Viðskipti erlent

Greiða ekki bónus

Carlos Ghosn, forstjóri Nissan, segir framkvæmdastjóra fyrirtækisins ekki fá bónusgreiðslur fyrir síðasta ár vegna slaks gengis fyrirtækisins.
Carlos Ghosn, forstjóri Nissan, segir framkvæmdastjóra fyrirtækisins ekki fá bónusgreiðslur fyrir síðasta ár vegna slaks gengis fyrirtækisins. Mynd/AFP

Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar ekki að greiða framkvæmdastjórum fyrirtækisins bónus fyrir síðasta ár og undanfarin ár. Ástæðan er dræm sala á nýjum bílum undir merkjum Nissan og samdráttur hjá fyrirtækinu í fyrra, sem er sá fyrsti á sjö árum.

Carlos Ghosn, forstjóri Nissan, sagði á hluthafafundi fyrirtækisins í Tókíó í vikunni að ákvörðunin sýni að yfirstjórn fyrirtækisins beri ábyrgð á slöku gengi fyrirtækisins upp á síðkastið.

„Við tökum ábyrgð okkar alvarlega," sagði hann á fundinum en bætti við að árið lofaði góðu fyrir Nissan og reikni hann með að hagnaðurinn aukist um fjögur prósent. Að hans sögn felst hluti hagnaðarins í þróun á umhverfisvænni tækni og smíði ódýrra og sparneytinna bíla á Indlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×