Hertar reglur innan ESB 5. júní 2007 03:00 Fjölmörg efni eru búin til og seld án þess að framleiðendur og neytendur geri sér fyllilega grein fyrir langtímaáhrifum þeirra. Nú hafa tekið gildi hertar reglur um rannsóknir á framleiddum efnum. Rannsóknirnar kosta 600 milljarða. Evrópusambandið hefur samþykkt hertar reglur er varða rannsóknir á framleiddum efnum sem seld eru innan bandalagsins. Þessi efni eru allt frá lakki til snefilefna í hárnæringu. Þetta gerir það að verkum að prófa þarf gríðarlegan fjölda efna. Reglurnar hafa einnig þá breytingu í för með sér að það kemur í hlut framleiðenda að sanna að efnin séu skaðlaus en hingað til hefur það verið yfirvalda að sanna skaðsemi þeirra. Kostnaður rannsóknanna er talinn um 600 milljarðar en á þeim ellefu árum sem framleiðendur hafa til að aðlagast nýju reglunum áætlar ESB að 5.800 milljarðar sparist í heilbrigðiskerfi aðildarlanda sinna vegna breytinganna. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Nú hafa tekið gildi hertar reglur um rannsóknir á framleiddum efnum. Rannsóknirnar kosta 600 milljarða. Evrópusambandið hefur samþykkt hertar reglur er varða rannsóknir á framleiddum efnum sem seld eru innan bandalagsins. Þessi efni eru allt frá lakki til snefilefna í hárnæringu. Þetta gerir það að verkum að prófa þarf gríðarlegan fjölda efna. Reglurnar hafa einnig þá breytingu í för með sér að það kemur í hlut framleiðenda að sanna að efnin séu skaðlaus en hingað til hefur það verið yfirvalda að sanna skaðsemi þeirra. Kostnaður rannsóknanna er talinn um 600 milljarðar en á þeim ellefu árum sem framleiðendur hafa til að aðlagast nýju reglunum áætlar ESB að 5.800 milljarðar sparist í heilbrigðiskerfi aðildarlanda sinna vegna breytinganna.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira