Heldri borgarar 20. apríl 2007 00:01 Auðvitað eiga eldri borgarar að vera heldri borgarar. Við, sem erum ekki komin á lífeyrisaldur, eigum að umgangast þá af virðingu og læra af þeim, jafnframt því sem okkur er skylt að liðsinna þeim úr þeirra röðum, sem hafa ekki af óviðráðanlegum ástæðum getað búið sér sjálfir áhyggjulaust ævikvöld. Við hin eldumst, ef Guð lofar. En þetta merkir ekki, að allt sé satt, sem óprúttnir áróðursmenn segja í nafni eldri borgara. Í febrúar 2007 birtist skýrsla frá norrænu tölfræðinefndinni, Nososco, Félagslegt öryggi á Norðurlöndum 2004 (Social tryghed í de nordiske land). Þar kemur fram (í töflu 7.8), að á Norðurlöndum eru lífeyristekjur á mann á mánuði að meðaltali hæstar á Íslandi. Þetta er merkileg niðurstaða. Þótt íslenskir lífeyrisþegar séu vissulega ekki allir of sælir af meðaltekjum sínum, eru þær hærri en í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Þess ber auðvitað að gæta, að þetta er meðaltal og sumir með talsvert lægri tekjur en því nemur og aðrir um leið með talsvert hærri. Stefán Ólafsson prófessor, sem helst málar hér skrattann á vegginn (í von um, að hann komi?), unir þessari niðurstöðu illa. Hann gerir í Morgunblaðinu 20. mars harða hríð að fjármálaráðuneytinu fyrir að koma hinni norrænu skýrslu á framfæri. Hann segir, að talan um meðallífeyristekjur á Íslandi sé rangt reiknuð og komi ekki heldur heim og saman við aðra tölu í sömu skýrslu (töflu 3.25). Sú sé um heildarútgjöld vegna ellílífeyris á hvern ellilífeyrisþega, en þau séu hér næstlægst á Norðurlöndum. Stefán bendir á, að talan um meðallífeyristekjur aldraðra er fengin með því að leggja saman lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun og deila í með fjölda þeirra, sem þiggja grunnlífeyri frá Tryggingastofnun, árið 2004 um 26 þúsund manns. Fjöldi Íslendinga á lífeyrisaldri var þá hins vegar um 31 þúsund. En athugasemd Stefáns er röng, vegna þess að þau fimm þúsund manns, sem voru á lífeyrisaldri, en þáðu ekki grunnlífeyri frá Tryggingastofnun, fengu hann ekki, af því að þau höfðu svo háar atvinnu- eða fjármagnstekjur. (Lífeyristekjur úr lífeyrissjóðum valda ekki skerðingu á grunnlífeyri ólíkt atvinnu- og fjármagnstekjum.) Þetta fólk var að vinna. Þótt það væri á lífeyrisaldri, var það ekki lífeyrisþegar, hafði ekki lífeyristekjur. Ef lífeyristekjur aldraðra eru samkvæmt hinni norrænu skýrslu að meðaltali hæstar á Íslandi, hvernig stendur þá á því, sem Stefán fullyrðir, að á Norðurlöndum eru heildarútgjöld ¿vegna ellilífeyris á hvern ellilífeyrisþega¿ samkvæmt sömu skýrslu næstlægst á Íslandi? Ástæðan er einföld. Talan í skýrslunni er önnur en Stefán segir. Hún er um heildarútgjöld vegna ellilífeyris á hvern íbúa á lífeyrisaldri (67 ára og eldri), ekki á hvern ellilífeyrisþega. Þessi tala er auðvitað lægri fyrir Ísland en önnur Norðurlönd, af því að fleiri vinna hér og taka ekki lífeyri. Á þetta er sérstaklega bent í skýrslunni (bls. 158). Stefán er sekur um ómerkilega talnabrellu. Einnig kemur fram í norrænu skýrslunni, að á Norðurlöndum er margvísleg þjónusta við aldraða mest í krónum talin hér á landi. Nýlega var síðan birt önnur skýrsla á vegum Evrópusambandsins, Poverty and Social Exclusion (Fátækt og félagsleg útskúfun). Í Evrópu eru samkvæmt henni fæstir eldri borgarar hlutfallslega við eða undir fátæktarmörkum í Lúxemborg, 6%, en næstfæstir á Íslandi, 9%. Í öllum öðrum Evrópulöndum, þar á meðal Svíþjóð, Danmörku og Noregi, eru fleiri eldri borgarar hlutfallslega við og undir fátæktarmörkum. Fjórða staðreyndin er líka athyglisverð, en hana getur að líta í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, O. E. C. D., um lífeyrissjóði. Íslenskir lífeyrissjóðir eru að verða hinir öflugustu í heimi. Þeir eru að fyllast, um leið og margir ríkisreknir lífeyrissjóðir Evrópu eru að tæmast. Einhver hópur eldri borgara á Íslandi hefur vissulega ekki notið sem skyldi eflingar lífeyrissjóðanna, sérstaklega fólk talsvert yfir sjötugt. Um er að kenna stjórnvöldum fyrir 1991, sem torvelduðu lífeyrissjóðum þá að vaxa og eflast. Það breytir því ekki, að vanda þessa fólks ber að leysa. Eldri borgarar eiga allir að vera heldri borgarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Auðvitað eiga eldri borgarar að vera heldri borgarar. Við, sem erum ekki komin á lífeyrisaldur, eigum að umgangast þá af virðingu og læra af þeim, jafnframt því sem okkur er skylt að liðsinna þeim úr þeirra röðum, sem hafa ekki af óviðráðanlegum ástæðum getað búið sér sjálfir áhyggjulaust ævikvöld. Við hin eldumst, ef Guð lofar. En þetta merkir ekki, að allt sé satt, sem óprúttnir áróðursmenn segja í nafni eldri borgara. Í febrúar 2007 birtist skýrsla frá norrænu tölfræðinefndinni, Nososco, Félagslegt öryggi á Norðurlöndum 2004 (Social tryghed í de nordiske land). Þar kemur fram (í töflu 7.8), að á Norðurlöndum eru lífeyristekjur á mann á mánuði að meðaltali hæstar á Íslandi. Þetta er merkileg niðurstaða. Þótt íslenskir lífeyrisþegar séu vissulega ekki allir of sælir af meðaltekjum sínum, eru þær hærri en í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Þess ber auðvitað að gæta, að þetta er meðaltal og sumir með talsvert lægri tekjur en því nemur og aðrir um leið með talsvert hærri. Stefán Ólafsson prófessor, sem helst málar hér skrattann á vegginn (í von um, að hann komi?), unir þessari niðurstöðu illa. Hann gerir í Morgunblaðinu 20. mars harða hríð að fjármálaráðuneytinu fyrir að koma hinni norrænu skýrslu á framfæri. Hann segir, að talan um meðallífeyristekjur á Íslandi sé rangt reiknuð og komi ekki heldur heim og saman við aðra tölu í sömu skýrslu (töflu 3.25). Sú sé um heildarútgjöld vegna ellílífeyris á hvern ellilífeyrisþega, en þau séu hér næstlægst á Norðurlöndum. Stefán bendir á, að talan um meðallífeyristekjur aldraðra er fengin með því að leggja saman lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun og deila í með fjölda þeirra, sem þiggja grunnlífeyri frá Tryggingastofnun, árið 2004 um 26 þúsund manns. Fjöldi Íslendinga á lífeyrisaldri var þá hins vegar um 31 þúsund. En athugasemd Stefáns er röng, vegna þess að þau fimm þúsund manns, sem voru á lífeyrisaldri, en þáðu ekki grunnlífeyri frá Tryggingastofnun, fengu hann ekki, af því að þau höfðu svo háar atvinnu- eða fjármagnstekjur. (Lífeyristekjur úr lífeyrissjóðum valda ekki skerðingu á grunnlífeyri ólíkt atvinnu- og fjármagnstekjum.) Þetta fólk var að vinna. Þótt það væri á lífeyrisaldri, var það ekki lífeyrisþegar, hafði ekki lífeyristekjur. Ef lífeyristekjur aldraðra eru samkvæmt hinni norrænu skýrslu að meðaltali hæstar á Íslandi, hvernig stendur þá á því, sem Stefán fullyrðir, að á Norðurlöndum eru heildarútgjöld ¿vegna ellilífeyris á hvern ellilífeyrisþega¿ samkvæmt sömu skýrslu næstlægst á Íslandi? Ástæðan er einföld. Talan í skýrslunni er önnur en Stefán segir. Hún er um heildarútgjöld vegna ellilífeyris á hvern íbúa á lífeyrisaldri (67 ára og eldri), ekki á hvern ellilífeyrisþega. Þessi tala er auðvitað lægri fyrir Ísland en önnur Norðurlönd, af því að fleiri vinna hér og taka ekki lífeyri. Á þetta er sérstaklega bent í skýrslunni (bls. 158). Stefán er sekur um ómerkilega talnabrellu. Einnig kemur fram í norrænu skýrslunni, að á Norðurlöndum er margvísleg þjónusta við aldraða mest í krónum talin hér á landi. Nýlega var síðan birt önnur skýrsla á vegum Evrópusambandsins, Poverty and Social Exclusion (Fátækt og félagsleg útskúfun). Í Evrópu eru samkvæmt henni fæstir eldri borgarar hlutfallslega við eða undir fátæktarmörkum í Lúxemborg, 6%, en næstfæstir á Íslandi, 9%. Í öllum öðrum Evrópulöndum, þar á meðal Svíþjóð, Danmörku og Noregi, eru fleiri eldri borgarar hlutfallslega við og undir fátæktarmörkum. Fjórða staðreyndin er líka athyglisverð, en hana getur að líta í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, O. E. C. D., um lífeyrissjóði. Íslenskir lífeyrissjóðir eru að verða hinir öflugustu í heimi. Þeir eru að fyllast, um leið og margir ríkisreknir lífeyrissjóðir Evrópu eru að tæmast. Einhver hópur eldri borgara á Íslandi hefur vissulega ekki notið sem skyldi eflingar lífeyrissjóðanna, sérstaklega fólk talsvert yfir sjötugt. Um er að kenna stjórnvöldum fyrir 1991, sem torvelduðu lífeyrissjóðum þá að vaxa og eflast. Það breytir því ekki, að vanda þessa fólks ber að leysa. Eldri borgarar eiga allir að vera heldri borgarar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun