myndi þó seint bjóða væntanlegum íbúum Njálsgötu í kakó og pönnsur með rjóma, jafnvel þótt það gefi sig nú út fyrir að vera tilbúið með pönnsupönnuna, sjálfan arfinn frá ömmu að norðan, á lofti. Sjálf bý ég nokkuð langt frá væntanlegu heimili get því ekki, og þarf ekki, að mynda mér almennilega skoðun í þessu máli. Ég get svo sem stamað út úr mér að ég hafi haft nokkur samskipti við útigangsfólk þar sem pabbi og mamma hafi alltaf verið tilbúin að veita þurfandi fólki húsaskjól í gegnum tíðina. Ég veit samt ekki hvort þau eða ég tækju stóru heimili fyrir útigangsfólk fagnandi, sá sem tæki ákvörðun um slíkt þyrfti að minnsta kosti að ræða það mál vandlega við þau. Slíkt var ekki fyrir hendi hjá íbúum Njálsgötu heldur fengu íbúar götunnar fyrst að vita af ætluðu húsnæði í fjölmiðlum og skiljanlegt að allir hafi ekki breitt út faðminn og fagnað nýju nágrönnum sínum. Ég hef aldrei hitt manneskju, og umgengst þó töluvert mikið af harðsvíruðu frjálshyggjufólki, sem þykir óeðlilegt að heimili fyrir útigangsfólk sé komið á laggirnar. Öllum þykir það nauðsynlegt og gott framtak. Allir vita líka að eitt sinn voru rónar börn og flestir þeirra glíma við erfið veikindi. Það þýðir samt ekki að fólk verði að vera sátt við að fá hóp þeirra í næsta hús til frambúðar. Umræður og ósætti um slíkt eru ofur eðlileg. Við verðum aldrei alveg á sömu skoðun og náunginn og skoðanir hans verða aldrei jafnháar okkar eigin. Málamiðlanir geta gert okkur öllum lífið auðveldara. Vonandi fæst ein slík á Njálsgötu. Annars eru kettir mikið betri en hundar.