Syngur um þjáningar kvenna 5. maí 2007 00:01 „Ég syng um einkvæni. Faðir minn giftist þremur konum og ég upplifði sársauka móður minnar.“ Söngkonan Oumou Sangare sem heldur tónleika á Íslandi innan skamms. Oumou Sangare sameinar allt það sem Vesturlandabúum dettur síst í hug þegar minnst er á Afríku. Afríkan hennar er skapandi, sameinuð, lífsglöð og nútímaleg. Þessi unga söngkona frá Malí er stjarna „Wassoulou“-tónlistarinnar og þykir bera af öllum tónlistarmönnum þeirrar Afríku sem lúmir rétt undir Sahara-eyðimörkinni á landakortinu. „ Malí er að mestu leyti eyðimerkurland og á sér landamæri við Búrkína Fasó, Gíneu, Senegal og Fílabeinsströndina,“ útskýrir Sangare á hljómþýðri frönsku með sterkum afrískum hreim. „ Móðir mín og amma voru frá Wassoulou-héraðinu, sem er grænasta hérað landsins og voru báðar frægar söngkonur. Ég ólst upp við söng þeirra og það má segja að ég hafi erft tónlistargáfur þeirra.“ Tónlist Wassoulou-fólksins þykir einstaklega fáguð og fögur og er undir miklum áhrifum frá veiðimönnum sem fóru með hljóðfæri í langar veiðiferðir. „Það er mjög lítil stéttaskipting meðal Wassoulou-fólksins og listamönnum er gert hátt undir höfði. Söngur og tónlist er líka aðferð okkar til að segja sögu fjölskyldna okkar, langt aftur í tímann.“ Nýja kynslóð Wassoulou-tónlistarinnar hefur gefið af sér þekkta listamenn líkt og Coumba Sidibe, Nahawa Doumbia og Djeneba Diakite sem allar hafa nú farið yfir móðuna miklu. „Það sem einkennir tónlistina er mjúkur söngur ásamt eins konar hörpu sem við köllum L‘osongoni, og var fundin upp af ungum veiðimönnum. Svo er einnig til minni harpa, kamelengoni, sem er leikið á af mjög ungum strákum. Í bland við hörpurnar eru svo flautur og ásláttarhljóðfæri. Við segjum að enginn sem heyrir þessa tónlist, jafnvel þótt hann sé steinsofandi, geti staðist kall hennar heldur rís hann upp og dansar,“ útskýrir Sangare hlæjandi. Hún fæddist árið 1968 í Yanfolia-héraðinu umkringd mismunandi tónlistaráhrifum. „ Ég byrjaði sjálf að syngja á leikskólaaldri. Fólk lét mig standa uppi á borði af því að ég var svo lítil.“ Þegar hún var fimm ára söng hún í fyrsta sinn á tónleikum í íþróttahöll höfuðborgarinnar og segist hafa verið hræðilega skelfd. „Þá hvíslaði mamma að mér að ég ætti að ímynda mér að ég væri heima hjá mér í eldhúsinu, og þá opnaðist loksins á mér hálsinn! Ég hef aldrei fengið sviðsskrekk síðan.“Neitum að gera sömu mistök og eldri kynslóðiroumou sangareÁrið 1986 gekk hún í hljómsveit sem kallast Ensemble National du Mali þar sem Bamba Dembele tók eftir henni. „Ég fór í tónleikaferð um Evrópu með tveimur öðrum söngkonum en þegar ég sneri aftur langaði mig að stofna eigin hljómsveit.“ Fyrsta hljómplata hennar, Moussoulou, var gefin út árið 1990 og var gríðarlega vel tekið. „Ég sem að mestu leyti tónlistina mína sjálf. Ég byrja á laglínunni og útset hana svo ásamt hörpunni og hinum hljóðfærunum. Ég hef ekkert á móti því að færa tónlist í nútímalegra horf og ég er til dæmis mjög hrifin af Salif Keita. Hins vegar er mín eigin tónlist mjög hefðbundin.“ En um hvað syngur hún? „Ég syng um þjáningar kvenna. Ég syng um það sem yngri kynslóðir Malíbúa hafa áhyggjur af. Ég syng um einkvæni. Fjölkvæni tíðkaðist fyrr á tíðum í landi okkar og við, unga fólkið, neitum að gera sömu mistök. Getur ekki einn maður elskað eina konu alla sína ævi? Faðir minn kvæntist til dæmis þremur konum. Ég upplifði sársauka móður minnar og ég get því vel sungið um þetta viðkvæma viðfangsefni.“ En hvernig er staða kvenna í Malí yfirleitt? „Hún er alltaf að styrkjast. Það er til dæmis mikið af konum í ríkisstjórn okkar núna. Það er mikið af kvenréttindafélögum sem eru í góðu sambandi við erlendar konur, til dæmis í Búrkína Fasó og í Frakklandi. Konurnar skilja að með samstöðunni fá þær aukin völd og sumar þessarra kvenna hafa gert ótrúlega hluti eins og að byggja leikskóla úti í graslendunum. Ólæsi hrjáir ungdóm okkar, sérstaklega stúlkur. Brýnasta verkefnið er að kenna ungum stúlkum að lesa og skrifa.“ Sangare hefur aldrei komið til Íslands áður og er spennt fyrir heimsókninni. „Ég veit ekki mikið um landið, en hef heyrt um Íslendingasögurnar sem mér finnast mjög áhugaverðar. Svo hef ég auðvitað heyrt tónlist Bjarkar og reyndar langar mig að heyra íslenskt rokk og ról þegar ég kem til Íslands. Svo vonast ég líka til að hafa dálítinn tíma til að sjá landslagið sem ég hef heyrt að sé undurfagurt.“ Tónleikar Oumou Sangare verða á Vorblóti, fimmtudaginn 17. maí á NASA. Nánari upplýsingar á www.vorblot.isWomen and girl using pestle and mortar to pound millet mali, oumou sangareddddssss Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Oumou Sangare sameinar allt það sem Vesturlandabúum dettur síst í hug þegar minnst er á Afríku. Afríkan hennar er skapandi, sameinuð, lífsglöð og nútímaleg. Þessi unga söngkona frá Malí er stjarna „Wassoulou“-tónlistarinnar og þykir bera af öllum tónlistarmönnum þeirrar Afríku sem lúmir rétt undir Sahara-eyðimörkinni á landakortinu. „ Malí er að mestu leyti eyðimerkurland og á sér landamæri við Búrkína Fasó, Gíneu, Senegal og Fílabeinsströndina,“ útskýrir Sangare á hljómþýðri frönsku með sterkum afrískum hreim. „ Móðir mín og amma voru frá Wassoulou-héraðinu, sem er grænasta hérað landsins og voru báðar frægar söngkonur. Ég ólst upp við söng þeirra og það má segja að ég hafi erft tónlistargáfur þeirra.“ Tónlist Wassoulou-fólksins þykir einstaklega fáguð og fögur og er undir miklum áhrifum frá veiðimönnum sem fóru með hljóðfæri í langar veiðiferðir. „Það er mjög lítil stéttaskipting meðal Wassoulou-fólksins og listamönnum er gert hátt undir höfði. Söngur og tónlist er líka aðferð okkar til að segja sögu fjölskyldna okkar, langt aftur í tímann.“ Nýja kynslóð Wassoulou-tónlistarinnar hefur gefið af sér þekkta listamenn líkt og Coumba Sidibe, Nahawa Doumbia og Djeneba Diakite sem allar hafa nú farið yfir móðuna miklu. „Það sem einkennir tónlistina er mjúkur söngur ásamt eins konar hörpu sem við köllum L‘osongoni, og var fundin upp af ungum veiðimönnum. Svo er einnig til minni harpa, kamelengoni, sem er leikið á af mjög ungum strákum. Í bland við hörpurnar eru svo flautur og ásláttarhljóðfæri. Við segjum að enginn sem heyrir þessa tónlist, jafnvel þótt hann sé steinsofandi, geti staðist kall hennar heldur rís hann upp og dansar,“ útskýrir Sangare hlæjandi. Hún fæddist árið 1968 í Yanfolia-héraðinu umkringd mismunandi tónlistaráhrifum. „ Ég byrjaði sjálf að syngja á leikskólaaldri. Fólk lét mig standa uppi á borði af því að ég var svo lítil.“ Þegar hún var fimm ára söng hún í fyrsta sinn á tónleikum í íþróttahöll höfuðborgarinnar og segist hafa verið hræðilega skelfd. „Þá hvíslaði mamma að mér að ég ætti að ímynda mér að ég væri heima hjá mér í eldhúsinu, og þá opnaðist loksins á mér hálsinn! Ég hef aldrei fengið sviðsskrekk síðan.“Neitum að gera sömu mistök og eldri kynslóðiroumou sangareÁrið 1986 gekk hún í hljómsveit sem kallast Ensemble National du Mali þar sem Bamba Dembele tók eftir henni. „Ég fór í tónleikaferð um Evrópu með tveimur öðrum söngkonum en þegar ég sneri aftur langaði mig að stofna eigin hljómsveit.“ Fyrsta hljómplata hennar, Moussoulou, var gefin út árið 1990 og var gríðarlega vel tekið. „Ég sem að mestu leyti tónlistina mína sjálf. Ég byrja á laglínunni og útset hana svo ásamt hörpunni og hinum hljóðfærunum. Ég hef ekkert á móti því að færa tónlist í nútímalegra horf og ég er til dæmis mjög hrifin af Salif Keita. Hins vegar er mín eigin tónlist mjög hefðbundin.“ En um hvað syngur hún? „Ég syng um þjáningar kvenna. Ég syng um það sem yngri kynslóðir Malíbúa hafa áhyggjur af. Ég syng um einkvæni. Fjölkvæni tíðkaðist fyrr á tíðum í landi okkar og við, unga fólkið, neitum að gera sömu mistök. Getur ekki einn maður elskað eina konu alla sína ævi? Faðir minn kvæntist til dæmis þremur konum. Ég upplifði sársauka móður minnar og ég get því vel sungið um þetta viðkvæma viðfangsefni.“ En hvernig er staða kvenna í Malí yfirleitt? „Hún er alltaf að styrkjast. Það er til dæmis mikið af konum í ríkisstjórn okkar núna. Það er mikið af kvenréttindafélögum sem eru í góðu sambandi við erlendar konur, til dæmis í Búrkína Fasó og í Frakklandi. Konurnar skilja að með samstöðunni fá þær aukin völd og sumar þessarra kvenna hafa gert ótrúlega hluti eins og að byggja leikskóla úti í graslendunum. Ólæsi hrjáir ungdóm okkar, sérstaklega stúlkur. Brýnasta verkefnið er að kenna ungum stúlkum að lesa og skrifa.“ Sangare hefur aldrei komið til Íslands áður og er spennt fyrir heimsókninni. „Ég veit ekki mikið um landið, en hef heyrt um Íslendingasögurnar sem mér finnast mjög áhugaverðar. Svo hef ég auðvitað heyrt tónlist Bjarkar og reyndar langar mig að heyra íslenskt rokk og ról þegar ég kem til Íslands. Svo vonast ég líka til að hafa dálítinn tíma til að sjá landslagið sem ég hef heyrt að sé undurfagurt.“ Tónleikar Oumou Sangare verða á Vorblóti, fimmtudaginn 17. maí á NASA. Nánari upplýsingar á www.vorblot.isWomen and girl using pestle and mortar to pound millet mali, oumou sangareddddssss
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira