Skattur? Nei, gjald 28. júní 2007 06:00 Borgarstjórinn í London, Ken Livingstone, lagði fyrir nokkrum árum umferðargjald á ökumenn í London til að draga úr umferðarþunganum í miðborginni, enda var hann orðinn nær óbærilegur. Það var eins og hendi væri veifað: umferðin um borgina er nú miklu greiðari en áður, því að nú greiða menn gjald fyrir tafirnar, sem þeir leggja hver á annan með misþörfum akstri. Gjaldið nemur nú um þúsund krónum á bíl á dag. Það hrífur. London er nú dásamlegri en nokkru sinni fyrr. Unaðssemdir lífsins eru þó ekki alltaf teknar út með sældinni. Bandaríska sendiráðið í London neitar að greiða gjaldið og hefur hlaðið upp 200 milljón króna skuld, sem hækkar dag frá degi. Sendiráðið greiddi gjaldið möglunarlaust í fyrstu, og það hefur einnig greitt umferðargjöld fyrir bíla í kyrrstöðu, öðru nafni stöðumælagjöld. Frá miðju ári 2005 hefur Kaninn þó neitað að standa í skilum með þeim rökum, að umferðargjaldið sé skattur og sendiráð séu undanþegin sköttum. Sem sagt: sendiráðið greiðir mótþróalaust gjald fyrir bíla í kyrrstöðu, en þegar borgarstjórnin í London tekur loksins upp sams konar gjald fyrir bíla á hreyfingu til að létta borgarbúum lífið og gestum þeirra, fer sendiherra Bandaríkjanna í baklás, neitar að borga og ber því við, að gjaldið sé skattur.Upplognar forsendurBoðskapurinn í sögunni er tvíþættur. Í fyrsta lagi þarf að nefna hlutina réttum nöfnum. Þegar gjald er tekið fyrir veitta þjónustu, í þessu dæmi fyrir aðgang að götunum í London, er það rétt nefnt gjald og ekki skattur. Almenn ákvæði um skatta eiga því ekki við um slíka gjaldheimtu, ekki frekar en þau eiga við um gjaldið, sem ég reiði fram, þegar ég fer til rakarans.Þó reyndu íslenzkir útvegsmenn og erindrekar þeirra á Alþingi að skjóta sér í lengstu lög undan veiðigjaldi fyrir aðganginn að sameiginlegum fiskimiðum þjóðarinnar með því að lýsa gjaldinu ranglega sem skattlagningu á sjávarútveginn. En þeir töpuðu þeim slag, enda hefur veiðigjald nú fyrir nokkru verið leitt í lög, þótt það sé enn of lágt. Gjaldið þarf að bíta til að gera fullt gagn.Í annan stað hefur Bandaríkjastjórn undir stjórn Bush forseta hegðað sér eins og fylliraftur í fermingarveizlu og komið sér út úr húsi um allan heim, jafnvel í London, þar sem Bandaríkjamenn hafa hingað til átt velvild að fagna. Þeir búa nú til ófrið úr öllu, það er þeirra stíll, og einatt á upplognum forsendum, með því til dæmis að kalla gjald fyrir veitta þjónustu skatt til að skjóta sér undan greiðslum. Bandaríkjamenn hafa ekki heldur staðið skil á skuldum sínum við Sameinuðu þjóðirnar.Þverrandi þorskurSigur veiðigjaldsmanna í baráttunni um fiskveiðistjórnina hér heima var samt ekki nema sigur að nafninu til, sigur til hálfs. Við höfðum gjaldið í gegn, en það er þó enn aðeins til málamynda. Hafrannsóknastofnun hefur nú lagt til stórfelldan niðurskurð á þorskveiðum eina ferðina enn.Nauðsyn slíks niðurskurðar var fyrirséð. Núgildandi kvótakerfi án veiðigjalds nema að nafninu til hvetur fiskimenn til brottkasts, því að þeir reyna eftir föngum að fylla kvótana sína með verðmætum fiski og fleygja því undirmálsfiski í stórum stíl. Flestir vita um þetta, en fáir vilja gangast við því, þar eð brottkast varðar við lög. Í vel útfærðu veiðigjaldskerfi borgar sig oftast nær að koma með allan veiddan fisk á land, ef gjaldið er miðað við aflaverðmæti frekar en aflamagn. Núgildandi kvótakerfi er eins og önnur skömmtunarkerfi: það gerir marga þátttakendur í leiknum að sakamönnum, sem sveipa sig með ósannindum í sjálfsvörn. Og fiskstofnarnir fjara út.Áður fyrr þótti fólki við sjávarsíðuna það ekki vera tiltökumál að færa sig stað úr stað, elta fiskinn eða fá sér aðra vinnu, ef afli brást. Þetta er saga Flateyrar, Siglufjarðar, Raufarhafnar, Þórshafnar, Vestmannaeyja og fleiri staða. Duttlungar náttúrunnar réðu miklu um þróun byggðar um landið. Nútímafólk unir því síður að eltast við duttlunga einstakra útvegsmanna, sem flytja kvóta milli staða án þess að skeyta um fólkið, sem vinnur verkin. Það unir því enn síður að missa vinnuna og aleiguna af manna völdum. Ef fiskveiðunum hefði frá öndverðu verið stýrt með vel útfærðu veiðigjaldi, væri þorskstofninn varla í þeirri útrýmingarhættu, sem vofir nú yfir honum.Og þá hefði verið hægt að verja ávöxtum aukinnar hagkvæmni í útgerð - veiðigjaldstekjunum! - í almannaþágu, líkt og til dæmis tekjunum af umferðargjaldinu í London hefur verið varið til samgöngubóta þar í borg. Alþingi hafnaði þessu sjónarmiði á sínum tíma og ákvað heldur að afhenda völdum útvegsmönnum kvótann án endurgjalds, en þingið reyndi síðan að bæta ásjónu sína með lögfestingu lítils háttar veiðigjalds eftir dúk og disk. Afleiðingarnar blasa nú við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Borgarstjórinn í London, Ken Livingstone, lagði fyrir nokkrum árum umferðargjald á ökumenn í London til að draga úr umferðarþunganum í miðborginni, enda var hann orðinn nær óbærilegur. Það var eins og hendi væri veifað: umferðin um borgina er nú miklu greiðari en áður, því að nú greiða menn gjald fyrir tafirnar, sem þeir leggja hver á annan með misþörfum akstri. Gjaldið nemur nú um þúsund krónum á bíl á dag. Það hrífur. London er nú dásamlegri en nokkru sinni fyrr. Unaðssemdir lífsins eru þó ekki alltaf teknar út með sældinni. Bandaríska sendiráðið í London neitar að greiða gjaldið og hefur hlaðið upp 200 milljón króna skuld, sem hækkar dag frá degi. Sendiráðið greiddi gjaldið möglunarlaust í fyrstu, og það hefur einnig greitt umferðargjöld fyrir bíla í kyrrstöðu, öðru nafni stöðumælagjöld. Frá miðju ári 2005 hefur Kaninn þó neitað að standa í skilum með þeim rökum, að umferðargjaldið sé skattur og sendiráð séu undanþegin sköttum. Sem sagt: sendiráðið greiðir mótþróalaust gjald fyrir bíla í kyrrstöðu, en þegar borgarstjórnin í London tekur loksins upp sams konar gjald fyrir bíla á hreyfingu til að létta borgarbúum lífið og gestum þeirra, fer sendiherra Bandaríkjanna í baklás, neitar að borga og ber því við, að gjaldið sé skattur.Upplognar forsendurBoðskapurinn í sögunni er tvíþættur. Í fyrsta lagi þarf að nefna hlutina réttum nöfnum. Þegar gjald er tekið fyrir veitta þjónustu, í þessu dæmi fyrir aðgang að götunum í London, er það rétt nefnt gjald og ekki skattur. Almenn ákvæði um skatta eiga því ekki við um slíka gjaldheimtu, ekki frekar en þau eiga við um gjaldið, sem ég reiði fram, þegar ég fer til rakarans.Þó reyndu íslenzkir útvegsmenn og erindrekar þeirra á Alþingi að skjóta sér í lengstu lög undan veiðigjaldi fyrir aðganginn að sameiginlegum fiskimiðum þjóðarinnar með því að lýsa gjaldinu ranglega sem skattlagningu á sjávarútveginn. En þeir töpuðu þeim slag, enda hefur veiðigjald nú fyrir nokkru verið leitt í lög, þótt það sé enn of lágt. Gjaldið þarf að bíta til að gera fullt gagn.Í annan stað hefur Bandaríkjastjórn undir stjórn Bush forseta hegðað sér eins og fylliraftur í fermingarveizlu og komið sér út úr húsi um allan heim, jafnvel í London, þar sem Bandaríkjamenn hafa hingað til átt velvild að fagna. Þeir búa nú til ófrið úr öllu, það er þeirra stíll, og einatt á upplognum forsendum, með því til dæmis að kalla gjald fyrir veitta þjónustu skatt til að skjóta sér undan greiðslum. Bandaríkjamenn hafa ekki heldur staðið skil á skuldum sínum við Sameinuðu þjóðirnar.Þverrandi þorskurSigur veiðigjaldsmanna í baráttunni um fiskveiðistjórnina hér heima var samt ekki nema sigur að nafninu til, sigur til hálfs. Við höfðum gjaldið í gegn, en það er þó enn aðeins til málamynda. Hafrannsóknastofnun hefur nú lagt til stórfelldan niðurskurð á þorskveiðum eina ferðina enn.Nauðsyn slíks niðurskurðar var fyrirséð. Núgildandi kvótakerfi án veiðigjalds nema að nafninu til hvetur fiskimenn til brottkasts, því að þeir reyna eftir föngum að fylla kvótana sína með verðmætum fiski og fleygja því undirmálsfiski í stórum stíl. Flestir vita um þetta, en fáir vilja gangast við því, þar eð brottkast varðar við lög. Í vel útfærðu veiðigjaldskerfi borgar sig oftast nær að koma með allan veiddan fisk á land, ef gjaldið er miðað við aflaverðmæti frekar en aflamagn. Núgildandi kvótakerfi er eins og önnur skömmtunarkerfi: það gerir marga þátttakendur í leiknum að sakamönnum, sem sveipa sig með ósannindum í sjálfsvörn. Og fiskstofnarnir fjara út.Áður fyrr þótti fólki við sjávarsíðuna það ekki vera tiltökumál að færa sig stað úr stað, elta fiskinn eða fá sér aðra vinnu, ef afli brást. Þetta er saga Flateyrar, Siglufjarðar, Raufarhafnar, Þórshafnar, Vestmannaeyja og fleiri staða. Duttlungar náttúrunnar réðu miklu um þróun byggðar um landið. Nútímafólk unir því síður að eltast við duttlunga einstakra útvegsmanna, sem flytja kvóta milli staða án þess að skeyta um fólkið, sem vinnur verkin. Það unir því enn síður að missa vinnuna og aleiguna af manna völdum. Ef fiskveiðunum hefði frá öndverðu verið stýrt með vel útfærðu veiðigjaldi, væri þorskstofninn varla í þeirri útrýmingarhættu, sem vofir nú yfir honum.Og þá hefði verið hægt að verja ávöxtum aukinnar hagkvæmni í útgerð - veiðigjaldstekjunum! - í almannaþágu, líkt og til dæmis tekjunum af umferðargjaldinu í London hefur verið varið til samgöngubóta þar í borg. Alþingi hafnaði þessu sjónarmiði á sínum tíma og ákvað heldur að afhenda völdum útvegsmönnum kvótann án endurgjalds, en þingið reyndi síðan að bæta ásjónu sína með lögfestingu lítils háttar veiðigjalds eftir dúk og disk. Afleiðingarnar blasa nú við.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun