Partí, samsæri og vond músík 5. maí 2007 00:01 Blaðamaður á Evróvisjón Logi Bergmann Eiðsson tekur upp og Þorvaldur Bjarni pósar. Það er sama hvert farið er: Það er ekki eins og það hafi þótt neitt sérstaklega hipp og kúl að hafa gaman af Eurovision. Eiginlega þvert á móti. Fátt hefur verið hallærislegra en að hafa gaman af þessari undarlegu keppni sem hefur oft verið blanda af vondri músík og jafnvel enn verri búningum. Meira að segja við Íslendingar vorum orðnir nett pirraðir á þessu. Um miðjan tíunda áratuginn var töluvert um það rætt að hætta þessari vitleysu. Ítalir voru hættir og ákveðnir í að einbeita sér að San Remo-keppninni sinni. Farnir í fýlu út af Eros Ramazotti, sem vann ekki með lagið um fólk hafsins (Gente di Mare). Fleiri þjóðir virtust vera að spá í það sama. Áhuginn minnkaði og þessir bölvuðu Írar máttu varla opna munninn án þess að vinna. Jafnvel þegar þeir virtust reyna að senda sérstaklega vond lög. (Sem mér fannst nú svona vera yfirleitt). Upp úr þessu var fyrst efnt til símakosningar. Lengi vel var það þannig að sérstakar dómnefndir sáu um kosninguna. Það voru oft bara einhverjir píanókennarar, poppskríbentar (sem fannst þessi keppni óendanlega ómerkileg) og fræðimenn. Sennilega óhætt að segja að skoðanir þeirra hafi ekki beint endurspeglað vilja þjóðarinnar. Nú eru nánast allar þjóðir komnar með símakosningu og meiri líkur á að stigagjöfin endurspegli vilja hverrar þjóðar. Þetta sást greinilega þegar Páll Óskar fór út. Þá var þetta að byrja og hann fékk mun betri útkomu hjá þeim þjóðum sem kusu í gegnum síma en hjá dómnefndum. Hann segir sjálfur að sitt lag hafi breytt keppninni. Það er ekki amalegt. Þrátt fyrir þetta var keppnin á niðurleið. En þá komu þýsku bjargvættirnir, sem ákváðu einfaldlega að hætta að taka þetta alvarlega og reyna bara að hafa gaman af öllu saman. Þar voru sennilega fremstir í flokki samkynhneigðir Þjóðverjar sem hafa nánast ættleitt þessa keppni. Páll Óskar hefur kallað hana „Gay World Cup“ eða heimsmeistaramót hommanna. Það hljómar svolítið undarlega að ætla að færa keppni eins og þessa upp á fólk með tiltekna kynhneigð. Mér fannst það þangað til ég mætti sjálfur á svæðið.Blaðamannafundir og tilefnislaust jóðlEvrókappar Logi Bergmann Eiðsson og Gísli Marteinn Baldursson í Gleðibankabúningum.Við skulum byrja á því að fá á hreint skilgreininguna blaðamaður á Eurovision: Hann (ég held ég hafi rekist á samtals þrjár konur) er venjulega að skrifa fyrir eitthvert lítið blað og er mjög upptekinn af því. Líkur á því að eitthvað birtist frá honum í blaðinu eru innan við tuttugu prósent. Það er nefnilega svo að flestir þessara blaðamanna hafa aldrei komist nær blaðamennsku en að verða sér úti um blaðamannapassa. Með honum eru þeim allir vegir færir. Blaðamaðurinn vill helst koma ekki síðar en viku fyrir keppni til að geta undirbúið sig sem allra best. Svo er bara að sjá hvað keppnin hefur upp á að bjóða og hvað þjóðirnar gera til að vekja athygli á sér og hvað hann kemst í mörg partí. Í fréttum af þessari keppni hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á hvernig hópnum gekk á blaðamannafundum. „Blaðamannafundurinn gekk vel og íslenski hópurinn fékk góðar viðtökur hjá fjölda blaðamanna.“ Svona hefur þetta alltaf verið. En er þetta ekki pínu undarlegt? Prófum: „Blaðamannafundur forsætisráðherra um fjárlögin gekk vel og Geir fékk góðar viðtökur hjá fjölda blaðamanna.“ Nákvæmlega. Hefðbundinn blaðamannafundur er svona: Lagið er æft þrisvar. Eftir það fer allur hópurinn og sest við háborð í sal sem er gjarnan inn af höllinni sjálfri í blaðamannamiðstöðinni. Þar bíða blaðamenn í rólegheitum. (Svona flestir. Einn og einn er að pissa í buxurnar af spenningi.) Margir þeirra fara á alla fundina. Spyrja fjölda spurninga. Skrifa aldrei staf í nokkurn fjölmiðil. Af hverju? Það má guð vita. Það er alltaf þannig að enginn hefur áhuga á einhverju bakraddadóti. Blaðamennirnir vilja bara tala við söngvarann. Nema þegar það gerist að einhver úr hópnum hefur komið áður. Þá eru alltaf nokkrir sem vilja spyrja hann að einhverju. Í raun ætti þetta að hringja einhverjum bjöllum. Hvursu eðlilegt er það að blaðamenn þekki hvert einasta lag í þessari keppni, þrjátíu ár aftur í tímann, og geti jafnvel sungið þau flest? Ég hef reyndar hitt blaðamenn sem geta sungið Hægt og hljótt. Allt lagið! Hvursu undarlegt er það? Og oft spyrja þeir mann hvað sé að frétta af Siggu og Grétari (Sí-ga og Grætar) eða hvernig þeir geti fengið nýjasta diskinn með Önnu Mjöll. Oft er það svo að lið telja sig þurfa að ná einhvers konar forskoti með því að gera eitthvað óvenjulegt. Þegar á þriðja tug atriða reyna að vera óvenjuleg á blaðamannafundi þá er hætt við því að þeir verði allir jafn óvenjulegir og þar af leiðandi venjulegir. Yfirleitt er það svo að hópurinn tekur lagið órafmagnað og svo er ótrúlega vinsælt að láta söngvarann syngja eitthvað annað. Ég held ég hafi séð allt: Óperur, Abba, þjóðsöngva, jóðl og lög frá landi keppninnar. Allt til að sýna að viðkomandi sé svo sannarlega fjölhæfur og skemmtilegur keppandi og líka ótrúlega viðkunnanlegur. Þetta síðasta skiptir nefnilega máli. Það hafði örugglega eitthvað að segja árið 2000 þegar Gísli Marteinn sagði að þessir dönsku bræður væru alveg sérstaklega ljúfir og skemmtilegir náungar. (Reyndar hefðum við gefið Dönum tólf stig eins og venjulega þótt þetta hefðu verið leiðinda fýlupúkar). Svo loks þegar fundunum lýkur er komið að aðalmálinu. Þá er nefnilega venjan að dreifa diskum. Þá sprettur fram Jónataninn í hópnum (Jónatan Garðarsson er venjulega það sem kallað er Head of delegation, en Haukur Hauksson gegnir nú því hlutverki í fyrsta sinn) og dregur fram kassa. Upp úr honum koma svo diskar, en til þess er leikurinn gerður. Flestir blaðamenn sitja nefnilega fundina bara til að fá diskana. Það kemur glögglega í ljós þegar þeir klárast. Ég hef orðið vitni að því þegar það berst út, eins og eldur í sinu; Pólverjarnir eru ekki með neina diska! Þá bara mætir enginn á fundinn! Magnað. Og það er svosem ekki eins og þessir diskar séu merkilegir. Eitt lag í allt að tíu útgáfum. Mæli ekki með teknó-remixinu af lagi Olsen-bræðra. Það er í alvöru til!Hvað virkar og hvað virkar ekki?Íslenskir aðdándur Gríðarleg stemning hjá stuðningshópi Selmu Björnsdóttur á Evróvisjón.Hitt stóra málið er partíin. Þessi partí eru náttúrlega ekki ódýr. Þess vegna hefur það færst í vöxt að tvær eða fleiri þjóðir slái saman í eitthvað. Íslendingar hafa oft verið með Norðurlandaþjóðunum. Hafa reyndar ekki gert neitt svona sjálfir síðan Einar Bárðarson hélt sjúkt garg í Kaupmannahöfn. Það voru víst ekki alveg ókeypis þrjú stig. Í Kænugarði héldu bæði Rússar og Svíar lokuð partí. Það voru bara sumir sem fengu boðskort (við Gísli vorum náttúrlega í klíkunni). En þetta fór ekki vel í þá sem ekki var boðið. Aðrar eins formælingar hef ég sjaldan heyrt. En þá eru ótalin partíin á barnum. Þau eru miklu skemmtilegri. Þar safnast fólk saman sem tekur þetta mátulega alvarlega. Í Lettlandi var ekki hægt að fara á barinn án þess að rekast á Írana og í Úkraínu voru Austurríkismennirnir mjúkir allan tímann og frammistaðan kannski eftir því. Fyrsta kvöldið í Lettlandi sátum við með Írunum og það var mikið stuð. Ný dönsk og U2 sungnar til skiptis. Allt voða gaman þar til morguninn eftir þegar kom í ljós að Birgitta var að missa röddina. En hún kom aftur. Íslendingar hafa verið heppnir því þeir hafa fengið til liðs við sig þrjá snillinga. Peter, Paul og Jonathan. Þeir hafa hjálpað íslensku hópunum í gegnum þennan frumskóg og bent á eitt og annað sem betur mætti fara. Þeir eru reyndar alvöru blaðamenn. Senda pistla í nokkuð margar útvarpsstöðvar (eða ég vona að þeir hafi ekki verið að lesa þetta allt inn á símsvarann heima hjá sér) og eru þess utan bráðskemmtilegir. Ég veit reyndar ekki hversu mikill blaðamaður Jonathan er. Held að hann sé svona mest í góðu sumarfríi. Mér skilst að þeir hafi orðið Íslandsvinir í Jerúsalem árið 1999. Þeir hrifust af Selmu og hafa síðan haft sérstakan áhuga á Íslandi. Þeir hafa þýtt íslensku textana yfir á fjölda tungumála og hjálpað til á ýmsa vegu. Þeir eru alveg með þessa keppni á hreinu og vita hreinlega allt sem hefur gerst. En þeir geta líka verið fyndnir – svona óvart. Þeir hafa miklar skoðanir á öllum lögum og eru óhræddir við að setja þær fram. Þeir hafa til dæmis sagt að tilteknir söngvarar eigi ekki möguleika á að vinna af því að þeir séu of ljótir! Hvenær myndi maður komast upp með að segja eitthvað slíkt? Skemmtilegastar eru samt kenningarnar um það hvað virkar. Angel var til dæmis talið eiga góða möguleika á að fá stig frá kaþólskum þjóðum. Eiríkur Hauksson ætti að skila stigum frá Írum út á rauða hárið (ef það verður þá rautt) og búningurinn hennar Selmu í Kiev 2005 hefði átt að skila tólf stigum frá Tyrkjum! Þetta segja þeir allt í fúlustu alvöru. Á sama hátt er það siður að reyna að fanga sem flesta. Oft lauma menn inn í lagið svona tyrkeskum takti. Það er talið líklegt til að gefa stig frá Tyrkjum, Bosníumönnum, Albönum og hugsanlega Þjóðverjum. Tilefnislaust jóðl í miðju lagi ætti að gefa stig frá Sviss, Austurríki og jafnvel Þýskalandi. Það er líka vinsælt að nota alþjóðleg nöfn þegar sungið er, sérstaklega ef sungið er á móðurmáli sem ekki er enska. Það er ekki eins og við séum saklaus. Hver man ekki eftir Sókratesi og Sjúbídú? En svo telja margir að líklegast sé til sigurs að halda sig við sitt tungumál og reyna að vera orginal. Það er bara einhvern veginn hægara sagt en gert. Ég var til dæmis alveg sannfærður um að Ungverjar myndu vinna úti í Kiev. Mjög flott atriði, dans og læti, og skemmtilegt lag. En það held ég hafi endað í tíunda sæti og þá fóru Ungverjar ítölsku leiðina; fóru í fýlu og hættu þessari vitleysu. Og kem ég þá að samsærinu um atkvæðagreiðsluna… Ég held að það sé í raun ekkert slíkt. Fólk velur lag sem hæfir best tónlistarmenningu þess. Serbar, svo dæmi sé tekið, syngja á serbó-króatísku. Það gera líka Króatar, Bosníumenn, Slóvenar og Makedóníumenn. Haldið þið í alvöru að Bosníumenn myndu ekki fá atkvæði frá okkur ef þeir myndu syngja lag sem félli að íslenskri dægurlagahefð – á íslensku? Grikkir gefa Kýpverjum tólf stig og öfugt. Það er blátt áfram náttúrulögmál. En það er líka eðlilegt. Þetta er lagið sem þeir hafa heyrt oftast og þekkja sennilega flytjandann líka. Það er ekki eins og við séum saklaus sjálf. Við gefum Dönum alltaf helling af stigum, Svíum líka og Norðmönnum. Og fáum þetta allt til baka með vöxtum. Af því að við erum í sama menningarheimi (ef svo má að orði komast) og líka af því að þetta eru nágrannar okkar. Reyndar hefur stundum staðið tæpt með þessa vináttu. Fyrir nokkrum árum sagði norski þulurinn að sænska lagið væri álíka spennandi og Billy-hillur úr IKEA. Sá sænski svaraði um hæl, þegar kom að norska laginu, og úr þessu varð næstum milliríkjadeila, enda eru þulirnir nánast framlenging á liðinu sjálfu sem er að keppa. En stundum hefur verið fyndið að sjá hvað laginu er alltaf spáð góðu gengi. Angel var í fimmta sæti í einhverjum veðbanka. Lagið fékk þrjú stig! Annaðhvort hefur fólk ekkert vit á þessu eða þessi veðbanki var sérstaklega valinn. Ég held reyndar að það hafi verið það fyrra. Menn nota alltaf einn veðbanka, William Hill, og hann er stundum alveg týndur í þessu. Það hefur enginn vit á þessu. Fyrir nokkrum árum var slóvenska laginu spáð sigri lengi vel. Það fékk tvö stig. Ég man þetta nú bara af því að ég vann bjórkassa af Svavari Erni, sem hann er ekki enn búinn að borga. Bara svona í lokin: Berin eru ekki súr. Ég er ekki að gera lítið úr þessari keppni. Það sem ég segi er ég ekki að segja af því að ég vinn óvart á hinni stöðinni. Ég hef í raun gaman af keppninni og væri til í að fara aftur. Enda er þetta algjörlega magnaður heimur sem maður verður að heimsækja til að skilja.ddd Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það er sama hvert farið er: Það er ekki eins og það hafi þótt neitt sérstaklega hipp og kúl að hafa gaman af Eurovision. Eiginlega þvert á móti. Fátt hefur verið hallærislegra en að hafa gaman af þessari undarlegu keppni sem hefur oft verið blanda af vondri músík og jafnvel enn verri búningum. Meira að segja við Íslendingar vorum orðnir nett pirraðir á þessu. Um miðjan tíunda áratuginn var töluvert um það rætt að hætta þessari vitleysu. Ítalir voru hættir og ákveðnir í að einbeita sér að San Remo-keppninni sinni. Farnir í fýlu út af Eros Ramazotti, sem vann ekki með lagið um fólk hafsins (Gente di Mare). Fleiri þjóðir virtust vera að spá í það sama. Áhuginn minnkaði og þessir bölvuðu Írar máttu varla opna munninn án þess að vinna. Jafnvel þegar þeir virtust reyna að senda sérstaklega vond lög. (Sem mér fannst nú svona vera yfirleitt). Upp úr þessu var fyrst efnt til símakosningar. Lengi vel var það þannig að sérstakar dómnefndir sáu um kosninguna. Það voru oft bara einhverjir píanókennarar, poppskríbentar (sem fannst þessi keppni óendanlega ómerkileg) og fræðimenn. Sennilega óhætt að segja að skoðanir þeirra hafi ekki beint endurspeglað vilja þjóðarinnar. Nú eru nánast allar þjóðir komnar með símakosningu og meiri líkur á að stigagjöfin endurspegli vilja hverrar þjóðar. Þetta sást greinilega þegar Páll Óskar fór út. Þá var þetta að byrja og hann fékk mun betri útkomu hjá þeim þjóðum sem kusu í gegnum síma en hjá dómnefndum. Hann segir sjálfur að sitt lag hafi breytt keppninni. Það er ekki amalegt. Þrátt fyrir þetta var keppnin á niðurleið. En þá komu þýsku bjargvættirnir, sem ákváðu einfaldlega að hætta að taka þetta alvarlega og reyna bara að hafa gaman af öllu saman. Þar voru sennilega fremstir í flokki samkynhneigðir Þjóðverjar sem hafa nánast ættleitt þessa keppni. Páll Óskar hefur kallað hana „Gay World Cup“ eða heimsmeistaramót hommanna. Það hljómar svolítið undarlega að ætla að færa keppni eins og þessa upp á fólk með tiltekna kynhneigð. Mér fannst það þangað til ég mætti sjálfur á svæðið.Blaðamannafundir og tilefnislaust jóðlEvrókappar Logi Bergmann Eiðsson og Gísli Marteinn Baldursson í Gleðibankabúningum.Við skulum byrja á því að fá á hreint skilgreininguna blaðamaður á Eurovision: Hann (ég held ég hafi rekist á samtals þrjár konur) er venjulega að skrifa fyrir eitthvert lítið blað og er mjög upptekinn af því. Líkur á því að eitthvað birtist frá honum í blaðinu eru innan við tuttugu prósent. Það er nefnilega svo að flestir þessara blaðamanna hafa aldrei komist nær blaðamennsku en að verða sér úti um blaðamannapassa. Með honum eru þeim allir vegir færir. Blaðamaðurinn vill helst koma ekki síðar en viku fyrir keppni til að geta undirbúið sig sem allra best. Svo er bara að sjá hvað keppnin hefur upp á að bjóða og hvað þjóðirnar gera til að vekja athygli á sér og hvað hann kemst í mörg partí. Í fréttum af þessari keppni hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á hvernig hópnum gekk á blaðamannafundum. „Blaðamannafundurinn gekk vel og íslenski hópurinn fékk góðar viðtökur hjá fjölda blaðamanna.“ Svona hefur þetta alltaf verið. En er þetta ekki pínu undarlegt? Prófum: „Blaðamannafundur forsætisráðherra um fjárlögin gekk vel og Geir fékk góðar viðtökur hjá fjölda blaðamanna.“ Nákvæmlega. Hefðbundinn blaðamannafundur er svona: Lagið er æft þrisvar. Eftir það fer allur hópurinn og sest við háborð í sal sem er gjarnan inn af höllinni sjálfri í blaðamannamiðstöðinni. Þar bíða blaðamenn í rólegheitum. (Svona flestir. Einn og einn er að pissa í buxurnar af spenningi.) Margir þeirra fara á alla fundina. Spyrja fjölda spurninga. Skrifa aldrei staf í nokkurn fjölmiðil. Af hverju? Það má guð vita. Það er alltaf þannig að enginn hefur áhuga á einhverju bakraddadóti. Blaðamennirnir vilja bara tala við söngvarann. Nema þegar það gerist að einhver úr hópnum hefur komið áður. Þá eru alltaf nokkrir sem vilja spyrja hann að einhverju. Í raun ætti þetta að hringja einhverjum bjöllum. Hvursu eðlilegt er það að blaðamenn þekki hvert einasta lag í þessari keppni, þrjátíu ár aftur í tímann, og geti jafnvel sungið þau flest? Ég hef reyndar hitt blaðamenn sem geta sungið Hægt og hljótt. Allt lagið! Hvursu undarlegt er það? Og oft spyrja þeir mann hvað sé að frétta af Siggu og Grétari (Sí-ga og Grætar) eða hvernig þeir geti fengið nýjasta diskinn með Önnu Mjöll. Oft er það svo að lið telja sig þurfa að ná einhvers konar forskoti með því að gera eitthvað óvenjulegt. Þegar á þriðja tug atriða reyna að vera óvenjuleg á blaðamannafundi þá er hætt við því að þeir verði allir jafn óvenjulegir og þar af leiðandi venjulegir. Yfirleitt er það svo að hópurinn tekur lagið órafmagnað og svo er ótrúlega vinsælt að láta söngvarann syngja eitthvað annað. Ég held ég hafi séð allt: Óperur, Abba, þjóðsöngva, jóðl og lög frá landi keppninnar. Allt til að sýna að viðkomandi sé svo sannarlega fjölhæfur og skemmtilegur keppandi og líka ótrúlega viðkunnanlegur. Þetta síðasta skiptir nefnilega máli. Það hafði örugglega eitthvað að segja árið 2000 þegar Gísli Marteinn sagði að þessir dönsku bræður væru alveg sérstaklega ljúfir og skemmtilegir náungar. (Reyndar hefðum við gefið Dönum tólf stig eins og venjulega þótt þetta hefðu verið leiðinda fýlupúkar). Svo loks þegar fundunum lýkur er komið að aðalmálinu. Þá er nefnilega venjan að dreifa diskum. Þá sprettur fram Jónataninn í hópnum (Jónatan Garðarsson er venjulega það sem kallað er Head of delegation, en Haukur Hauksson gegnir nú því hlutverki í fyrsta sinn) og dregur fram kassa. Upp úr honum koma svo diskar, en til þess er leikurinn gerður. Flestir blaðamenn sitja nefnilega fundina bara til að fá diskana. Það kemur glögglega í ljós þegar þeir klárast. Ég hef orðið vitni að því þegar það berst út, eins og eldur í sinu; Pólverjarnir eru ekki með neina diska! Þá bara mætir enginn á fundinn! Magnað. Og það er svosem ekki eins og þessir diskar séu merkilegir. Eitt lag í allt að tíu útgáfum. Mæli ekki með teknó-remixinu af lagi Olsen-bræðra. Það er í alvöru til!Hvað virkar og hvað virkar ekki?Íslenskir aðdándur Gríðarleg stemning hjá stuðningshópi Selmu Björnsdóttur á Evróvisjón.Hitt stóra málið er partíin. Þessi partí eru náttúrlega ekki ódýr. Þess vegna hefur það færst í vöxt að tvær eða fleiri þjóðir slái saman í eitthvað. Íslendingar hafa oft verið með Norðurlandaþjóðunum. Hafa reyndar ekki gert neitt svona sjálfir síðan Einar Bárðarson hélt sjúkt garg í Kaupmannahöfn. Það voru víst ekki alveg ókeypis þrjú stig. Í Kænugarði héldu bæði Rússar og Svíar lokuð partí. Það voru bara sumir sem fengu boðskort (við Gísli vorum náttúrlega í klíkunni). En þetta fór ekki vel í þá sem ekki var boðið. Aðrar eins formælingar hef ég sjaldan heyrt. En þá eru ótalin partíin á barnum. Þau eru miklu skemmtilegri. Þar safnast fólk saman sem tekur þetta mátulega alvarlega. Í Lettlandi var ekki hægt að fara á barinn án þess að rekast á Írana og í Úkraínu voru Austurríkismennirnir mjúkir allan tímann og frammistaðan kannski eftir því. Fyrsta kvöldið í Lettlandi sátum við með Írunum og það var mikið stuð. Ný dönsk og U2 sungnar til skiptis. Allt voða gaman þar til morguninn eftir þegar kom í ljós að Birgitta var að missa röddina. En hún kom aftur. Íslendingar hafa verið heppnir því þeir hafa fengið til liðs við sig þrjá snillinga. Peter, Paul og Jonathan. Þeir hafa hjálpað íslensku hópunum í gegnum þennan frumskóg og bent á eitt og annað sem betur mætti fara. Þeir eru reyndar alvöru blaðamenn. Senda pistla í nokkuð margar útvarpsstöðvar (eða ég vona að þeir hafi ekki verið að lesa þetta allt inn á símsvarann heima hjá sér) og eru þess utan bráðskemmtilegir. Ég veit reyndar ekki hversu mikill blaðamaður Jonathan er. Held að hann sé svona mest í góðu sumarfríi. Mér skilst að þeir hafi orðið Íslandsvinir í Jerúsalem árið 1999. Þeir hrifust af Selmu og hafa síðan haft sérstakan áhuga á Íslandi. Þeir hafa þýtt íslensku textana yfir á fjölda tungumála og hjálpað til á ýmsa vegu. Þeir eru alveg með þessa keppni á hreinu og vita hreinlega allt sem hefur gerst. En þeir geta líka verið fyndnir – svona óvart. Þeir hafa miklar skoðanir á öllum lögum og eru óhræddir við að setja þær fram. Þeir hafa til dæmis sagt að tilteknir söngvarar eigi ekki möguleika á að vinna af því að þeir séu of ljótir! Hvenær myndi maður komast upp með að segja eitthvað slíkt? Skemmtilegastar eru samt kenningarnar um það hvað virkar. Angel var til dæmis talið eiga góða möguleika á að fá stig frá kaþólskum þjóðum. Eiríkur Hauksson ætti að skila stigum frá Írum út á rauða hárið (ef það verður þá rautt) og búningurinn hennar Selmu í Kiev 2005 hefði átt að skila tólf stigum frá Tyrkjum! Þetta segja þeir allt í fúlustu alvöru. Á sama hátt er það siður að reyna að fanga sem flesta. Oft lauma menn inn í lagið svona tyrkeskum takti. Það er talið líklegt til að gefa stig frá Tyrkjum, Bosníumönnum, Albönum og hugsanlega Þjóðverjum. Tilefnislaust jóðl í miðju lagi ætti að gefa stig frá Sviss, Austurríki og jafnvel Þýskalandi. Það er líka vinsælt að nota alþjóðleg nöfn þegar sungið er, sérstaklega ef sungið er á móðurmáli sem ekki er enska. Það er ekki eins og við séum saklaus. Hver man ekki eftir Sókratesi og Sjúbídú? En svo telja margir að líklegast sé til sigurs að halda sig við sitt tungumál og reyna að vera orginal. Það er bara einhvern veginn hægara sagt en gert. Ég var til dæmis alveg sannfærður um að Ungverjar myndu vinna úti í Kiev. Mjög flott atriði, dans og læti, og skemmtilegt lag. En það held ég hafi endað í tíunda sæti og þá fóru Ungverjar ítölsku leiðina; fóru í fýlu og hættu þessari vitleysu. Og kem ég þá að samsærinu um atkvæðagreiðsluna… Ég held að það sé í raun ekkert slíkt. Fólk velur lag sem hæfir best tónlistarmenningu þess. Serbar, svo dæmi sé tekið, syngja á serbó-króatísku. Það gera líka Króatar, Bosníumenn, Slóvenar og Makedóníumenn. Haldið þið í alvöru að Bosníumenn myndu ekki fá atkvæði frá okkur ef þeir myndu syngja lag sem félli að íslenskri dægurlagahefð – á íslensku? Grikkir gefa Kýpverjum tólf stig og öfugt. Það er blátt áfram náttúrulögmál. En það er líka eðlilegt. Þetta er lagið sem þeir hafa heyrt oftast og þekkja sennilega flytjandann líka. Það er ekki eins og við séum saklaus sjálf. Við gefum Dönum alltaf helling af stigum, Svíum líka og Norðmönnum. Og fáum þetta allt til baka með vöxtum. Af því að við erum í sama menningarheimi (ef svo má að orði komast) og líka af því að þetta eru nágrannar okkar. Reyndar hefur stundum staðið tæpt með þessa vináttu. Fyrir nokkrum árum sagði norski þulurinn að sænska lagið væri álíka spennandi og Billy-hillur úr IKEA. Sá sænski svaraði um hæl, þegar kom að norska laginu, og úr þessu varð næstum milliríkjadeila, enda eru þulirnir nánast framlenging á liðinu sjálfu sem er að keppa. En stundum hefur verið fyndið að sjá hvað laginu er alltaf spáð góðu gengi. Angel var í fimmta sæti í einhverjum veðbanka. Lagið fékk þrjú stig! Annaðhvort hefur fólk ekkert vit á þessu eða þessi veðbanki var sérstaklega valinn. Ég held reyndar að það hafi verið það fyrra. Menn nota alltaf einn veðbanka, William Hill, og hann er stundum alveg týndur í þessu. Það hefur enginn vit á þessu. Fyrir nokkrum árum var slóvenska laginu spáð sigri lengi vel. Það fékk tvö stig. Ég man þetta nú bara af því að ég vann bjórkassa af Svavari Erni, sem hann er ekki enn búinn að borga. Bara svona í lokin: Berin eru ekki súr. Ég er ekki að gera lítið úr þessari keppni. Það sem ég segi er ég ekki að segja af því að ég vinn óvart á hinni stöðinni. Ég hef í raun gaman af keppninni og væri til í að fara aftur. Enda er þetta algjörlega magnaður heimur sem maður verður að heimsækja til að skilja.ddd
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira