Tónlist

Dúopp-lag í loftið

Grallararnir í Baggalúti hafa gefið út lagið Sof þú mér hjá.
Grallararnir í Baggalúti hafa gefið út lagið Sof þú mér hjá.

Grallararnir í Baggalúti hafa gefið út lagið Sof þú mér hjá. Lagið er tileinkað íslenskum táningum og er ætlað sem innlegg í þá fábreytnu unglingamenningu sem þrífst hérlendis.

„Við sátum og vorum að hlusta á gamlar Frank Zappa-plötur. Hann var svolítið í því að taka dúopp-lög svokölluð. Þetta er svona fiftís lummurokk, þótt þetta sé ekki alveg eins súrrealískt og hjá honum. Við ákváðum að prófa eitt svona lag,“ segir Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason sem er höfundur lags og texta.

Heimasíðan baggalutur.is fer í sumarfrí á föstudag og stendur það líklega yfir þangað til í byrjun september. Bragi segir að ýmislegt hafi verið í gangi á síðunni að undanförnu, svona rétt fyrir fríið. „Þarna er heimsendaspá og undarlegir atburðir í gangi, hvort sem það er reykingabann eða yfirvofandi árás geimvera í loftinu,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.