Nafn lækkar laun um tíu prósent 21. júní 2007 00:15 Niðurstöður rannsóknar þar sem leitast var við að skýra svokallaðan óútskýrðan launamun kynjanna eru sláandi. Rannsóknin var unnin við Háskólann í Reykjavík og niðurstöður hennar kynntar á hinum séríslenska kvennadegi 19. júní. Samkvæmt nýlegri könnun Capacent er óútskýrður launamunur kynjanna tæplega 16%. Ef marka má hina nýju rannsókn Háskólans í Reykjavík má útskýra verulegan hluta af þessum launamun með væntingum, bæði stjórnanda og umsækjanda, sem stafa af kynferði umsækjanda eingöngu. Þátttakendurnir í rannsókn Háskólans í Reykjavík voru af báðum kynjum. Í rannsókninni var spurt um laun sem umsækjanda yrðu boðin og hvað líklegt þætti að hann myndi þiggja. Sömuleiðis var kannað hvað þátttakendur myndu ráðleggja frænku sinni eða frænda að biðja um í laun, meta hvað viðkomandi yrði boðið og loks hvað hann myndi sætta sig við. Í öllum tilvikum búast þátttakendur við að konur fái lægri laun en karlar. Þátttakendur bjóða einnig konum lægri laun en körlum, telja að konur þiggi lægri laun og ráðleggja frænkum að þiggja lægri laun en frændum. Í heild gefa niðurstöðurnar til kynna að starfsmaður með kvenmannsnafn megi búast við tíu til tólf prósent lægri laun en ef hann ber karlmannsnafn. Rétt er að taka aftur fram að þátttakendur voru af báðum kynjum. Og vitanlega er það mest sláandi í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki aðeins búast konur við að konur sætti sig við lægri laun en karlar, og ráðleggja konum að þiggja lægri laun en körlum, heldur er það beinlínis svo að séu þær launagreiðendamegin við borðið þá bjóða þær konum lægri laun en þær myndu bjóða karli fyrir sambærilegt starf. Erfitt er að gera sér grein fyrir ástæðum þessa, ekki síst í ljósi þess hversu umræðan um launamun kynjanna hefur verið mikil undangengin misseri. Líklegast er þó að viðteknar hefðir samfélagsins þvælist þarna fyrir bæði konum og körlum. Í ágætu erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt á hátíðarfundi í kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum í tilefni 19. júní ræddi hún meðal annars um hlýðni kvenna sem hún taldi nóg vera komið af. Hugsanlega er hlýðni, eða einbeittur vilji til að standa sig og laga að stjórnunarstíl karla, einmitt skýringin á því að jafnvel konum sem sitja í stóli starfsmannastjóra finnst eðlilegt að bjóða konu sem þær ráða til starfa lægri laun en karli sem þær væru að ráða í sambærilegt starf. Að minnsta kosti er erfitt að kyngja því að konur treysti ekki öðrum konum, ekki einu sinni sínum eigin frænkum, jafnvel til að standa sig í starfi eins og þær treysta körlum. Hver sem skýringin er þá er ljóst að á þessu verður að vinna. Óhætt er að minnsta kosti að taka undir með aðstandendum rannsóknarinnar sem hvetja til frekari rannsókna á óútskýrðum launamun kynjanna. Svo þarf að ganga til verka og leiðrétta þennan mun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Niðurstöður rannsóknar þar sem leitast var við að skýra svokallaðan óútskýrðan launamun kynjanna eru sláandi. Rannsóknin var unnin við Háskólann í Reykjavík og niðurstöður hennar kynntar á hinum séríslenska kvennadegi 19. júní. Samkvæmt nýlegri könnun Capacent er óútskýrður launamunur kynjanna tæplega 16%. Ef marka má hina nýju rannsókn Háskólans í Reykjavík má útskýra verulegan hluta af þessum launamun með væntingum, bæði stjórnanda og umsækjanda, sem stafa af kynferði umsækjanda eingöngu. Þátttakendurnir í rannsókn Háskólans í Reykjavík voru af báðum kynjum. Í rannsókninni var spurt um laun sem umsækjanda yrðu boðin og hvað líklegt þætti að hann myndi þiggja. Sömuleiðis var kannað hvað þátttakendur myndu ráðleggja frænku sinni eða frænda að biðja um í laun, meta hvað viðkomandi yrði boðið og loks hvað hann myndi sætta sig við. Í öllum tilvikum búast þátttakendur við að konur fái lægri laun en karlar. Þátttakendur bjóða einnig konum lægri laun en körlum, telja að konur þiggi lægri laun og ráðleggja frænkum að þiggja lægri laun en frændum. Í heild gefa niðurstöðurnar til kynna að starfsmaður með kvenmannsnafn megi búast við tíu til tólf prósent lægri laun en ef hann ber karlmannsnafn. Rétt er að taka aftur fram að þátttakendur voru af báðum kynjum. Og vitanlega er það mest sláandi í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki aðeins búast konur við að konur sætti sig við lægri laun en karlar, og ráðleggja konum að þiggja lægri laun en körlum, heldur er það beinlínis svo að séu þær launagreiðendamegin við borðið þá bjóða þær konum lægri laun en þær myndu bjóða karli fyrir sambærilegt starf. Erfitt er að gera sér grein fyrir ástæðum þessa, ekki síst í ljósi þess hversu umræðan um launamun kynjanna hefur verið mikil undangengin misseri. Líklegast er þó að viðteknar hefðir samfélagsins þvælist þarna fyrir bæði konum og körlum. Í ágætu erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt á hátíðarfundi í kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum í tilefni 19. júní ræddi hún meðal annars um hlýðni kvenna sem hún taldi nóg vera komið af. Hugsanlega er hlýðni, eða einbeittur vilji til að standa sig og laga að stjórnunarstíl karla, einmitt skýringin á því að jafnvel konum sem sitja í stóli starfsmannastjóra finnst eðlilegt að bjóða konu sem þær ráða til starfa lægri laun en karli sem þær væru að ráða í sambærilegt starf. Að minnsta kosti er erfitt að kyngja því að konur treysti ekki öðrum konum, ekki einu sinni sínum eigin frænkum, jafnvel til að standa sig í starfi eins og þær treysta körlum. Hver sem skýringin er þá er ljóst að á þessu verður að vinna. Óhætt er að minnsta kosti að taka undir með aðstandendum rannsóknarinnar sem hvetja til frekari rannsókna á óútskýrðum launamun kynjanna. Svo þarf að ganga til verka og leiðrétta þennan mun.