Bjargvættur villta laxins 22. apríl 2007 00:01 Orri Vigfússon hlýtur hin virtu Goldman-umhverfisverðlaun en í hlut Orra koma um 10 milljónir króna. Orri ætlar að margfalda verðlaunaféð og velta áfram til góðra verka. MYND/anton Hvað ætla ég að gera við peninginn? Ég er nú þannig, og hef náð ákveðinni tækni í því hvernig búa má til peninga, að ég mun umsvifalaust fá fyrirtæki og samtök til að leggja fram mótframlög gegn því að ég styrki tiltekin verkefni,” segir Orri Vigfússon athafnamaður og sérlegur verndari villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi. Undanfarin 18 ár hefur Orri helgað líf sitt baráttunni fyrir verndun og viðgangi villts laxs á norðurslóðum. Aðferðafræði hans í umhverfisvernd byggir á kapítalískum hugmyndum. Hann kaupir upp veiðiréttindi og ræðst þannig gegn laxveiðum í net á hafi úti. En í fullri sátt við sjómenn – hans markmið er að allir hagnist. Í gegnum tíðina hefur Orra hlotnast ýmsar viðurkenningar fyrir þessa viðamiklu baráttu sína. En þó líklega enga meiri en þá að vera nú meðal sex sem fá nú verðlaun og viðurkenningu frá hinum virtu Goldman umhverfisverðlaununum - þau stærstu sinnar tegundar á heimsvísu. Kandídatar eru valdir af ráði sem í sitja fulltrúar ýmissa umhverfisverndarsamtaka víðsvegar að úr heiminum. Í rökstuðningi með verðlaununum eru hvergi spöruð stóru orðin og er Orra meðal annars þakkað öðrum mönnum fremur að villti laxinn á norðurslóð er ekki útdauður. Hann er annar Norðurlandabúinn sem hreppir verðlaunin frá upphafi.Fjáröflunarmódel OrraOrri Vigfússon Aðferðarfræðina kallar Orri grænan kapítalistma. Hugmyndin er sú að allir græði á verndun laxins. fréttablaðið/antonÍ hlut Orra koma um tíu milljónir íslenskra króna og þær ætlar hann að margfalda. Og velta áfram til góðra verka. “Einir helstu aðalsamstarfsmenn okkar eru The National and Wildlife Foundation. Þegar ég kom til þeirra fyrst og bað um 250 þúsund dollara til verkefnisins sögðu þeir gott og vel. En þú verður fyrst að safna 500 þúsund dollurum. Það tók mig ár en þá átti ég 750 þúsund dollara.”Eins og kapítalíski frasinn segir: “It takes money to make money.” Ýmis verkefni blasa við; Kaupa upp net í Skotlandi, kaupa upp net í Wales, leigja upp net í Þrándheimi í Noregi og setja upp dagskrá í Rússlandi fyrir Kólaskagann. Orri segir þetta góða hugmynd, að byggja á “matching founds” eða sjóðum sem miða að mótframlögum.“Svona gerði ég þetta á Grænlandi. Stofnaði sjóð þar. Grænlensku sjómennirnir hættu að veiða lax en til að stunda línuveiðar til dæmis á þorski og ufsa þurftu þeir línubeitningarvél sem kostar 200 þúsund danskar. Ég sagði við þá: Finnið þið 60 þúsund og ég skal koma með mótframlag upp á 40 þúsund. Svo getur sveitarfélagið lagt fram 100 þúsund og þá er beitningarvélin komin. Mér finnst þetta sniðug aðferðarfræði. Og hef hug á að koma á fót slíkum sjóði á Íslandi. Sem gæti til dæmis beitt sér fyrir endurheimt votlendis. Ég fór þó í umhverfisráðuneytið og lýsti þessu fyrir Sigríði Önnu [Þórðardóttur þá umhverfisráðherra] en ég held hún hafi ekki skilið þetta. Ég er kannski svona lélegur sölumaður?”Ætli það. Allt frá árinu 1989 hafa samtök Orra, North Atlantic Salmon Fund (NASF), safnað 2.313.850.000 króna, varla að menn kunni að nefna slíkar tölur, til að kaupa upp veiðiréttindi af sjómönnum sem veiða lax í net sín víðsvegar á norðurhveli jarðar.Afdrifaríkt stórafmælihammerskjkoeld simwinga frá ZambíuOrri segist alla tíð hafa verið áhugasamur um laxinn. Hann var á sínum tíma kjörinn formaður Laxárfélagsins við Laxá í Aðaldal og er stoltur af því. Hann er 3. formaður félagsins á 67 árum og er enn. Félagið hefur haft ánna á leigu frá 1940.“Við sáum laxinn minnka með hverju árinu, fækka, og þegar við vorum að undirbúa fimmtíu ára afmæli félagins í september 1989 veltum við því fyrir okkur hvað ætti að gera til að fagna því sagðist ég vilja stoppa allar veiðar á laxi í úthafinu. Ég hélt að það myndi taka tvö til þrjú ár. En ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði tuttugu ára fullt starf.”Verkefnið mikla hefur tekið Orra um heim allan og helstu fjölmiðlar hins vestræna heims hafa fjallað um þetta átak. Orri er formaður í stjórn margra veiðiklúbba um heim allan, í tengslum við sjóði sem miða að verndun vatnasvæða víða um Evrópu, í Rússlandi, Kanada... “Já, hingað og þangað. Við erum orðnir “brand” í tengslum við laxavernd. Við söfnum peningum með ýmsum hætti, biðjum áreigendur og stangveiðimenn sem hafa áhuga á þessu verkefni um liðsinni, höldum laxaveislur, hátíðir þar sem við erum með eitthvað til dýrðar laxinum og fáum helst ríkt fólk til að koma og leggja eitthvað af mörkum. Höldum gjarnan uppboð. Bjóðum þá upp veiði sem annars er erfitt að komast í, stöng eða einhverja rauðvínsflösku. Ein flaska fór til að mynda á eina og hálfa milljón í vetur. Var reyndar Romanée-Conti frá 1971. Nei, ég má ekki segja hver keypti. Já, gerum sitthvað skemmtilegt til að styðja þetta.”Allir græðats munkhbayar frá mongólíu fréttablaðið/Will ParrinelloÞó fjáröflunaraðferðir séu af ýmsu tagi og skemmtilegar er það ekki síst aðferðafræðin sem athygli vekur. Hugmyndafræði sem Orri kallar grænan kapítalisma. Hann notar efnahagslausnir til að takast á við vandamál sem snúa að lífríki laxins.“Við erum með allskonar verkefni sem varða það markmið okkar að endurreisa villta laxastofna í sögulega gnægð. Og það gerum við fyrst og fremst með því að uppræta allar veiðar í hafinu þar sem þær eru stundaðar úr óaðgreindum stofnum. Vísindaleg rök eru gegn því að veiða lax í net í sjó,” segir Orri. Sem leggur á það áherslu að upptaka neta í hafi sé í samlyndi við sjómenn.Sjómönnum er greitt úr sérstökum sjóði sem stofnað er til í viðkomandi landi. Úr honum er veitt til annarra verka sem veiðimenn geta snúið sér að. Þetta er því félagslegt verkefni öðrum þræði. “Ekki aðeins er þetta fyrir stangveiðimenn sem fá fleiri laxa að njóta og verðin hækka heldur stórgræða netaveiðimennirnir einnig vegna verkefna sem gefa meira af sér. Hugmyndin er að allir græði,” segir Orri og nefnir sem dæmi veiðimenn á Grænlandi sem hafa snúið sér að grásleppu- og þorskveiðum í staðinn fyrir að veiða laxinn. Konseptið hefur fengið verðlaun víða og var Orri til dæmis kjörinn umhverfiskapítalist ársins í Bandaríkjunum fyrir fáeinum árum. Orri segir umhverfismál vera bæði hægri og vinstri á ási stjórnmálanna.Írsku svindlararnirpalacios frá perú fréttablaðið/Tom DusenberyOrri segir grundvallaratriði að allir taki þátt af fúsum og frjálsum vilja. Hann vill frjálsa samninga og virðir eignarétt. Ýmsir hagsmunaaðilar standa að sjóðunum og stundum koma ríkisstjórnir einnig að málum. Cirac gaf umhverfisráðuneyti sínu í Frakklandi skipun um að vinna með Orra að þessum málum og sama máli gegnir um Spán. Erfiðastir Orra eru hins vegar frændur vorir Írar.“Fyrir þremur árum keypti ég upp net á Norður Írlandi. Og þeir samþykktu um daginn að kaupa upp reknetin í Írska lýðveldinu. Þeir eru bara svoddan svindlarar Írar. Þeir ætluðu að leika þann leik að breyta bara um nafn á netunum, úr Drift Net í Draft Net. En við Íslendingar kunnum á allt svona. Ég sagði þeim að reyna þetta ekki einu sinni við mig. Ég væri með hreint og tært írskt blóð í æðum og þekkti öll slík undanbrögð.”Árið 1989 voru þeir í Veiðifélagi Laxár í Aðaldal sannfærðir um að Grænlendingar og Færeyingar væru búnir að finna miðin og gönguleiðir laxins. Stofninn var gríðarlega illa farinn, sérstaklega stóri laxinn sem er lengur í sjó og því viðkvæmari fyrir netaveiðum.“Okkur finnst sanngjarnt að aðalgreiðslurnar vegna úthafsveiða á laxi fara til Færeyja og Grænlands. Þeir eiga úthafsveiðikvótana og lífmassi stofnanna verða meira og minna til þar. Þetta er eins og með loðnuveiðarnar. Íslendingar eiga stærsta kvótann því lífmassinn verður fyrst og fremst innan íslenskrar lögsögu. Þetta er bara eðlileg viðskipti. Viðskiptasamningar eru það eina sem virka. Það virðir bransinn. Ef einhver ætlar að svindla stoppa greiðslur.”Höfum drepið of mikið of lengiWillie corduff frá Írlandi Fréttablaðið/ John AntonelliÁ verkefninu eru margvíslegar hliðar sem ekki gefst svigrúm til að rekja hér. En að sögn Orra eru einkum þrjú stórmál í fókus: Kaupa upp öll netaréttindi, veiða og sleppa í ám og betrumbæta öll búsvæði í ánum. Veiða og sleppa hugmyndin hefur farið sem eldur í sinu um heim allan. Jafnvel hér á Íslandi, þar sem menn hafa átt erfitt með að skilja að veiði snúist ekki öðrum þræði um að ná sér í soðið, færist sú aðferð mjög í aukana.“Hrygningastofnninn er því miður að miklu kominn ofan á brauð og búið að éta hann. Aðalvandamálið með fiskveiðar í heiminum er að við erum búnir að drepa allt of mikið allt of lengi. Skiljum aldrei nógu mikið eftir. Ef við étum allt útsæðið erum við í slæmum málum.”Sophia Rablauskas frá kanada fréttablaðið/Tom DusenberySjálfur er Orri ástríðufullur laxveiðimaður sem helst vill veiða á flugu í Aðaldalnum. Hann er einnig leigutaki í Selá í Vopnafirði og í Fljótá í Skagafirði. Orri segir laxinn stórfenglegt dýr. Konungur fiskanna. Fæddur í ám en þegar hann nær ákveðinni stærð verður efnabreyting sem vekur hjá honum þörf til að fara til sjávar. Hann ferðast þúsundir kílómetra um allar norðurslóðir. Í miklum háska staddur í mikilli samkeppni um fæðu. Samt finnur hann sína heimaá aftur.Orri Vigfússon“Já, rosalega fallegur fiskur. Silfurglitrandi þegar hann kemur úr sjónum og sterkur. Ég hef fengið nokkra 20 til 24 punda. Ég fer til Skotlands til veiða í apríl og maí, Noregur og/eða Rússland í júní og svo held ég mig á Íslandi í júlí og ágúst.” Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvað ætla ég að gera við peninginn? Ég er nú þannig, og hef náð ákveðinni tækni í því hvernig búa má til peninga, að ég mun umsvifalaust fá fyrirtæki og samtök til að leggja fram mótframlög gegn því að ég styrki tiltekin verkefni,” segir Orri Vigfússon athafnamaður og sérlegur verndari villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi. Undanfarin 18 ár hefur Orri helgað líf sitt baráttunni fyrir verndun og viðgangi villts laxs á norðurslóðum. Aðferðafræði hans í umhverfisvernd byggir á kapítalískum hugmyndum. Hann kaupir upp veiðiréttindi og ræðst þannig gegn laxveiðum í net á hafi úti. En í fullri sátt við sjómenn – hans markmið er að allir hagnist. Í gegnum tíðina hefur Orra hlotnast ýmsar viðurkenningar fyrir þessa viðamiklu baráttu sína. En þó líklega enga meiri en þá að vera nú meðal sex sem fá nú verðlaun og viðurkenningu frá hinum virtu Goldman umhverfisverðlaununum - þau stærstu sinnar tegundar á heimsvísu. Kandídatar eru valdir af ráði sem í sitja fulltrúar ýmissa umhverfisverndarsamtaka víðsvegar að úr heiminum. Í rökstuðningi með verðlaununum eru hvergi spöruð stóru orðin og er Orra meðal annars þakkað öðrum mönnum fremur að villti laxinn á norðurslóð er ekki útdauður. Hann er annar Norðurlandabúinn sem hreppir verðlaunin frá upphafi.Fjáröflunarmódel OrraOrri Vigfússon Aðferðarfræðina kallar Orri grænan kapítalistma. Hugmyndin er sú að allir græði á verndun laxins. fréttablaðið/antonÍ hlut Orra koma um tíu milljónir íslenskra króna og þær ætlar hann að margfalda. Og velta áfram til góðra verka. “Einir helstu aðalsamstarfsmenn okkar eru The National and Wildlife Foundation. Þegar ég kom til þeirra fyrst og bað um 250 þúsund dollara til verkefnisins sögðu þeir gott og vel. En þú verður fyrst að safna 500 þúsund dollurum. Það tók mig ár en þá átti ég 750 þúsund dollara.”Eins og kapítalíski frasinn segir: “It takes money to make money.” Ýmis verkefni blasa við; Kaupa upp net í Skotlandi, kaupa upp net í Wales, leigja upp net í Þrándheimi í Noregi og setja upp dagskrá í Rússlandi fyrir Kólaskagann. Orri segir þetta góða hugmynd, að byggja á “matching founds” eða sjóðum sem miða að mótframlögum.“Svona gerði ég þetta á Grænlandi. Stofnaði sjóð þar. Grænlensku sjómennirnir hættu að veiða lax en til að stunda línuveiðar til dæmis á þorski og ufsa þurftu þeir línubeitningarvél sem kostar 200 þúsund danskar. Ég sagði við þá: Finnið þið 60 þúsund og ég skal koma með mótframlag upp á 40 þúsund. Svo getur sveitarfélagið lagt fram 100 þúsund og þá er beitningarvélin komin. Mér finnst þetta sniðug aðferðarfræði. Og hef hug á að koma á fót slíkum sjóði á Íslandi. Sem gæti til dæmis beitt sér fyrir endurheimt votlendis. Ég fór þó í umhverfisráðuneytið og lýsti þessu fyrir Sigríði Önnu [Þórðardóttur þá umhverfisráðherra] en ég held hún hafi ekki skilið þetta. Ég er kannski svona lélegur sölumaður?”Ætli það. Allt frá árinu 1989 hafa samtök Orra, North Atlantic Salmon Fund (NASF), safnað 2.313.850.000 króna, varla að menn kunni að nefna slíkar tölur, til að kaupa upp veiðiréttindi af sjómönnum sem veiða lax í net sín víðsvegar á norðurhveli jarðar.Afdrifaríkt stórafmælihammerskjkoeld simwinga frá ZambíuOrri segist alla tíð hafa verið áhugasamur um laxinn. Hann var á sínum tíma kjörinn formaður Laxárfélagsins við Laxá í Aðaldal og er stoltur af því. Hann er 3. formaður félagsins á 67 árum og er enn. Félagið hefur haft ánna á leigu frá 1940.“Við sáum laxinn minnka með hverju árinu, fækka, og þegar við vorum að undirbúa fimmtíu ára afmæli félagins í september 1989 veltum við því fyrir okkur hvað ætti að gera til að fagna því sagðist ég vilja stoppa allar veiðar á laxi í úthafinu. Ég hélt að það myndi taka tvö til þrjú ár. En ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði tuttugu ára fullt starf.”Verkefnið mikla hefur tekið Orra um heim allan og helstu fjölmiðlar hins vestræna heims hafa fjallað um þetta átak. Orri er formaður í stjórn margra veiðiklúbba um heim allan, í tengslum við sjóði sem miða að verndun vatnasvæða víða um Evrópu, í Rússlandi, Kanada... “Já, hingað og þangað. Við erum orðnir “brand” í tengslum við laxavernd. Við söfnum peningum með ýmsum hætti, biðjum áreigendur og stangveiðimenn sem hafa áhuga á þessu verkefni um liðsinni, höldum laxaveislur, hátíðir þar sem við erum með eitthvað til dýrðar laxinum og fáum helst ríkt fólk til að koma og leggja eitthvað af mörkum. Höldum gjarnan uppboð. Bjóðum þá upp veiði sem annars er erfitt að komast í, stöng eða einhverja rauðvínsflösku. Ein flaska fór til að mynda á eina og hálfa milljón í vetur. Var reyndar Romanée-Conti frá 1971. Nei, ég má ekki segja hver keypti. Já, gerum sitthvað skemmtilegt til að styðja þetta.”Allir græðats munkhbayar frá mongólíu fréttablaðið/Will ParrinelloÞó fjáröflunaraðferðir séu af ýmsu tagi og skemmtilegar er það ekki síst aðferðafræðin sem athygli vekur. Hugmyndafræði sem Orri kallar grænan kapítalisma. Hann notar efnahagslausnir til að takast á við vandamál sem snúa að lífríki laxins.“Við erum með allskonar verkefni sem varða það markmið okkar að endurreisa villta laxastofna í sögulega gnægð. Og það gerum við fyrst og fremst með því að uppræta allar veiðar í hafinu þar sem þær eru stundaðar úr óaðgreindum stofnum. Vísindaleg rök eru gegn því að veiða lax í net í sjó,” segir Orri. Sem leggur á það áherslu að upptaka neta í hafi sé í samlyndi við sjómenn.Sjómönnum er greitt úr sérstökum sjóði sem stofnað er til í viðkomandi landi. Úr honum er veitt til annarra verka sem veiðimenn geta snúið sér að. Þetta er því félagslegt verkefni öðrum þræði. “Ekki aðeins er þetta fyrir stangveiðimenn sem fá fleiri laxa að njóta og verðin hækka heldur stórgræða netaveiðimennirnir einnig vegna verkefna sem gefa meira af sér. Hugmyndin er að allir græði,” segir Orri og nefnir sem dæmi veiðimenn á Grænlandi sem hafa snúið sér að grásleppu- og þorskveiðum í staðinn fyrir að veiða laxinn. Konseptið hefur fengið verðlaun víða og var Orri til dæmis kjörinn umhverfiskapítalist ársins í Bandaríkjunum fyrir fáeinum árum. Orri segir umhverfismál vera bæði hægri og vinstri á ási stjórnmálanna.Írsku svindlararnirpalacios frá perú fréttablaðið/Tom DusenberyOrri segir grundvallaratriði að allir taki þátt af fúsum og frjálsum vilja. Hann vill frjálsa samninga og virðir eignarétt. Ýmsir hagsmunaaðilar standa að sjóðunum og stundum koma ríkisstjórnir einnig að málum. Cirac gaf umhverfisráðuneyti sínu í Frakklandi skipun um að vinna með Orra að þessum málum og sama máli gegnir um Spán. Erfiðastir Orra eru hins vegar frændur vorir Írar.“Fyrir þremur árum keypti ég upp net á Norður Írlandi. Og þeir samþykktu um daginn að kaupa upp reknetin í Írska lýðveldinu. Þeir eru bara svoddan svindlarar Írar. Þeir ætluðu að leika þann leik að breyta bara um nafn á netunum, úr Drift Net í Draft Net. En við Íslendingar kunnum á allt svona. Ég sagði þeim að reyna þetta ekki einu sinni við mig. Ég væri með hreint og tært írskt blóð í æðum og þekkti öll slík undanbrögð.”Árið 1989 voru þeir í Veiðifélagi Laxár í Aðaldal sannfærðir um að Grænlendingar og Færeyingar væru búnir að finna miðin og gönguleiðir laxins. Stofninn var gríðarlega illa farinn, sérstaklega stóri laxinn sem er lengur í sjó og því viðkvæmari fyrir netaveiðum.“Okkur finnst sanngjarnt að aðalgreiðslurnar vegna úthafsveiða á laxi fara til Færeyja og Grænlands. Þeir eiga úthafsveiðikvótana og lífmassi stofnanna verða meira og minna til þar. Þetta er eins og með loðnuveiðarnar. Íslendingar eiga stærsta kvótann því lífmassinn verður fyrst og fremst innan íslenskrar lögsögu. Þetta er bara eðlileg viðskipti. Viðskiptasamningar eru það eina sem virka. Það virðir bransinn. Ef einhver ætlar að svindla stoppa greiðslur.”Höfum drepið of mikið of lengiWillie corduff frá Írlandi Fréttablaðið/ John AntonelliÁ verkefninu eru margvíslegar hliðar sem ekki gefst svigrúm til að rekja hér. En að sögn Orra eru einkum þrjú stórmál í fókus: Kaupa upp öll netaréttindi, veiða og sleppa í ám og betrumbæta öll búsvæði í ánum. Veiða og sleppa hugmyndin hefur farið sem eldur í sinu um heim allan. Jafnvel hér á Íslandi, þar sem menn hafa átt erfitt með að skilja að veiði snúist ekki öðrum þræði um að ná sér í soðið, færist sú aðferð mjög í aukana.“Hrygningastofnninn er því miður að miklu kominn ofan á brauð og búið að éta hann. Aðalvandamálið með fiskveiðar í heiminum er að við erum búnir að drepa allt of mikið allt of lengi. Skiljum aldrei nógu mikið eftir. Ef við étum allt útsæðið erum við í slæmum málum.”Sophia Rablauskas frá kanada fréttablaðið/Tom DusenberySjálfur er Orri ástríðufullur laxveiðimaður sem helst vill veiða á flugu í Aðaldalnum. Hann er einnig leigutaki í Selá í Vopnafirði og í Fljótá í Skagafirði. Orri segir laxinn stórfenglegt dýr. Konungur fiskanna. Fæddur í ám en þegar hann nær ákveðinni stærð verður efnabreyting sem vekur hjá honum þörf til að fara til sjávar. Hann ferðast þúsundir kílómetra um allar norðurslóðir. Í miklum háska staddur í mikilli samkeppni um fæðu. Samt finnur hann sína heimaá aftur.Orri Vigfússon“Já, rosalega fallegur fiskur. Silfurglitrandi þegar hann kemur úr sjónum og sterkur. Ég hef fengið nokkra 20 til 24 punda. Ég fer til Skotlands til veiða í apríl og maí, Noregur og/eða Rússland í júní og svo held ég mig á Íslandi í júlí og ágúst.”
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira