Jafnrétti heima og heiman 25. apríl 2007 05:45 Í júní á síðasta ári varð ég þess heiðurs aðnjótandi að verða fyrsta konan í sögu íslenska lýðveldisins til að gegna embætti utanríkisráðherra. Á þeim tíu mánuðum sem ég hef setið við stjórnvölinn í utanríkisráðuneytinu hef ég lagt sérstaka áherslu á að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi við alla stefnumörkun. Það var löngu tímabært að kona yrði utanríkisráðherra og að hugað yrði að jafnréttisáherslum í utanríkismálum. Ég tel að þau áherslumál sem Ísland hefur sett á oddinn í utanríkismálum í gegnum tíðina hafi ekki alltaf verið málaflokkar sem ættu að vera forgangsatriði herlausrar þjóðar. Það er skoðun mín að í alþjóðastarfi eigi Íslendingar að einbeita sér að verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking kemur helst að gagni. Þróunarmál, mannréttindamál og friðargæsla eru meðal þeirra mála sem ég hef lagt aukna áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þessi mál hafa stundum verið kölluð „mjúku málin" og þannig gefið til kynna að þau skipti ekki jafn miklu máli eða að minni hagsmunir séu þar í húfi en í öðrum málum, sem þá er lýst sem hinum „hörðu málum". En ég spyr: Hvað er „mjúkt" við fátækt og hungur, mannréttindi, málefni flóttamanna, barnahermennsku eða uppbyggingu stríðshrjáðra svæða? Þetta eru ekki málefni sem varða konur frekar en karla, eða eru „mýkri" en önnur mál.Hlutfall kvenna í friðargæslu úr 16% í 43%Eitt af mínum fyrstu verkum í embætti utanríkisráðherra var að gera gagngerar breytingar á skipulagi og áherslum Íslensku friðargæslunnar með það fyrir augum að íslensk sérþekking nýttist sem best í verkefnum sem hentuðu jafnt konum og körlum. Konur voru aðeins um 14% friðargæsluliða í byrjun árs 2004 og 16% þegar ég tók við stjórnartaumunum í utanríkisráðuneytinu. Nú er staðan gjörbreytt. Af 30 friðargæsluliðum á vettvangi eru nú 13 konur, eða 43%. Ég er afar stolt af þessum árangri og vona að með þeirri umræðu sem skapast hefur um friðargæsluna í kjölfarið verði tryggt að kynjasjónarmið verði þar ætíð í heiðri höfð.Í starfi mínu hef ég einnig lagt aukna áherslu á þróunarmál og þá einkum málefni kvenna og barna, sem meðal annars má sjá merki í stórauknum framlögum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Þróunarsjóðs fyrir konur (UNIFEM). Þá hefur einnig sérstaklega verið hugað að konum og börnum í flóttamannaaðstoð sem Ísland veitir. Síðar á þessu ári munum við einmitt bjóða hingað velkominn hóp 25-30 kvenna og barna frá Kólumbíu.Jafnrétti í FramsóknarflokknumEf litið er hingað heim þá hefur staðan í jafnréttismálum vissulega talsvert batnað á síðustu árum en ennþá er langt í land að fullu jafnrétti kynjanna verði náð. Sé litið til stjórnmálanna var einungis þriðjungur ráðherra konur, 37% þingmanna og 36% sveitarstjórnarmanna. Þetta hlutfall þarf að laga.Það verður því spennandi að sjá hver hlutur kvenna verður í kosningunum í næsta mánuði, en því miður er útlitið ekki sérstaklega bjart. Þó er sérstaklega ánægjulegt að nákvæmlega jafn margar konur og karlar eru í framboði fyrir Framsóknarflokkinn. Alls skipa 126 einstaklingar listana, eins og lög gera ráð fyrir, 63 karlar og 63 konur. Þrjár konur og þrír karlar leiða lista fyrir Framsóknarflokkinn og í fjórum efstu sætunum sitja 10 karlar og 14 konur. Þetta er jafnrétti í orði og á borði. Þá hefur komið í hlut okkar framsóknarmanna og kvenna að jafna kynjahlutföllin í ríkisstjórninni, en frá Framsóknarflokki sitja í ríkisstjórn þrjár konur og þrír karlar. Mikilvægt er að við næstu ríkisstjórnarmyndun verði hlutur kvenna betri en nú er.Fimm ráðuneyti – engar konurÉg er fyrsta konan til að gegna embætti utanríkisráðherra. Áður var ég fyrsta konan sem sat í stóli iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en 26 karlar höfðu þar áður setið á ráðherrastól. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að í dag séu enn fimm ráðuneyti þar sem kona hefur aldrei verið við stjórnvölinn. Þetta eru atvinnuvegaráðuneytin tvö, landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti, samgönguráðuneyti, fjármálaráðuneyti og auðvitað sjálft forsætisráðuneytið. Að konur hafi aldrei haldið um stjórnartaumana í þessum mikilvægu ráðuneytum er áminning um að ennþá eigum við langt í land í jafnréttismálum.Það er mikilvægt að konur jafnt sem karlar skiptist á að fara með völd í hinum ólíku málaflokkum. Það er ekkert til sem heitir kvenna- og karlamálefni - harðir eða mjúkir málaflokkar. Eins og í góðu hjónabandi, þar sem hjón taka sameiginlegar ákvarðanir um rekstur heimilisins, þurfa bæði kynin að koma í sameiningu að stjórnun landsins - til jafns.Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Í júní á síðasta ári varð ég þess heiðurs aðnjótandi að verða fyrsta konan í sögu íslenska lýðveldisins til að gegna embætti utanríkisráðherra. Á þeim tíu mánuðum sem ég hef setið við stjórnvölinn í utanríkisráðuneytinu hef ég lagt sérstaka áherslu á að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi við alla stefnumörkun. Það var löngu tímabært að kona yrði utanríkisráðherra og að hugað yrði að jafnréttisáherslum í utanríkismálum. Ég tel að þau áherslumál sem Ísland hefur sett á oddinn í utanríkismálum í gegnum tíðina hafi ekki alltaf verið málaflokkar sem ættu að vera forgangsatriði herlausrar þjóðar. Það er skoðun mín að í alþjóðastarfi eigi Íslendingar að einbeita sér að verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking kemur helst að gagni. Þróunarmál, mannréttindamál og friðargæsla eru meðal þeirra mála sem ég hef lagt aukna áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þessi mál hafa stundum verið kölluð „mjúku málin" og þannig gefið til kynna að þau skipti ekki jafn miklu máli eða að minni hagsmunir séu þar í húfi en í öðrum málum, sem þá er lýst sem hinum „hörðu málum". En ég spyr: Hvað er „mjúkt" við fátækt og hungur, mannréttindi, málefni flóttamanna, barnahermennsku eða uppbyggingu stríðshrjáðra svæða? Þetta eru ekki málefni sem varða konur frekar en karla, eða eru „mýkri" en önnur mál.Hlutfall kvenna í friðargæslu úr 16% í 43%Eitt af mínum fyrstu verkum í embætti utanríkisráðherra var að gera gagngerar breytingar á skipulagi og áherslum Íslensku friðargæslunnar með það fyrir augum að íslensk sérþekking nýttist sem best í verkefnum sem hentuðu jafnt konum og körlum. Konur voru aðeins um 14% friðargæsluliða í byrjun árs 2004 og 16% þegar ég tók við stjórnartaumunum í utanríkisráðuneytinu. Nú er staðan gjörbreytt. Af 30 friðargæsluliðum á vettvangi eru nú 13 konur, eða 43%. Ég er afar stolt af þessum árangri og vona að með þeirri umræðu sem skapast hefur um friðargæsluna í kjölfarið verði tryggt að kynjasjónarmið verði þar ætíð í heiðri höfð.Í starfi mínu hef ég einnig lagt aukna áherslu á þróunarmál og þá einkum málefni kvenna og barna, sem meðal annars má sjá merki í stórauknum framlögum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Þróunarsjóðs fyrir konur (UNIFEM). Þá hefur einnig sérstaklega verið hugað að konum og börnum í flóttamannaaðstoð sem Ísland veitir. Síðar á þessu ári munum við einmitt bjóða hingað velkominn hóp 25-30 kvenna og barna frá Kólumbíu.Jafnrétti í FramsóknarflokknumEf litið er hingað heim þá hefur staðan í jafnréttismálum vissulega talsvert batnað á síðustu árum en ennþá er langt í land að fullu jafnrétti kynjanna verði náð. Sé litið til stjórnmálanna var einungis þriðjungur ráðherra konur, 37% þingmanna og 36% sveitarstjórnarmanna. Þetta hlutfall þarf að laga.Það verður því spennandi að sjá hver hlutur kvenna verður í kosningunum í næsta mánuði, en því miður er útlitið ekki sérstaklega bjart. Þó er sérstaklega ánægjulegt að nákvæmlega jafn margar konur og karlar eru í framboði fyrir Framsóknarflokkinn. Alls skipa 126 einstaklingar listana, eins og lög gera ráð fyrir, 63 karlar og 63 konur. Þrjár konur og þrír karlar leiða lista fyrir Framsóknarflokkinn og í fjórum efstu sætunum sitja 10 karlar og 14 konur. Þetta er jafnrétti í orði og á borði. Þá hefur komið í hlut okkar framsóknarmanna og kvenna að jafna kynjahlutföllin í ríkisstjórninni, en frá Framsóknarflokki sitja í ríkisstjórn þrjár konur og þrír karlar. Mikilvægt er að við næstu ríkisstjórnarmyndun verði hlutur kvenna betri en nú er.Fimm ráðuneyti – engar konurÉg er fyrsta konan til að gegna embætti utanríkisráðherra. Áður var ég fyrsta konan sem sat í stóli iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en 26 karlar höfðu þar áður setið á ráðherrastól. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að í dag séu enn fimm ráðuneyti þar sem kona hefur aldrei verið við stjórnvölinn. Þetta eru atvinnuvegaráðuneytin tvö, landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti, samgönguráðuneyti, fjármálaráðuneyti og auðvitað sjálft forsætisráðuneytið. Að konur hafi aldrei haldið um stjórnartaumana í þessum mikilvægu ráðuneytum er áminning um að ennþá eigum við langt í land í jafnréttismálum.Það er mikilvægt að konur jafnt sem karlar skiptist á að fara með völd í hinum ólíku málaflokkum. Það er ekkert til sem heitir kvenna- og karlamálefni - harðir eða mjúkir málaflokkar. Eins og í góðu hjónabandi, þar sem hjón taka sameiginlegar ákvarðanir um rekstur heimilisins, þurfa bæði kynin að koma í sameiningu að stjórnun landsins - til jafns.Höfundur er utanríkisráðherra.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun