Tíska og hönnun

Rokkabillí brimbrettagæjar

Strákarnir voru allir farðaðir líkt og þeir hefðu brunnið og borið síðan á sig olíumikla sólarvörn.
Strákarnir voru allir farðaðir líkt og þeir hefðu brunnið og borið síðan á sig olíumikla sólarvörn.
Brimbrettagæjar voru Alexander McQueen greinilega hugleiknir er hann hannaði nýjustu herralínu sína sem sýnd var í Mílanó á dögunum.

Reyndar var innblásturinn í formi ljósmyndar frá 1961 af strák í svörtum jakkafötum á brimbretti. Útkoman var hrikalega töff blanda af rokkabillí og brettastíl. Einnig sáust keiluskór, peysur í sjóarastíl, skærir litir, hawai mynstur á jakkafötum, blautbúningar, hippalegar peysur og doppótt efni.

Sýningin var haldin í risastórri sundlaug og voru síðustu fyrirsæturnar í rennblautumjakkafötum líkt og þeirhefðu dottið ofan í laugina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.