Menning

Efnt til Pétursþings

Rætt verður um rithöfundinn Pétur Gunnarsson í Odda á morgun.
Rætt verður um rithöfundinn Pétur Gunnarsson í Odda á morgun. MYND/róbert
Málþing helgað verkum Péturs Gunnarssonar rithöfundar verður haldið í Odda á morgun. Pétur Gunnarsson hefur skrifað tíu skáldsögur auk fjölda ritgerða og smáprósa. Hann hefur aukinheldur fengist við þýðingar og ljóðagerð.

Meðal þátttakenda á þinginu verða Bergljót Kristjánsdóttir sem ræðir um skáldsöguna Hversdagshöllin, Soffía Auður Birgisdóttir sem fjallar um ritgerðasmiðinn Pétur og Torfi Tulinius sem ræðir um höfundarverk Péturs í heild.

Einnig taka til máls rithöfundarnir Sigurður Pálsson og Haukur Ingvarsson auk þess sem Pétur sjálfur á lokaorðin á þinginu. 

Þingið hefst kl. 10 í fyrramálið og fer fram í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands og stendur til 16.30. Að þinginu standa Hugvísindastofnun, Bókmenntafræðistofnun og Edda útgáfa. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.