Holl og syndsamleg súkkulaðikaka 17. maí 2007 09:30 Þóra leggur mikið upp úr hollustu í eldhúsinu. Klessukakan sænska, sem er eins og súkkulaði að innan, er því bökuð með spelti, hrásykri og glútenlausu vínsteinslyftidufti. MYND/Vilhelm Leirlistakonan Þóra Breiðfjörð bakar syndsamlega góða súkkulaðiköku af sænsku ætterni og leggur mikið upp úr að matur sé fallega á borð borinn. „Ég er alveg veik í súkkulaði og mér finnst svona súkkulaðikökur alveg syndsamlega góðar. Þessi er æði,“ sagði Þóra með þunga. Móðir Þóru býr í Svíþjóð, þangað sem kakan á rætur sínar að rekja. „Hún er í rauninni holl,“ sagði Þóra, sem bakar kökuna með spelti, hrásykri og glútenlausu vínsteinslyftidufti. „Ef maður notar hrásykur verður kakan líka mýkri innan í, nánast eins og súkkulaði. Það er líka rosalega gott að bera hana fram með ís,“ útskýrði hún. Þó er að sjálfsögðu leyfilegt að nota venjulegt lyftiduft og hvítan sykur, ef svo ber undir. Þóra leggur mikið upp úr hollustu í eldhúsinu. „Ég er svo mikill gemlingur á mat sjálf, ég þoli ekki allt, svo ég reyni að borða sem hreinastan mat,“ sagði Þóra. „Ég elda mikið af fiski og svo er ég að myndast við að baka brauð líka. Þá nota ég spelt. Ég er svona að viða að mér brauðuppskriftum og gerast róttækari í brauðgerðinni núna,“ sagði Þóra sposk. Eldhúsið er jafnframt uppspretta hugmynda fyrir Þóru, sem hefur gert töluvert af leirtaui um árin. Hún sýnir blómastell á hönnunarsýningunni Kviku, sem opnar á Kjarvalsstöðum á laugardag, sem unnið er út frá gömlum bökunarformum. „Þessi form sem ég nota í blómastellið eiga uppruna sinn í gömlum og beygluðum bökunarformum sem mér hafa áskotnast í gegnum tíðina. fallegur matur Þóra kann vel að meta að matur sé fallega borinn fram og skreytir kökuna sína með flórsykri og blæjuberjum. fréttablaðið/vilhelm Þau eru form sem formæður okkar notuðu til að bera sitt bakkelsi fram á,“ sagði Þóra. Stellið er litríkt og mikil borðprýði, enda kann Þóra vel að meta falleg áhöld. „Mér finnst til dæmis afskaplega gaman að fara á sushi-staði. Þeir leggja svo mikið upp úr því hvernig maturinn er borinn fram. Mér finnst voðalega gaman að bera þetta fallega fram, þá er maturinn líka mikið girnilegri,“ sagði Þóra. Þurrefnum blandað í skál. Smjör og súkkulaði brætt í potti. Egg og sykur þeytt saman. Eggjablöndu og súkkulaðiblöndu blandað saman. Þurrefnum er bætt varlega út í og loks sýrða rjómanum. Bakist við 175°C í um 40 mín. Kakan á að vera að innan. Flórsykur sigtaður yfir kökuna og skreytt með blæjuberjum. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Leirlistakonan Þóra Breiðfjörð bakar syndsamlega góða súkkulaðiköku af sænsku ætterni og leggur mikið upp úr að matur sé fallega á borð borinn. „Ég er alveg veik í súkkulaði og mér finnst svona súkkulaðikökur alveg syndsamlega góðar. Þessi er æði,“ sagði Þóra með þunga. Móðir Þóru býr í Svíþjóð, þangað sem kakan á rætur sínar að rekja. „Hún er í rauninni holl,“ sagði Þóra, sem bakar kökuna með spelti, hrásykri og glútenlausu vínsteinslyftidufti. „Ef maður notar hrásykur verður kakan líka mýkri innan í, nánast eins og súkkulaði. Það er líka rosalega gott að bera hana fram með ís,“ útskýrði hún. Þó er að sjálfsögðu leyfilegt að nota venjulegt lyftiduft og hvítan sykur, ef svo ber undir. Þóra leggur mikið upp úr hollustu í eldhúsinu. „Ég er svo mikill gemlingur á mat sjálf, ég þoli ekki allt, svo ég reyni að borða sem hreinastan mat,“ sagði Þóra. „Ég elda mikið af fiski og svo er ég að myndast við að baka brauð líka. Þá nota ég spelt. Ég er svona að viða að mér brauðuppskriftum og gerast róttækari í brauðgerðinni núna,“ sagði Þóra sposk. Eldhúsið er jafnframt uppspretta hugmynda fyrir Þóru, sem hefur gert töluvert af leirtaui um árin. Hún sýnir blómastell á hönnunarsýningunni Kviku, sem opnar á Kjarvalsstöðum á laugardag, sem unnið er út frá gömlum bökunarformum. „Þessi form sem ég nota í blómastellið eiga uppruna sinn í gömlum og beygluðum bökunarformum sem mér hafa áskotnast í gegnum tíðina. fallegur matur Þóra kann vel að meta að matur sé fallega borinn fram og skreytir kökuna sína með flórsykri og blæjuberjum. fréttablaðið/vilhelm Þau eru form sem formæður okkar notuðu til að bera sitt bakkelsi fram á,“ sagði Þóra. Stellið er litríkt og mikil borðprýði, enda kann Þóra vel að meta falleg áhöld. „Mér finnst til dæmis afskaplega gaman að fara á sushi-staði. Þeir leggja svo mikið upp úr því hvernig maturinn er borinn fram. Mér finnst voðalega gaman að bera þetta fallega fram, þá er maturinn líka mikið girnilegri,“ sagði Þóra. Þurrefnum blandað í skál. Smjör og súkkulaði brætt í potti. Egg og sykur þeytt saman. Eggjablöndu og súkkulaðiblöndu blandað saman. Þurrefnum er bætt varlega út í og loks sýrða rjómanum. Bakist við 175°C í um 40 mín. Kakan á að vera að innan. Flórsykur sigtaður yfir kökuna og skreytt með blæjuberjum.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira