Tónlist

Trentemøller á morgun

Hinn danski Trentemöller snýr plötum í góðum hóp annarra snúða.
Hinn danski Trentemöller snýr plötum í góðum hóp annarra snúða.

Danski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Trentemøller spilar á Gauknum annað kvöld.

Plata hans The Last Resort sem kom út á síðasta ári vakti mikla athygli og var valin ein af bestu plötum ársins í ársuppgjöri margra raftónlistartímarita.

Þetta er í annað skipti sem Trentemøller spilar hér á landi. Síðast þegar hann spilaði var hann með hljómsveit með sér en í þetta skipti tekur hann plötusafnið sitt með sér og spilar fyrir landann.

Møllerinn er að sögn fróðra manna ekki lakari plötusnúður en tónlistarmaður og kann að halda fólki í gírnum.

Trentemøller verður ekki einn um hituna á laugardaginn. Þar snúa einnig skífum Jack Schidt, Gus Gus dj-ar, og erlendu snúðarnir Yvonne Coco, Kasper Bjorke og Barcode. Allt er þetta með eindæmum hresst fólk og má búast við miklu stuði.

Miðasala á tónleikana fer fram á Midi.is og í verslunum Skífunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.