Menning

Bobby Breiðholt opnar sýningu

Bobby Breiðholt opnar myndlistar­sýningu í Nakta apanum.
Bobby Breiðholt opnar myndlistar­sýningu í Nakta apanum.

„Þetta er fyrsta einkasýningin mín,“ segir myndlistarmaðurinn Björn Þór Björnsson, sem kallar sig Bobby Breiðholt. „Hún heitir allskyns/all sorts og er í Nakta apanum,“ segir Bobby um sýninguna.

Á sýningunni eru myndverk ýmiss konar sem Bobby hefur verið að vinna að á síðustu misserum. Þar á meðal eru teikningar af ýmsu dóti svo sem hljóðsnældum, klukkum og búsáhöldum, hlutum sem oftar en ekki eru taldir verðlaust skran en Bobby lítur á sem hin mestu djásn.

„Ég er haldinn söfnunarþráhyggju á háu stigi. Ég er reyndar ekki ennþá kominn á það stig að slökkviliðið finni mig kraminn undir hrúgu af rusli og gömlum dagblöðum, en áhugi minn á hvers kyns litríku glingri þykir lítt heilbrigður,“ segir Bobby hress.

Sýningin verður opnuð á laugar­daginn kl. 18 í versluninni Nakta apanum, Bankastræti 14.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.