Stórar tilfinningar hjá Myst 31. maí 2007 07:30 Hjónin Kolbrún Eva Viktorsdóttir og Haraldur G. Ásmundsson skipa hljómsveitina Myst. MYND/GVA Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy. Myst hefur átt fjögur lög sem hafa fengið mikla spilun í útvarpinu, þar á meðal Here For You, sem var mest spilaða lagið á Bylgjunni árið 2005. Vissu þá fáir að þar væri á ferðinni íslensk hljómsveit. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin plata og hvert lag á sér sögu,“ segir söngkonan Kolbrún Eva. „Þegar við spilum á tónleikum gætum við örugglega talað í tvær mínútur á undan hverju einasta lagi.“ Eitt laganna, Angel Like You, er til að mynda samið til minningar um bróður Kolbrúnar Evu sem lést ungur að aldri árið 1988. Jón Ólafsson og Arnar Guðjónsson úr Leaves sáu um upptökustjórn plötunnar og eru þau Kolbrún Eva og Haraldur hæstánægð með framlag þeirra. Bróðir Kolbrúnar, Sigurvin Sindri, kemur einnig við sögu á plötunni sem gítarleikari, ásamt þeim Hermanni Alberti Jónssyni, bassaleikara, Arnari Guðjónssyni, Jóhanni Hjörleifssyni, Guðmundi Péturssyni, Jóni Ólafssyni og Friðriki Sturlusyni. Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Dúettinn Myst hefur gefið út sína fyrstu plötu, Take Me With You, með aðstoð Smekkleysu. Myst, sem er skipuð hjónunum Kolbrúnu Evu Viktorsdóttur og Haraldi G. Ásmundssyni, hefur verið starfandi í um það bil fjögur ár og hefur platan verið í vinnslu nánast frá þeim tíma. Spilar sveitin rólegheita popp undir ýmiss konar áhrifum, meðal annars frá Bítlunum, Emilíönu Torrini og Evu Cassidy. Myst hefur átt fjögur lög sem hafa fengið mikla spilun í útvarpinu, þar á meðal Here For You, sem var mest spilaða lagið á Bylgjunni árið 2005. Vissu þá fáir að þar væri á ferðinni íslensk hljómsveit. „Þetta er mjög tilfinningaþrungin plata og hvert lag á sér sögu,“ segir söngkonan Kolbrún Eva. „Þegar við spilum á tónleikum gætum við örugglega talað í tvær mínútur á undan hverju einasta lagi.“ Eitt laganna, Angel Like You, er til að mynda samið til minningar um bróður Kolbrúnar Evu sem lést ungur að aldri árið 1988. Jón Ólafsson og Arnar Guðjónsson úr Leaves sáu um upptökustjórn plötunnar og eru þau Kolbrún Eva og Haraldur hæstánægð með framlag þeirra. Bróðir Kolbrúnar, Sigurvin Sindri, kemur einnig við sögu á plötunni sem gítarleikari, ásamt þeim Hermanni Alberti Jónssyni, bassaleikara, Arnari Guðjónssyni, Jóhanni Hjörleifssyni, Guðmundi Péturssyni, Jóni Ólafssyni og Friðriki Sturlusyni.
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp