GTA: Vice City Stories - Þrjár stjörnur 18. apríl 2007 09:00 GTA: Vice City Stories Grand Theft Auto: Vice City Stories er afskaplega klassískur GTA-leikur. Hann er alveg jafn ofbeldisfullur og fyrirrennarar hans, verkefnin eru svipuð og áður og grafíkin hefur ekki tekið neinum stakkaskiptum. Hann kom út fyrir handleikjatölvuna PSP fyrir nokkru, og er nú kominn á PlayStation 2. Sögusvið leiksins er Vice City borgin, og gerist hann tveimur árum áður en GTA: Vice City, sem kom út fyrir nokkrum árum. Leikmaðurinn spilar sem Vic Vance, bróðir Lance Vance, aðalpersónunnar í GTA: Vice City. Vic hefur gengið í herinn til þess að þéna pening fyrir fjölskyldu sína, og að áeggjan yfirmanns síns fer hann að sinna æ skuggalegri verkefnum og flækist vegna þess í blóðugan og ofbeldisfullan söguþráð. Sagan er ágæt, en persónusköpunin ansi slöpp. Frá byrjun fær maður að heyra að Vic sé góður gaur sem vill ekki brjóta lög, en þrátt fyrir það hreyfir hann ekki við mótmælum þegar hann er beðinn um að skutla vændiskonum hingað og þangað, fela fíkniefni og drepa hóp Mexíkóa vegna fíkniefnaskuldar. Fyrir vikið á maður frekar erfitt með að taka persónuna alvarlega. Hvað spilunina varðar er fátt nýtt á ferðinni, sem er ekkert endilega slæmt. Borgin er stór, frelsið er mikið og það þreytist seint að slátra löggum og saklausum fótgangendum með fjölbreyttu vopnabúri. Hljóðið er áberandi gott og í raun hápunktur leiksins. Raddsetningin er raunveruleg og tónlistin er skemmtilegur þverskurður af rokk-, popp-, dans- og hiphop-tónlist níunda áratugarins. Þeir sem hafa spilað alla hina GTA-leikina og þyrstir í meira munu eflaust hafa nokkuð gaman af þessum leik. Sagan er ágæt og leikurinn spilast eins og klassískur Grand Theft Auto-leikur. Ekki spillir fyrir að hann kostar aðeins þrjú þúsund kall úti í búð. Aðrir ættu sennilega að sleppa honum og spila frekar GTA: San Andreas. Eða bara ekki spila svona ofbeldisfulla tölvuleiki.Salvar Þór Sigurðarson Leikjavísir Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Grand Theft Auto: Vice City Stories er afskaplega klassískur GTA-leikur. Hann er alveg jafn ofbeldisfullur og fyrirrennarar hans, verkefnin eru svipuð og áður og grafíkin hefur ekki tekið neinum stakkaskiptum. Hann kom út fyrir handleikjatölvuna PSP fyrir nokkru, og er nú kominn á PlayStation 2. Sögusvið leiksins er Vice City borgin, og gerist hann tveimur árum áður en GTA: Vice City, sem kom út fyrir nokkrum árum. Leikmaðurinn spilar sem Vic Vance, bróðir Lance Vance, aðalpersónunnar í GTA: Vice City. Vic hefur gengið í herinn til þess að þéna pening fyrir fjölskyldu sína, og að áeggjan yfirmanns síns fer hann að sinna æ skuggalegri verkefnum og flækist vegna þess í blóðugan og ofbeldisfullan söguþráð. Sagan er ágæt, en persónusköpunin ansi slöpp. Frá byrjun fær maður að heyra að Vic sé góður gaur sem vill ekki brjóta lög, en þrátt fyrir það hreyfir hann ekki við mótmælum þegar hann er beðinn um að skutla vændiskonum hingað og þangað, fela fíkniefni og drepa hóp Mexíkóa vegna fíkniefnaskuldar. Fyrir vikið á maður frekar erfitt með að taka persónuna alvarlega. Hvað spilunina varðar er fátt nýtt á ferðinni, sem er ekkert endilega slæmt. Borgin er stór, frelsið er mikið og það þreytist seint að slátra löggum og saklausum fótgangendum með fjölbreyttu vopnabúri. Hljóðið er áberandi gott og í raun hápunktur leiksins. Raddsetningin er raunveruleg og tónlistin er skemmtilegur þverskurður af rokk-, popp-, dans- og hiphop-tónlist níunda áratugarins. Þeir sem hafa spilað alla hina GTA-leikina og þyrstir í meira munu eflaust hafa nokkuð gaman af þessum leik. Sagan er ágæt og leikurinn spilast eins og klassískur Grand Theft Auto-leikur. Ekki spillir fyrir að hann kostar aðeins þrjú þúsund kall úti í búð. Aðrir ættu sennilega að sleppa honum og spila frekar GTA: San Andreas. Eða bara ekki spila svona ofbeldisfulla tölvuleiki.Salvar Þór Sigurðarson
Leikjavísir Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira