Hátíðarveisla fyrir fiskunnendur 31. maí 2007 07:00 Í tilefni af Hátíð hafsins bjóða tíu veitingastaðir í miðborginni upp á sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. MYND/GVA Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastaðir í miðborginni með sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. Fiskiveislan mæltist vel fyrir í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Á matseðlum veitingahúsanna má finna rétti á borð við hunangsgljáðan íslenskan demantssmokkfisk, engifermarineraðan hlýra og pestóhjúpaðan steinbít með humarsósu, svo örfáir réttir séu nefndir. Utan fiskiveislunnar munu veitingastaðir við höfnina bjóða gestum og gangandi sérstök tilboð. Þar á meðal eru Icelandic fish and chips, Sushismiðjan, Sjávarbarinn og Sægreifinn, sem býður rómaða humarsúpu sína á hátíðartilboði. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastaðir í miðborginni með sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. Fiskiveislan mæltist vel fyrir í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Á matseðlum veitingahúsanna má finna rétti á borð við hunangsgljáðan íslenskan demantssmokkfisk, engifermarineraðan hlýra og pestóhjúpaðan steinbít með humarsósu, svo örfáir réttir séu nefndir. Utan fiskiveislunnar munu veitingastaðir við höfnina bjóða gestum og gangandi sérstök tilboð. Þar á meðal eru Icelandic fish and chips, Sushismiðjan, Sjávarbarinn og Sægreifinn, sem býður rómaða humarsúpu sína á hátíðartilboði.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira