Hver á hvað? 29. júní 2007 06:15 engin algild uppskrift er til um hvernig skipta á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga. Um tvær viðmiðanir í þeim efnum hefur eigi að síður ríkt ríkur samskilningur. Önnur er sú að sveitarfélögin annist sem mest af þeirri þjónustu sem stendur borgurunum næst. Hin segir að ekki megi slíta í sundur ákvörðunarvald og fjármálaábyrgð. Í þessum mánuði hafa komið mjög svo misvísandi skilaboð frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum ólík þjónustufyrirtæki sem þau reka. Á sjómannadaginn flutti formaður stjórnar Faxaflóahafna þjóðinni þann boðskap að flytja ætti sjávarútveg frá Akranesi og Reykjavík út á landsbyggðina. Yfirlýsing þessi vakti að vonum mikla athygli. Hún felur í sér að borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akraness séu fúsar til að fórna nokkru af sterkri efnahagsstöðu sinni í þágu veikari sjávarbyggða. Faxaflóahafnir hafa vald til aðgerða á þessu sviði upp á eigin spýtur án aðstoðar löggjafarvaldsins eða framkvæmdavaldsins. Frá því þessi tíðindi bárust þjóðinni liðu aðeins þrjár vikur þar til öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komu saman á öðrum samstarfsvettvangi til þess að setja fram kröfur á ríkisvaldið um fjárstuðning við strætisvagnasamgöngur á svæðinu. Rökstuðningurinn er sá að ríkið styður í einhverjum tilvikum almenningssamgöngur til veikari staða á landsbyggðinni. Erfitt er að fá rím í hugmyndafræðina að baki þessum ólíku yfirlýsingum. Krafan um þátttöku ríkisins í kostnaði við strætisvagna vekur aukheldur upp margs konar spurningar um verkaskiptingu, völd og fjármálaábyrgð, ríkis og sveitarfélaga. Strætisvagnasamgöngur eru að vísu ekki lögbundið opinbert skylduverkefni. Eðli máls samkvæmt hafa sveitarfélögin eigi að síður haft þær með höndum. Gild rök hafa ekki komið fram um að ríkissjóður eigi að taka við þessu viðfangsefni. Standi vilji manna á hinn bóginn til þess að ríkið taki við verkefninu þarf líka að gæta að þeirri meginreglu að saman fari ákvörðunarvald og fjármálaábyrgð. Með öðrum orðum: Það er ekki unnt að afhenda ríkinu fjárhagsvandann án þess að færa því veigamikið ákvörðunarvald í skipulagsmálum. Á undanförnum tveimur áratugum hafa nær allir stjórnmálaflokkar komið að stjórn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í aðalatriðum hafa þeir allir fylgt þeirri línu í umferðarskipulagsmálum að ákveða höfuðbrautir umferðarinnar í samræmi við ákvarðanir almennings um aukin bílakaup og láta ríkissjóð síðan borga brúsann í samræmi við lög þar að lútandi. Ríkið hefur í meginatriðum svarað þessum kröfum. Fyrir dyrum stendur stærsta umferðarmannvirkisframkvæmd Íslandssögunnar. Sennilega eru fleiri krónur bundnar í steinsteypu og malbiki vegna umferðar á höfuðborgarsvæðinu en í nokkurri annarri borg að jöfnum mannfjölda. Gott eitt er um það að segja. Af sjálfu leiðir hins vegar að strætisvagnarnir hafa tæmst þótt fleira komi þar til. Sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa fellt niður fargjald fyrir tiltekna hópa. Eitt þeirra hefur fellt öll fargjöld niður. Þegar þar er komið er ákveðið að banka á hornhurðina á Arnarhváli. Fjármálaráðherra hefur réttilega skotið skildi fyrir skattborgarana í þessu máli. Í komandi viðræðum má hann gjarnan kalla eftir nýrri hugsun um lausn á þessum augljósa vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
engin algild uppskrift er til um hvernig skipta á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga. Um tvær viðmiðanir í þeim efnum hefur eigi að síður ríkt ríkur samskilningur. Önnur er sú að sveitarfélögin annist sem mest af þeirri þjónustu sem stendur borgurunum næst. Hin segir að ekki megi slíta í sundur ákvörðunarvald og fjármálaábyrgð. Í þessum mánuði hafa komið mjög svo misvísandi skilaboð frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum ólík þjónustufyrirtæki sem þau reka. Á sjómannadaginn flutti formaður stjórnar Faxaflóahafna þjóðinni þann boðskap að flytja ætti sjávarútveg frá Akranesi og Reykjavík út á landsbyggðina. Yfirlýsing þessi vakti að vonum mikla athygli. Hún felur í sér að borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akraness séu fúsar til að fórna nokkru af sterkri efnahagsstöðu sinni í þágu veikari sjávarbyggða. Faxaflóahafnir hafa vald til aðgerða á þessu sviði upp á eigin spýtur án aðstoðar löggjafarvaldsins eða framkvæmdavaldsins. Frá því þessi tíðindi bárust þjóðinni liðu aðeins þrjár vikur þar til öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komu saman á öðrum samstarfsvettvangi til þess að setja fram kröfur á ríkisvaldið um fjárstuðning við strætisvagnasamgöngur á svæðinu. Rökstuðningurinn er sá að ríkið styður í einhverjum tilvikum almenningssamgöngur til veikari staða á landsbyggðinni. Erfitt er að fá rím í hugmyndafræðina að baki þessum ólíku yfirlýsingum. Krafan um þátttöku ríkisins í kostnaði við strætisvagna vekur aukheldur upp margs konar spurningar um verkaskiptingu, völd og fjármálaábyrgð, ríkis og sveitarfélaga. Strætisvagnasamgöngur eru að vísu ekki lögbundið opinbert skylduverkefni. Eðli máls samkvæmt hafa sveitarfélögin eigi að síður haft þær með höndum. Gild rök hafa ekki komið fram um að ríkissjóður eigi að taka við þessu viðfangsefni. Standi vilji manna á hinn bóginn til þess að ríkið taki við verkefninu þarf líka að gæta að þeirri meginreglu að saman fari ákvörðunarvald og fjármálaábyrgð. Með öðrum orðum: Það er ekki unnt að afhenda ríkinu fjárhagsvandann án þess að færa því veigamikið ákvörðunarvald í skipulagsmálum. Á undanförnum tveimur áratugum hafa nær allir stjórnmálaflokkar komið að stjórn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í aðalatriðum hafa þeir allir fylgt þeirri línu í umferðarskipulagsmálum að ákveða höfuðbrautir umferðarinnar í samræmi við ákvarðanir almennings um aukin bílakaup og láta ríkissjóð síðan borga brúsann í samræmi við lög þar að lútandi. Ríkið hefur í meginatriðum svarað þessum kröfum. Fyrir dyrum stendur stærsta umferðarmannvirkisframkvæmd Íslandssögunnar. Sennilega eru fleiri krónur bundnar í steinsteypu og malbiki vegna umferðar á höfuðborgarsvæðinu en í nokkurri annarri borg að jöfnum mannfjölda. Gott eitt er um það að segja. Af sjálfu leiðir hins vegar að strætisvagnarnir hafa tæmst þótt fleira komi þar til. Sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa fellt niður fargjald fyrir tiltekna hópa. Eitt þeirra hefur fellt öll fargjöld niður. Þegar þar er komið er ákveðið að banka á hornhurðina á Arnarhváli. Fjármálaráðherra hefur réttilega skotið skildi fyrir skattborgarana í þessu máli. Í komandi viðræðum má hann gjarnan kalla eftir nýrri hugsun um lausn á þessum augljósa vanda.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun