Horfinn dagur kominn út 4. júlí 2007 09:15 Árni Björnsson tónskáld 1905- 1995. Minningarútgáfa með tónsmíðum Árna Björnssonar tónskálds er komin út á tveimur diskum sem geyma úrval tónsmíða hans: kammerverk, kór- og einsöngslög, auk þriggja dægurlaga sem hann samdi. Útgáfan er helguð minningum þeirra hjóna, Árna og Helgu konu hans. Er nú loks fáanlegt yfirlit um höfundarverk þessa virta tónlistarmanns sem hrifinn var frá verki á miðjum aldri. Árni var fæddur í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslum 1905. Hann ólst upp í fornu bændasamfélagi þar sem tónlistariðkun var af skornum skammti og möguleiki til tónlistarmenntunar enginn. Ungur heillaðist hann af orgelslætti og sýndi þegar óvanaleg efni til að tileinka sér tækni hljóðfærisins sem varð til þess að vandamenn hans sáu hvílíka hæfileika hann hafði. Hann komst á sextánda ári í skamma hríð til kennslu á Húsavík og fór sautján ára gamall til Akureyrar veturpart og fékk kennslu í píanóleik. Heim sneri hann og stofnaði á næstu árum kóra í heimahéraði sínu og lék á orgel í kirkjum. Hann fór ekki til náms suður til Reykjavíkur fyrr en um tvítugt og naut þá ókeypis leiðsagnar Páls Ísólfssonar sem þá var nýkominn heim frá námi í Þýskalandi. Tónlistarskóli Reykjavíkur var þá nýstofnaður og settist Árni þar á skólabekk og var með fyrstu nemendum sem útskrifaðist þaðan. Hann kastaði sér í tónlistarlíf bæjarins, lék með Hljómsveit Reykjavíkur og Lúðrasveit Alberts Klahn, kenndi á píanó og lék í danshljómsveitum. Tómstundir sínar nýtti hann til tónsmíða enda stefndi hugur hans þangað. Rétt fertugur axlar Árni sín skinn og fer út til Bretlands. Stríðið var í hámarki og auðsótt ungu fólki að komast að í breskum skólum: herskyldan og stríðið sáu til þess. British Councel gerði það sem þurfti til að sækja nemendur til nálægra landa og nutu Árni og margir yngri listamenn á Íslandi góðs af því og sóttu nám þessi árin til Bretlands. Árni hóf nám í Konunglega tónlistarskólanum í Manchester og lauk því á tveimur árum og sneri þá heim til Reykjavíkur. Næstu árin voru blómatími Árna. Íslenskt tónlistarlíf tók mikið stökk á eftirstríðsárunum og Árni var mikilvirkur í starfi sínu sem tónskáld: hann tók til verka í mörgum greinum tónbókmennta og hafði metnað til að vinna stærri verk en markaður og máttur voru til. Hafði hann hug á óperusmíð og var kominn með textahöfund með sér, Guðmund Daníelsson. Klippt var á frekari frama Árna þegar hann varð fyrir fólskulegri líkamsárás tveggja manna í Þingholtunum í Reykjavík. Hann var fyrir miklum höfuðhöggum og blæddi inn á heilann. Árásin var um langt árabil í minnum höfð meðal landsmanna sem einstakt ofbeldisverk sem átti sér fáar ef nokkrar hliðstæður. Áverkar Árna voru svo alvarlegir að hann var ekki nema hálfur maður: starfsgeta hans verulega skert, minni laskað: sjálfsagðir kunnugleikar við lestur og nána kunningja og vini voru horfnir. Hann varð að læra það upp á nýtt. Tónlistarhæfileika sínum og tónheyrn glataði hann ekki, en formgáfa hans var ekki söm og áður. Helga kona Árna reyndist honum slík stoð á seinni helmingi ævinnar að eftir var tekið. Á diskunum tveimur sem koma nú út með tilstyrk sjóða á borð við Minningarsjóð Margrétar Björgúlfsdóttur, Tónmenntasjóðs Tónskáldafélagsins og Menningarsjóðs FÍH auk framlaga fyrirtækja eru verk í flutningi íslenskra og enskra listamanna: Kammerkór Hafnarfjarðar syngur þrjú lög, Björg Þórhallsdóttir sópran syngur tvö lög og Gunnar Guðbjartsson sautján. Jóhanna Vigdís syngur þrjú danslög og Hátíðarhljómsveit sambands íslenskra lúðrasveita leikur þrjú lög. sérskipuð kammersveit flytur svítu fyrir strengi, James Lisney píanóleikari flytur fjögur verk og koma þau Jamie Martin flautleikari og Elizabeth Layton fiðluleikari við sögu í tveimur þeirra. Upptökur fóru fram hér heima og á Bretlandi. Ítarlegur bæklingur fylgir diskunum tveimur og er bæði á ensku og íslensku. Þar ritar barnabarn Árna, Davis Harald Cauthery, hugvekju og reynir að greina þá breytingu sem varð á högum Árna til tónsmíða eftir árásina og skaðann sem hann þoldi. Diskarnir geyma gott úrval tónsmíða Árna en ekki er getið um hvenær tónsmíðarnar voru unnar. Áheyrendum gefst því kostur að meta framlag Árna nú rúmri öld eftir að hann fæddist. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Minningarútgáfa með tónsmíðum Árna Björnssonar tónskálds er komin út á tveimur diskum sem geyma úrval tónsmíða hans: kammerverk, kór- og einsöngslög, auk þriggja dægurlaga sem hann samdi. Útgáfan er helguð minningum þeirra hjóna, Árna og Helgu konu hans. Er nú loks fáanlegt yfirlit um höfundarverk þessa virta tónlistarmanns sem hrifinn var frá verki á miðjum aldri. Árni var fæddur í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslum 1905. Hann ólst upp í fornu bændasamfélagi þar sem tónlistariðkun var af skornum skammti og möguleiki til tónlistarmenntunar enginn. Ungur heillaðist hann af orgelslætti og sýndi þegar óvanaleg efni til að tileinka sér tækni hljóðfærisins sem varð til þess að vandamenn hans sáu hvílíka hæfileika hann hafði. Hann komst á sextánda ári í skamma hríð til kennslu á Húsavík og fór sautján ára gamall til Akureyrar veturpart og fékk kennslu í píanóleik. Heim sneri hann og stofnaði á næstu árum kóra í heimahéraði sínu og lék á orgel í kirkjum. Hann fór ekki til náms suður til Reykjavíkur fyrr en um tvítugt og naut þá ókeypis leiðsagnar Páls Ísólfssonar sem þá var nýkominn heim frá námi í Þýskalandi. Tónlistarskóli Reykjavíkur var þá nýstofnaður og settist Árni þar á skólabekk og var með fyrstu nemendum sem útskrifaðist þaðan. Hann kastaði sér í tónlistarlíf bæjarins, lék með Hljómsveit Reykjavíkur og Lúðrasveit Alberts Klahn, kenndi á píanó og lék í danshljómsveitum. Tómstundir sínar nýtti hann til tónsmíða enda stefndi hugur hans þangað. Rétt fertugur axlar Árni sín skinn og fer út til Bretlands. Stríðið var í hámarki og auðsótt ungu fólki að komast að í breskum skólum: herskyldan og stríðið sáu til þess. British Councel gerði það sem þurfti til að sækja nemendur til nálægra landa og nutu Árni og margir yngri listamenn á Íslandi góðs af því og sóttu nám þessi árin til Bretlands. Árni hóf nám í Konunglega tónlistarskólanum í Manchester og lauk því á tveimur árum og sneri þá heim til Reykjavíkur. Næstu árin voru blómatími Árna. Íslenskt tónlistarlíf tók mikið stökk á eftirstríðsárunum og Árni var mikilvirkur í starfi sínu sem tónskáld: hann tók til verka í mörgum greinum tónbókmennta og hafði metnað til að vinna stærri verk en markaður og máttur voru til. Hafði hann hug á óperusmíð og var kominn með textahöfund með sér, Guðmund Daníelsson. Klippt var á frekari frama Árna þegar hann varð fyrir fólskulegri líkamsárás tveggja manna í Þingholtunum í Reykjavík. Hann var fyrir miklum höfuðhöggum og blæddi inn á heilann. Árásin var um langt árabil í minnum höfð meðal landsmanna sem einstakt ofbeldisverk sem átti sér fáar ef nokkrar hliðstæður. Áverkar Árna voru svo alvarlegir að hann var ekki nema hálfur maður: starfsgeta hans verulega skert, minni laskað: sjálfsagðir kunnugleikar við lestur og nána kunningja og vini voru horfnir. Hann varð að læra það upp á nýtt. Tónlistarhæfileika sínum og tónheyrn glataði hann ekki, en formgáfa hans var ekki söm og áður. Helga kona Árna reyndist honum slík stoð á seinni helmingi ævinnar að eftir var tekið. Á diskunum tveimur sem koma nú út með tilstyrk sjóða á borð við Minningarsjóð Margrétar Björgúlfsdóttur, Tónmenntasjóðs Tónskáldafélagsins og Menningarsjóðs FÍH auk framlaga fyrirtækja eru verk í flutningi íslenskra og enskra listamanna: Kammerkór Hafnarfjarðar syngur þrjú lög, Björg Þórhallsdóttir sópran syngur tvö lög og Gunnar Guðbjartsson sautján. Jóhanna Vigdís syngur þrjú danslög og Hátíðarhljómsveit sambands íslenskra lúðrasveita leikur þrjú lög. sérskipuð kammersveit flytur svítu fyrir strengi, James Lisney píanóleikari flytur fjögur verk og koma þau Jamie Martin flautleikari og Elizabeth Layton fiðluleikari við sögu í tveimur þeirra. Upptökur fóru fram hér heima og á Bretlandi. Ítarlegur bæklingur fylgir diskunum tveimur og er bæði á ensku og íslensku. Þar ritar barnabarn Árna, Davis Harald Cauthery, hugvekju og reynir að greina þá breytingu sem varð á högum Árna til tónsmíða eftir árásina og skaðann sem hann þoldi. Diskarnir geyma gott úrval tónsmíða Árna en ekki er getið um hvenær tónsmíðarnar voru unnar. Áheyrendum gefst því kostur að meta framlag Árna nú rúmri öld eftir að hann fæddist.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira