Jóhanna Guðrún springur út í haust 4. maí 2007 11:00 María Björk segir Jóhönnu Guðrúnu vera tilbúna í slaginn en reikna má með að söngkonan unga láti á sér bera hér á landi á næstunni. Fyrir átta árum skaut Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur upp á stjörnuhimininn, aðeins níu ára að aldri. Söngkonan unga var alls staðar í rúm þrjú ár, gaf út þrjár plötur á Íslandi en eins og hendi væri veifað var eins og jörðin hefði gleypt hana. Lítið hefur spurst til Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur síðustu árin. Á bak við tjöldin hefur Jóhanna Guðrún ásamt lærimeistara sínum, Maríu Björk Sverrisdóttur, unnið hörðum höndum að því að finna „rétta stílinn og rétta tóninn" eins og María Björk kemst sjálf að orði þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Reiknað er með að afraksturinn líti dagsins ljós fyrir áramót hér á landi en nú sé bara verið að leita að framleiðanda fyrir síðustu metrana til að setja punktinn yfir i-ið. Meðal þeirra sem koma við sögu á væntanlegri plötu söngkonunnar er Diane Warren, lagahöfundurinn þaulreyndi, en hún hefur samið lög fyrir tónlistarmenn á borð við Aerosmith, Michael Bolton og Jessicu Simpson. Til stendur að Jóhanna Guðrún fari smám saman að láta meira á sér bera á næstunni í íslensku tónlistarlífi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætu landsmenn átt von á því að sjá Jóhönnu Guðrúnu á Airwaves. Hátíð sem oftar en ekki hefur reynst íslenskum tónlistarmönnum happadrjúgur stökkpallur. Þær eru ófáar kjaftasögurnar sem hafa verið í gangi í kringum Jóhönnu Guðrúnu, heimsfrægðin hefur verið sögð á næsta leiti og svona mætti lengi telja. „Fólk heldur oft að svona hlutir gerist bara á einni nóttu en að baki svona verkefni liggur mikil vinna. Róm var ekki byggð á einum degi," segir María. „Svo er þetta líka allt spurning um réttu tímasetninguna." Jóhanna Guðrún er orðin sautján ára og bíður spennt eftir því að leyfa fólki að heyra afrakstur fimm ára þrotlausrar vinnu. Stóru útgáfufyrirtækin Universal og Sony auk annarra stórra útgáfufyrirtækja bíða spennt eftir því að sjá hvernig útkoman verður enda hafa þau fylgst grannt með gangi mála hjá Jóhönnu. María Björk segir enn ekki ákveðið hvort herjað verði á Bandaríkjamarkað eða Bretland þegar þar að kemur en telur líklegra að Ameríka verði fyrir valinu. „Þar er enda fimmtíu prósent af öllum markaðinum og það er oft erfitt að fara frá Bretlandi yfir til Bandaríkjanna," útskýrir María. Hún segir ástæðuna fyrir því að svona langur tími hafi liðið sé fyrst og fremst ungur aldur Jóhönnu. „Við vildum bíða þar til að hún væri orðin sautján ára og að hún væri búin að fullmóta sinn stíl áður en stóru laxarnir næðu að krækja í hana. Því eftir það ráða þeir öllu," segir María sem hefur staðið þétt við bakið á Jóhönnu í gegnum þessi fimm ár. Að sögn Maríu hafa árin verið mikil þolinmæðisvinna, bæði erfið og lærdómsrík en nú sé verið að hleypa þessu mikla ævintýri loks af stokkunum. Fjölmiðlar hafi sýnt þessu mikinn áhuga en þau hafi kosið að halda Jóhönnu sem mest fyrir utan kastljósið. „Nú fer þetta hins vegar allt að bresta á," segir María. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fyrir átta árum skaut Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur upp á stjörnuhimininn, aðeins níu ára að aldri. Söngkonan unga var alls staðar í rúm þrjú ár, gaf út þrjár plötur á Íslandi en eins og hendi væri veifað var eins og jörðin hefði gleypt hana. Lítið hefur spurst til Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur síðustu árin. Á bak við tjöldin hefur Jóhanna Guðrún ásamt lærimeistara sínum, Maríu Björk Sverrisdóttur, unnið hörðum höndum að því að finna „rétta stílinn og rétta tóninn" eins og María Björk kemst sjálf að orði þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Reiknað er með að afraksturinn líti dagsins ljós fyrir áramót hér á landi en nú sé bara verið að leita að framleiðanda fyrir síðustu metrana til að setja punktinn yfir i-ið. Meðal þeirra sem koma við sögu á væntanlegri plötu söngkonunnar er Diane Warren, lagahöfundurinn þaulreyndi, en hún hefur samið lög fyrir tónlistarmenn á borð við Aerosmith, Michael Bolton og Jessicu Simpson. Til stendur að Jóhanna Guðrún fari smám saman að láta meira á sér bera á næstunni í íslensku tónlistarlífi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætu landsmenn átt von á því að sjá Jóhönnu Guðrúnu á Airwaves. Hátíð sem oftar en ekki hefur reynst íslenskum tónlistarmönnum happadrjúgur stökkpallur. Þær eru ófáar kjaftasögurnar sem hafa verið í gangi í kringum Jóhönnu Guðrúnu, heimsfrægðin hefur verið sögð á næsta leiti og svona mætti lengi telja. „Fólk heldur oft að svona hlutir gerist bara á einni nóttu en að baki svona verkefni liggur mikil vinna. Róm var ekki byggð á einum degi," segir María. „Svo er þetta líka allt spurning um réttu tímasetninguna." Jóhanna Guðrún er orðin sautján ára og bíður spennt eftir því að leyfa fólki að heyra afrakstur fimm ára þrotlausrar vinnu. Stóru útgáfufyrirtækin Universal og Sony auk annarra stórra útgáfufyrirtækja bíða spennt eftir því að sjá hvernig útkoman verður enda hafa þau fylgst grannt með gangi mála hjá Jóhönnu. María Björk segir enn ekki ákveðið hvort herjað verði á Bandaríkjamarkað eða Bretland þegar þar að kemur en telur líklegra að Ameríka verði fyrir valinu. „Þar er enda fimmtíu prósent af öllum markaðinum og það er oft erfitt að fara frá Bretlandi yfir til Bandaríkjanna," útskýrir María. Hún segir ástæðuna fyrir því að svona langur tími hafi liðið sé fyrst og fremst ungur aldur Jóhönnu. „Við vildum bíða þar til að hún væri orðin sautján ára og að hún væri búin að fullmóta sinn stíl áður en stóru laxarnir næðu að krækja í hana. Því eftir það ráða þeir öllu," segir María sem hefur staðið þétt við bakið á Jóhönnu í gegnum þessi fimm ár. Að sögn Maríu hafa árin verið mikil þolinmæðisvinna, bæði erfið og lærdómsrík en nú sé verið að hleypa þessu mikla ævintýri loks af stokkunum. Fjölmiðlar hafi sýnt þessu mikinn áhuga en þau hafi kosið að halda Jóhönnu sem mest fyrir utan kastljósið. „Nú fer þetta hins vegar allt að bresta á," segir María.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira