Hafnarfjarðaráhrifin 17. apríl 2007 00:01 Skoðanakannanir eru jafnan fróðleg vísbending um hreyfingu undiröldunnar í aðdraganda kosninga. Framan af vetri fylgdi hún nokkuð ákveðinni straumstefnu. Allra síðustu kannanir benda hins vegar til nokkurra misbrigða. Á þessu stigi verður ekki séð hvort þar er um að ræða öldurót eða straumbreytingu. Lengst af bentu skoðanakannanir mjög ákveðið til þess að meirihluti stjórnarflokkanna myndi ekki halda. Upp á síðkastið hafa hins vegar komið fram vísbendingar um að styrkleikahlutföllin milli stjórnar og stjórnarandstöðu standi í járnum. Með öðrum orðum: Straumstefna pólitískrar undiröldu sýnist eins og sakir standa ekki vera jafn ákveðin og fram til þessa. Það er einvörðungu mikil fylgisaukning Vinstri græns sem ógnað hefur meirihluta ríkisstjórnarflokkanna. Stóriðjumálin sýnast vera augsæ skýring þar á. En nú gerist það að horfur á þreföldun fylgis eru að breytast í tvöföldun. Sterk teikn eru á lofti um að Hafnfirðingar hafi ráðið nokkru um þau pólitísku misbrigði sem nú verður vart. Nærlægt er að draga þá ályktun að mörgum þyki nóg að gert eftir að Hafnfirðingar brugðu fæti fyrir stækkun álversins í Straumsvík og þau áform heyra sögunni til. Ótvírætt var skýr vilji til þess að hægja á ferðinni í þessum efnum. Nú hefur það verið gert. Það verkefni er frá. Menn þurfa einfaldlega ekki lengur að kjósa Vinstri grænt til þess að ná því fram. Þingkosningarnar snúast að sama skapi ekki þar um eins og áður stefndi í. Hafnfirðingar sáu um það. Margir líta ugglaust svo á að frekari stöðvun þróunar á orkuvinnslu geti einfaldlega komið niður á lífskjörum almennings og hamlað útrás þeirrar tækniþekkingar á nýtingu orkulinda sem nú er að hefjast. Hvort þessi áhrif eiga eftir að vara fram til kosninga á svo eftir að koma í ljós. Breytingar á skoðanakönnunum um óskir fólks um ríkisstjónarsamstarf benda einnig til Hafnarfjarðaráhrifa af þessu tagi. Stuðningur við áframhaldandi samstarf ríkisstjónarflokkanna hefur heldur aukist en er þó ekki nema tæp 35 af hundraði. Fylgi við samstjórn allra þriggja stjórnarandstöðuflokkanna er innan við fjóra af hundraði. Stuðningur við samstarf Samfylkingar og Vinstri græns fellur verulega, enda útséð með að þeir geti myndað tveggja flokka stjórn. Þannig benda þessar kannanir ekki til að kjósendur líti á stjórnarflokkana og stjórnarandstöðuflokkana sem andstæður sem velja þurfi á milli. Vísbendingarnar eru fremur í þá veru að vilji kjósenda standi til að kosningarnar færi þeim ríkisstjórn sem væri einhvers konar blanda núverandi stjórnar og stjórnarandstöðu. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokksins sjá Vinstri grænt sem efni í slíka blöndu en Samfylkingu. Meðal kjósenda hennar sýnist áhugi á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hins vegar fara vaxandi þó að hann geti ekki talist umtalsverður. Samstarf Framsóknarflokks við Samfylkingu og Vinstri grænt er einnig mögulegur kostur þó að óskir kjósenda sýnist ekki standa til þess. Þess er ekki að vænta að einstakir stjórnmálaflokkar útiloki fyrirfram ákveðna stjórnarmyndunarkosti. En flokkarnir geta eigi að síður lagt skýrari línur fyrir kjósendur með öðrum hætti. Það má til að mynda gera með málefnalegum áherslum og ábendingum um það sem sameinar rétt eins og áréttingum um það sem skilur á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Skoðanakannanir eru jafnan fróðleg vísbending um hreyfingu undiröldunnar í aðdraganda kosninga. Framan af vetri fylgdi hún nokkuð ákveðinni straumstefnu. Allra síðustu kannanir benda hins vegar til nokkurra misbrigða. Á þessu stigi verður ekki séð hvort þar er um að ræða öldurót eða straumbreytingu. Lengst af bentu skoðanakannanir mjög ákveðið til þess að meirihluti stjórnarflokkanna myndi ekki halda. Upp á síðkastið hafa hins vegar komið fram vísbendingar um að styrkleikahlutföllin milli stjórnar og stjórnarandstöðu standi í járnum. Með öðrum orðum: Straumstefna pólitískrar undiröldu sýnist eins og sakir standa ekki vera jafn ákveðin og fram til þessa. Það er einvörðungu mikil fylgisaukning Vinstri græns sem ógnað hefur meirihluta ríkisstjórnarflokkanna. Stóriðjumálin sýnast vera augsæ skýring þar á. En nú gerist það að horfur á þreföldun fylgis eru að breytast í tvöföldun. Sterk teikn eru á lofti um að Hafnfirðingar hafi ráðið nokkru um þau pólitísku misbrigði sem nú verður vart. Nærlægt er að draga þá ályktun að mörgum þyki nóg að gert eftir að Hafnfirðingar brugðu fæti fyrir stækkun álversins í Straumsvík og þau áform heyra sögunni til. Ótvírætt var skýr vilji til þess að hægja á ferðinni í þessum efnum. Nú hefur það verið gert. Það verkefni er frá. Menn þurfa einfaldlega ekki lengur að kjósa Vinstri grænt til þess að ná því fram. Þingkosningarnar snúast að sama skapi ekki þar um eins og áður stefndi í. Hafnfirðingar sáu um það. Margir líta ugglaust svo á að frekari stöðvun þróunar á orkuvinnslu geti einfaldlega komið niður á lífskjörum almennings og hamlað útrás þeirrar tækniþekkingar á nýtingu orkulinda sem nú er að hefjast. Hvort þessi áhrif eiga eftir að vara fram til kosninga á svo eftir að koma í ljós. Breytingar á skoðanakönnunum um óskir fólks um ríkisstjónarsamstarf benda einnig til Hafnarfjarðaráhrifa af þessu tagi. Stuðningur við áframhaldandi samstarf ríkisstjónarflokkanna hefur heldur aukist en er þó ekki nema tæp 35 af hundraði. Fylgi við samstjórn allra þriggja stjórnarandstöðuflokkanna er innan við fjóra af hundraði. Stuðningur við samstarf Samfylkingar og Vinstri græns fellur verulega, enda útséð með að þeir geti myndað tveggja flokka stjórn. Þannig benda þessar kannanir ekki til að kjósendur líti á stjórnarflokkana og stjórnarandstöðuflokkana sem andstæður sem velja þurfi á milli. Vísbendingarnar eru fremur í þá veru að vilji kjósenda standi til að kosningarnar færi þeim ríkisstjórn sem væri einhvers konar blanda núverandi stjórnar og stjórnarandstöðu. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokksins sjá Vinstri grænt sem efni í slíka blöndu en Samfylkingu. Meðal kjósenda hennar sýnist áhugi á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hins vegar fara vaxandi þó að hann geti ekki talist umtalsverður. Samstarf Framsóknarflokks við Samfylkingu og Vinstri grænt er einnig mögulegur kostur þó að óskir kjósenda sýnist ekki standa til þess. Þess er ekki að vænta að einstakir stjórnmálaflokkar útiloki fyrirfram ákveðna stjórnarmyndunarkosti. En flokkarnir geta eigi að síður lagt skýrari línur fyrir kjósendur með öðrum hætti. Það má til að mynda gera með málefnalegum áherslum og ábendingum um það sem sameinar rétt eins og áréttingum um það sem skilur á milli.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun