Kosið um velferðina 8. maí 2007 06:00 Allt tekur enda, líka þessi skrif mín í Fréttablaðið. Samkomulag hefur orðið á milli ritstjórnar og mín um að þetta verði síðasta grein mín í þennan fastadálk - og kannski tími til kominn. Við, á mínum aldri, sem erum svo heppin að eiga barnabörn, horfum á þau og hugsum hvað tíminn líði hratt, mér áskotnaðist önnur mælistika um hraða tímans þegar það rann upp fyrir mér að ég hef haldið þessum skrifum úti í þrjú ár - kannski tími til kominn að hætta. Ég held að tilraunir mínar til að skrifa um annað en pólitík og segja í staðinn eitthvað um daginn og veginn, bókmenntir, vísindi eða listir, hafi nær algjörlega mistekist. Það hvarflar ekki að mér að biðjast afsökunar á þessari staðreynd en finnst rétt að halda því til haga að stundum dettur mér eitthvað í hug sem ekki tengist pólitík þó ég hafi kannski ekki sett það á blað. Allt útlit er fyrir að kosningarnar nú um helgina verði spennandi. Ríkisstjórnin hefur setið í tólf ár og ég er ekki ein um að finnast tími til kominn að gefa henni frí. Hinar margítrekuðu skoðanakannanir benda þó til að sá róður geti orðið þungur. Ég verð að segja að ég er alveg steinhissa á slíkum spám og vona sannarlega að þær reynist falsspár. Kosningabaráttan hefur samt ekki hjálpað fólki til við að gera upp hug sinn. Ein ástæða þess er einmitt skoðanakannanirnar og áhugi fréttamanna á að ræða þær endalaust í stað þess að ræða málefnin sem skipta máli. Fréttamenn geta ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð sem þeir bera í kosningabaráttunni og ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þeir hafi ekki staðið sig mjög vel. Í mínum huga eru það fyrst og fremst velferðarmálin eða misskiptingin sem kosið verður um. Stjórnarflokkarnir geta ekki skotið sér undan því, en þeir reyna og sérstaklega finnst mér fjármálaráðherrann ósvífinn í málflutningi, enda notar hann sömu taktík og prófessor Hannes Hólmsteinn. Málflutningurinn gengur út á það að fátækir og verr settir hafi það betra hér en fátækir og verr settir í útlöndum. Og hvað með það, spyr ég. Staðreynd er að undanfarið hefur verið mikið góðæri í landinu - góðæri sem ekki er ríkisstjórninni að þakka. Í þessu góðæri hafa kjör þeirra ríku batnað meira en hinna, misskiptingin í þjóðfélaginu er því meiri nú en hún var - um það verður ekki deilt. Munur á jafnaðarkonum og sjálfstæðiskonum er sá að við jafnaðarkonurnar viljum leiðrétta þessa misskiptingu en sjálfstæðiskonum finnst þetta bara fínt eins og það er. Sjálfstæðiskonur vilja skilgreina hvað felst í sjúkratryggingum. Við jafnaðarkonur teljum engra skilgreininga þörf í þeim efnum. Velferðarkerfið á að tryggja öllum sömu góðu heilbrigðisþjónustuna - við teljum óþarft að leggjast í einhverja greiningarvinnu um það. Skilgreining sjúkratrygginga er fyrsta skrefið í þá átt að segja fólki að velferðarkerfið sjái því einungis fyrir einhverri „skilgreindri" grunnþjónustu og ef það vilji meira verði fólk að kaupa sér sérstakar tryggingar til að standa undir því. Í tíð ríkisstjórnarinnar hefur ríkisbáknið þanist út. Það er töluleg staðreynd sem ekki verður hrakin að ríkið tekur nú til sín 10% stærri hlut af þjóðarkökunni en það gerði fyrir tíu árum síðan. Engu að síður hefur hagur þeirra sem helst þurfa á velferðarkerfinu að halda ekki batnað. Það þarf ekki og á ekki að koma neinum á óvart vegna þess að forgangsverkefni flokkanna sem hafa verið við stjórn eru allt önnur en að halda við velferðarkerfinu, hvað svo sem þeir segja núna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt meiri áherslu á að tryggja efnahagslega afkomu einstakra flokksmanna sinna en þeirra sem þurfa á almannatryggingakerfinu að halda. Þær áherslur sem lagðar voru við sölu bankanna eru bestu dæmin þar um, eins og afmælisveislur ýmsar bera vott um. Ríkisstjórnarflokkarnir lögðu ekki bara áherslu á að tryggja efnahag dyggra flokksmanna, heldur tryggðu ráðamenn líka eigin afkomu þegar þeir lögðu fram og samþykktu eftirlaunafrumvarpið, sem ég tel táknrænt um hvernig stjórnmálamenn eiga ekki að hegða sér. Hvaða launþegar aðrir en ráðherrar geta farið á full eftirlaun eftir tíu ára starf fimmtíu og fimm ára gamlir? Hvaða launþegi vildi ekki gjarnan hafa þau réttindi? Ég kveð og þakka fyrir mig. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Allt tekur enda, líka þessi skrif mín í Fréttablaðið. Samkomulag hefur orðið á milli ritstjórnar og mín um að þetta verði síðasta grein mín í þennan fastadálk - og kannski tími til kominn. Við, á mínum aldri, sem erum svo heppin að eiga barnabörn, horfum á þau og hugsum hvað tíminn líði hratt, mér áskotnaðist önnur mælistika um hraða tímans þegar það rann upp fyrir mér að ég hef haldið þessum skrifum úti í þrjú ár - kannski tími til kominn að hætta. Ég held að tilraunir mínar til að skrifa um annað en pólitík og segja í staðinn eitthvað um daginn og veginn, bókmenntir, vísindi eða listir, hafi nær algjörlega mistekist. Það hvarflar ekki að mér að biðjast afsökunar á þessari staðreynd en finnst rétt að halda því til haga að stundum dettur mér eitthvað í hug sem ekki tengist pólitík þó ég hafi kannski ekki sett það á blað. Allt útlit er fyrir að kosningarnar nú um helgina verði spennandi. Ríkisstjórnin hefur setið í tólf ár og ég er ekki ein um að finnast tími til kominn að gefa henni frí. Hinar margítrekuðu skoðanakannanir benda þó til að sá róður geti orðið þungur. Ég verð að segja að ég er alveg steinhissa á slíkum spám og vona sannarlega að þær reynist falsspár. Kosningabaráttan hefur samt ekki hjálpað fólki til við að gera upp hug sinn. Ein ástæða þess er einmitt skoðanakannanirnar og áhugi fréttamanna á að ræða þær endalaust í stað þess að ræða málefnin sem skipta máli. Fréttamenn geta ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð sem þeir bera í kosningabaráttunni og ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þeir hafi ekki staðið sig mjög vel. Í mínum huga eru það fyrst og fremst velferðarmálin eða misskiptingin sem kosið verður um. Stjórnarflokkarnir geta ekki skotið sér undan því, en þeir reyna og sérstaklega finnst mér fjármálaráðherrann ósvífinn í málflutningi, enda notar hann sömu taktík og prófessor Hannes Hólmsteinn. Málflutningurinn gengur út á það að fátækir og verr settir hafi það betra hér en fátækir og verr settir í útlöndum. Og hvað með það, spyr ég. Staðreynd er að undanfarið hefur verið mikið góðæri í landinu - góðæri sem ekki er ríkisstjórninni að þakka. Í þessu góðæri hafa kjör þeirra ríku batnað meira en hinna, misskiptingin í þjóðfélaginu er því meiri nú en hún var - um það verður ekki deilt. Munur á jafnaðarkonum og sjálfstæðiskonum er sá að við jafnaðarkonurnar viljum leiðrétta þessa misskiptingu en sjálfstæðiskonum finnst þetta bara fínt eins og það er. Sjálfstæðiskonur vilja skilgreina hvað felst í sjúkratryggingum. Við jafnaðarkonur teljum engra skilgreininga þörf í þeim efnum. Velferðarkerfið á að tryggja öllum sömu góðu heilbrigðisþjónustuna - við teljum óþarft að leggjast í einhverja greiningarvinnu um það. Skilgreining sjúkratrygginga er fyrsta skrefið í þá átt að segja fólki að velferðarkerfið sjái því einungis fyrir einhverri „skilgreindri" grunnþjónustu og ef það vilji meira verði fólk að kaupa sér sérstakar tryggingar til að standa undir því. Í tíð ríkisstjórnarinnar hefur ríkisbáknið þanist út. Það er töluleg staðreynd sem ekki verður hrakin að ríkið tekur nú til sín 10% stærri hlut af þjóðarkökunni en það gerði fyrir tíu árum síðan. Engu að síður hefur hagur þeirra sem helst þurfa á velferðarkerfinu að halda ekki batnað. Það þarf ekki og á ekki að koma neinum á óvart vegna þess að forgangsverkefni flokkanna sem hafa verið við stjórn eru allt önnur en að halda við velferðarkerfinu, hvað svo sem þeir segja núna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt meiri áherslu á að tryggja efnahagslega afkomu einstakra flokksmanna sinna en þeirra sem þurfa á almannatryggingakerfinu að halda. Þær áherslur sem lagðar voru við sölu bankanna eru bestu dæmin þar um, eins og afmælisveislur ýmsar bera vott um. Ríkisstjórnarflokkarnir lögðu ekki bara áherslu á að tryggja efnahag dyggra flokksmanna, heldur tryggðu ráðamenn líka eigin afkomu þegar þeir lögðu fram og samþykktu eftirlaunafrumvarpið, sem ég tel táknrænt um hvernig stjórnmálamenn eiga ekki að hegða sér. Hvaða launþegar aðrir en ráðherrar geta farið á full eftirlaun eftir tíu ára starf fimmtíu og fimm ára gamlir? Hvaða launþegi vildi ekki gjarnan hafa þau réttindi? Ég kveð og þakka fyrir mig. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun