Glasapússarar og kosningaspá 7. maí 2007 05:45 Ég gladdist mjög og fylltist nýrri trú á stjórnmálamenn þegar ég frétti að ráðherra hefði lagt pólitíska framtíð sína í hættu við að hjálpa erlendri skólastúlku um flýtiafgreiðslu á ríkisborgararétti. Svona eiga stjórnmálamenn að vera. Síðan dró úr gleði minni þegar það kom í ljós að viðkomandi landleysingi var heimilisföst hjá hjálpsama ráðherranum og tengdist honum fjölskylduböndum. MÉR rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þingmenn í allsherjarnefnd, dómsmálaráðuneytið og fleiri drógust inn í málið. Enginn hafði talað við neinn um nokkurn skapaðan hlut. Enginn vissi neitt. Engin fingraför. Engin sönnunargögn. EF ég ætti að nefna helstu framfarir í sögu lands og þjóðar á því stutta æviskeiði sem íslenska lýðveldið og ég höfum lifað frá 1944 væri mér efst í huga að heldur hefur dregið úr pólitískri spillingu, mismunun og siðleysi. Hér áður var spillingin slík að menn gerðu það sem þeir gátu af því að þeir gátu það. Núna gera menn helst ekki nema það sem þeir eru nokkurn veginn vissir um að komist ekki í hámæli - og alls ekkert nema þeir geti neitað að hafa komið nálægt því. FRÆGASTA minnið úr íslenskri spillingu er frá því þegar framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks sat á fundi með þungavigtarmönnum. Í stað þess að predika yfir þeim þagmælsku um efni fundarins tók hann glas af borðinu og þurrkaði af því öll fingraför meðan fundarmenn góndu á hann. Setti svo glasið frá sér skínandi og hreint. Fundi slitið. Í ALÞINGISKOSNINGUNUM á laugardaginn er fólk (nema ef til vill einhverjir í Suðurlandskjördæmi) að vonast til að geta kosið heiðarlegt fólk á Alþingi Íslendinga þótt viðbúið sé að einhverjir pólitískir glasapússarar slæðist með í þeim hópi. 12. feb. sl. birti ég eftirfarandi spá um kosningaúrslitin: Frjálslyndir 5%, Framsókn 10%, Samfylking 26%, Sjálfstæðir 38% og VG 21%. LOKASPÁIN er svona: Frjálslyndir 5%, Framsókn 10%, Íslandshreyfing 3%, Samfylking 26%, Sjálfstæðir 38%, Vinstrigræn 18%. Þátttakandi í könnuninni var 1. Svarhlutfall 100%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun
Ég gladdist mjög og fylltist nýrri trú á stjórnmálamenn þegar ég frétti að ráðherra hefði lagt pólitíska framtíð sína í hættu við að hjálpa erlendri skólastúlku um flýtiafgreiðslu á ríkisborgararétti. Svona eiga stjórnmálamenn að vera. Síðan dró úr gleði minni þegar það kom í ljós að viðkomandi landleysingi var heimilisföst hjá hjálpsama ráðherranum og tengdist honum fjölskylduböndum. MÉR rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þingmenn í allsherjarnefnd, dómsmálaráðuneytið og fleiri drógust inn í málið. Enginn hafði talað við neinn um nokkurn skapaðan hlut. Enginn vissi neitt. Engin fingraför. Engin sönnunargögn. EF ég ætti að nefna helstu framfarir í sögu lands og þjóðar á því stutta æviskeiði sem íslenska lýðveldið og ég höfum lifað frá 1944 væri mér efst í huga að heldur hefur dregið úr pólitískri spillingu, mismunun og siðleysi. Hér áður var spillingin slík að menn gerðu það sem þeir gátu af því að þeir gátu það. Núna gera menn helst ekki nema það sem þeir eru nokkurn veginn vissir um að komist ekki í hámæli - og alls ekkert nema þeir geti neitað að hafa komið nálægt því. FRÆGASTA minnið úr íslenskri spillingu er frá því þegar framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks sat á fundi með þungavigtarmönnum. Í stað þess að predika yfir þeim þagmælsku um efni fundarins tók hann glas af borðinu og þurrkaði af því öll fingraför meðan fundarmenn góndu á hann. Setti svo glasið frá sér skínandi og hreint. Fundi slitið. Í ALÞINGISKOSNINGUNUM á laugardaginn er fólk (nema ef til vill einhverjir í Suðurlandskjördæmi) að vonast til að geta kosið heiðarlegt fólk á Alþingi Íslendinga þótt viðbúið sé að einhverjir pólitískir glasapússarar slæðist með í þeim hópi. 12. feb. sl. birti ég eftirfarandi spá um kosningaúrslitin: Frjálslyndir 5%, Framsókn 10%, Samfylking 26%, Sjálfstæðir 38% og VG 21%. LOKASPÁIN er svona: Frjálslyndir 5%, Framsókn 10%, Íslandshreyfing 3%, Samfylking 26%, Sjálfstæðir 38%, Vinstrigræn 18%. Þátttakandi í könnuninni var 1. Svarhlutfall 100%.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun