Bjartsýn á franskt/íslenskt framhald 14. maí 2007 01:00 Risessan sveif tignarlega um borð í bát og sigldi á brott en karl faðir hennar sprakk úr reiði og veldur því varla meiri usla í bráð. MYND/Vilhelm Það var tilkomumikil sjón þegar götuleikhúsið Royal de Luxe sprengdi höfuð risans mislynda í loft upp og risessan sigldi úr Reykjavíkurhöfn. Þá var létt yfir mannskapnum sem undanfarna þrjá mánuði hefur staðið fyrir franska vorinu á Íslandi. Meðal kátustu gestanna um borð í varðskipinu Óðni á laugardaginn voru franski sendiherrann Nicole Michelangeli og Olivier Poivre d’Arvor sem kom að skipulagningu menningarkynningarinnar Pourquoi Pas? fyrir hönd Cultures France, stofnunar á vegum frönsku utanríkis- og menningarmálaráðuneytanna. Dagskráin var unnin í nánum tengslum við íslensk stjórnvöld en hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tildrög hennar má rekja til samkomulags franskra og íslenskra stjórnvalda frá árinu 2001. „Þegar við fórum af stað byrjuðum við á nafninu, „Pourquoi Pas?“ sem þýðir „hví ekki?“. Í dag getum við fullyrt að spurningin var góð og að svarið sé fólgið í því að við deilum svo mörgu, þessar tvær þjóðir eiga margt sameiginlegt. Þrátt fyrir að vera fjarlæg á landakortinu deilum við reynslu, ástríðu fyrir menningu, listum og sköpun,“ útskýrir Olivier. Aðsóknin að yfir sextíu viðburðum hátíðarinnar var afbragðsgóð að sögn skipuleggjendanna en um hundrað þúsund gestir sóttu hátíðina, sem verður ekki síst minnst fyrir uppákomuna í gær þegar þúsundir manna sáu sjónarspil ofvöxnu feðginanna í miðbænum. Olivier kveðst stoltur og hamingjusamur yfir því að hafa verið þátttakandi í verkefninu sem hefur áorkað miklu. „Nú eigum við nýja vini á Íslandi en það er mikilvægt að skipuleggja næstu skref,“ segir hann. Nicole tekur undir mikilvægi þess að byggja á þeim fjölþættu tengslum sem nú hafa skapast milli Íslands og Frakklands. „Þessi hátíð snerist um skemmtunina en framtíðarmarkmið hennar er einnig að efla samskiptin og brúa bilið milli landanna, við viljum að Íslendingar finni fyrir meiri tengslum við Frakkland, við franska tungu og menningu.“ Hún bætir við að aðstandendurnir séu afar glaðir með framkvæmdina og aðsóknina. „Nú vinnum við að framhaldinu,“ segir hún. „Nú er fleira sem sameinar okkur, ef við viljum það,“ bætir Olivier við að lokum. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það var tilkomumikil sjón þegar götuleikhúsið Royal de Luxe sprengdi höfuð risans mislynda í loft upp og risessan sigldi úr Reykjavíkurhöfn. Þá var létt yfir mannskapnum sem undanfarna þrjá mánuði hefur staðið fyrir franska vorinu á Íslandi. Meðal kátustu gestanna um borð í varðskipinu Óðni á laugardaginn voru franski sendiherrann Nicole Michelangeli og Olivier Poivre d’Arvor sem kom að skipulagningu menningarkynningarinnar Pourquoi Pas? fyrir hönd Cultures France, stofnunar á vegum frönsku utanríkis- og menningarmálaráðuneytanna. Dagskráin var unnin í nánum tengslum við íslensk stjórnvöld en hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tildrög hennar má rekja til samkomulags franskra og íslenskra stjórnvalda frá árinu 2001. „Þegar við fórum af stað byrjuðum við á nafninu, „Pourquoi Pas?“ sem þýðir „hví ekki?“. Í dag getum við fullyrt að spurningin var góð og að svarið sé fólgið í því að við deilum svo mörgu, þessar tvær þjóðir eiga margt sameiginlegt. Þrátt fyrir að vera fjarlæg á landakortinu deilum við reynslu, ástríðu fyrir menningu, listum og sköpun,“ útskýrir Olivier. Aðsóknin að yfir sextíu viðburðum hátíðarinnar var afbragðsgóð að sögn skipuleggjendanna en um hundrað þúsund gestir sóttu hátíðina, sem verður ekki síst minnst fyrir uppákomuna í gær þegar þúsundir manna sáu sjónarspil ofvöxnu feðginanna í miðbænum. Olivier kveðst stoltur og hamingjusamur yfir því að hafa verið þátttakandi í verkefninu sem hefur áorkað miklu. „Nú eigum við nýja vini á Íslandi en það er mikilvægt að skipuleggja næstu skref,“ segir hann. Nicole tekur undir mikilvægi þess að byggja á þeim fjölþættu tengslum sem nú hafa skapast milli Íslands og Frakklands. „Þessi hátíð snerist um skemmtunina en framtíðarmarkmið hennar er einnig að efla samskiptin og brúa bilið milli landanna, við viljum að Íslendingar finni fyrir meiri tengslum við Frakkland, við franska tungu og menningu.“ Hún bætir við að aðstandendurnir séu afar glaðir með framkvæmdina og aðsóknina. „Nú vinnum við að framhaldinu,“ segir hún. „Nú er fleira sem sameinar okkur, ef við viljum það,“ bætir Olivier við að lokum.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira