Matreiðir af miklum móð 19. apríl 2007 13:30 Orri Huginn Ágústsson leikari setti grillið út í garð fyrir mánuði síðan. Hann segist nánast vera matarpervert. MYND/Anton Leikarinn Orri Huginn Ágústsson stundar eldamennsku eins og aðrir stunda golf. Hann sótti grillið inn í skúr fyrir mánuði. „Matur er eiginlega aðalhobbíið mitt. Ég er nánast matarpervert,“ sagði Orri. Þó að hann hafi gaman af tilraunastarfsemi í eldhúsinu segir hann þó mikilvægt að hafa einfalda rétti sem mótvægi. „Þessar uppskriftir eru til dæmis bara einfaldur og fljótlegur matur, en samt til að gera vel við sig,“ sagði Orri. Í sumar er hins vegar heljarinnar matarveisla á dagskrá, sem Orri segir útheimta margra daga eldamennsku. „Við erum tuttugu í hópi sem höldum nýársboð. Í ár frestaðist það af óviðráðanlegum orsökum og verður því að garðveislu í júlí í staðinn. Síðast þegar við héldum svona boð vorum við með tíu rétti á mann og elduðum í fjóra daga. En svo eldar maður ekki í tvo mánuði eftir það,“ sagði hann kíminn. Fyrir leikara er ekki alls kostar auðvelt að sinna eldamennsku á kvöldin. „Við frumsýnum söngleikinn Gretti á sunnudaginn og ég hef ekki komist mikið í pottana í törninni.“ sagði Orri. „En ég sé fram á gósentíð eftir frumsýningu og þá getur maður leyft sér að gera einhverjar gloríur í eldhúsinu. Með hækkandi sól fyllist maður líka meiri móð og ég dró grillið út í garð fyrir mánuði síðan. Uppskrift eins og þessi er þægileg en pínulítið öðruvísi. Þetta er ekkert flóknara en formarinerað kjöt en mikið skemmtilegra,“ sagði hann.Nautafillé í bjórmaríneringu1 kg nautafillé, skorið í jöfn og falleg 200-250 g stykki ½ flaska af uppáhalds bjórnum þínum (skemmir ekki ef hann er millidökkur) 1 dl af uppáhalds bbq-sósunni þinni salt og piparMeðlæti4 bökunarkartöflur í álpappír 4 heilir rauðlaukar í álpappír Mangó-jógúrtsósa 1 dós mangó jógúrt frá Biobú 1 msk. nýkreist límóna 1 tsk. fínt rifinn límónubörkur 1 rif hvítlaukur, fínt saxað salt Bökunartími kartaflnanna fer auðvitað eftir stærð en 45 mínútur eru þó yfirleitt nægur tími. Rauðlaukurinn má fara á grillið á sama tíma og kartöflurnar.Kryddið steikur með salti og pipar eftir smekk. Blandið bjór og bbq-sósu saman í skál og marinerið kjöt í a.m.k. 30 mín. Það má flækja marineringuna með þurrkryddum og hunangi en hún er alveg nógu bragðmikil og góð svona einföld. Hitið grillið vel, látið kjötið á heita grindina í stutta stund á hverri hlið til að fá fallegar rákir og góða grillbragðið. Lækkið hitann aðeins og grillið í u.þ.b. 22-25 mínútur í heildina eða eftir smekk.Innihaldi jógúrtsósunnar blandað saman í skál og borið fram. Sósan er frábær með bæði kartöflunum og kjötinu. Til að væta kverkarnar er kjörið að bera fram meira af uppáhaldsbjórnum þínum, því ekkert á eins vel við þessa nautasteik eins og bjórinn sem hún er marineruð í. Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Leikarinn Orri Huginn Ágústsson stundar eldamennsku eins og aðrir stunda golf. Hann sótti grillið inn í skúr fyrir mánuði. „Matur er eiginlega aðalhobbíið mitt. Ég er nánast matarpervert,“ sagði Orri. Þó að hann hafi gaman af tilraunastarfsemi í eldhúsinu segir hann þó mikilvægt að hafa einfalda rétti sem mótvægi. „Þessar uppskriftir eru til dæmis bara einfaldur og fljótlegur matur, en samt til að gera vel við sig,“ sagði Orri. Í sumar er hins vegar heljarinnar matarveisla á dagskrá, sem Orri segir útheimta margra daga eldamennsku. „Við erum tuttugu í hópi sem höldum nýársboð. Í ár frestaðist það af óviðráðanlegum orsökum og verður því að garðveislu í júlí í staðinn. Síðast þegar við héldum svona boð vorum við með tíu rétti á mann og elduðum í fjóra daga. En svo eldar maður ekki í tvo mánuði eftir það,“ sagði hann kíminn. Fyrir leikara er ekki alls kostar auðvelt að sinna eldamennsku á kvöldin. „Við frumsýnum söngleikinn Gretti á sunnudaginn og ég hef ekki komist mikið í pottana í törninni.“ sagði Orri. „En ég sé fram á gósentíð eftir frumsýningu og þá getur maður leyft sér að gera einhverjar gloríur í eldhúsinu. Með hækkandi sól fyllist maður líka meiri móð og ég dró grillið út í garð fyrir mánuði síðan. Uppskrift eins og þessi er þægileg en pínulítið öðruvísi. Þetta er ekkert flóknara en formarinerað kjöt en mikið skemmtilegra,“ sagði hann.Nautafillé í bjórmaríneringu1 kg nautafillé, skorið í jöfn og falleg 200-250 g stykki ½ flaska af uppáhalds bjórnum þínum (skemmir ekki ef hann er millidökkur) 1 dl af uppáhalds bbq-sósunni þinni salt og piparMeðlæti4 bökunarkartöflur í álpappír 4 heilir rauðlaukar í álpappír Mangó-jógúrtsósa 1 dós mangó jógúrt frá Biobú 1 msk. nýkreist límóna 1 tsk. fínt rifinn límónubörkur 1 rif hvítlaukur, fínt saxað salt Bökunartími kartaflnanna fer auðvitað eftir stærð en 45 mínútur eru þó yfirleitt nægur tími. Rauðlaukurinn má fara á grillið á sama tíma og kartöflurnar.Kryddið steikur með salti og pipar eftir smekk. Blandið bjór og bbq-sósu saman í skál og marinerið kjöt í a.m.k. 30 mín. Það má flækja marineringuna með þurrkryddum og hunangi en hún er alveg nógu bragðmikil og góð svona einföld. Hitið grillið vel, látið kjötið á heita grindina í stutta stund á hverri hlið til að fá fallegar rákir og góða grillbragðið. Lækkið hitann aðeins og grillið í u.þ.b. 22-25 mínútur í heildina eða eftir smekk.Innihaldi jógúrtsósunnar blandað saman í skál og borið fram. Sósan er frábær með bæði kartöflunum og kjötinu. Til að væta kverkarnar er kjörið að bera fram meira af uppáhaldsbjórnum þínum, því ekkert á eins vel við þessa nautasteik eins og bjórinn sem hún er marineruð í.
Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira