Tónlist

Spila á Mini-Airwaves

Hljómsveitin GusGus spilar á Mini-Airwaves 1. júní.
Hljómsveitin GusGus spilar á Mini-Airwaves 1. júní.

Hljómsveitirnar GusGus og FM Belfast troða upp á sérstöku Iceland Airwaves-kvöldi í Kaupmannahöfn föstudaginn 1. júní undir yfirskriftinni Mini-Airwaves. Einnig koma fram frönsku raftónlistarmennirnir Spitzer, DJ Nil + Paral-lel og plötusnúðarnir Kasper Björke, Jack Schidt, Teki & Orgasmx.

Tónleikarnir verða haldnir á skemmtistaðnum Vega í miðborg Kaupmannahafnar. Tilgangurinn með þeim er að færa hluta af Airwaves-stemningunni út fyrir landsteinana og kynna hátíðina fyrir Kaupmannahafnarbúum. Icelandair býður upp á pakkaferðir á tónleikana frá Íslandi á 29.900 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.