Tónleikar: Peter Bjorn and John - fjórar stjörnur 16. apríl 2007 09:00 Upphitunarböndin í fantaformi, góð stemning í salnum og Peter Bjorn án John nær gallalaus. Frábært tónleikakvöld. Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. Sprengjuhöllin hóf leikinn á Nasa þetta ágæta föstudagskvöld sem átti eftir að verða eftirminnilegt. Nokkur tæknileg vandamál urðu á vegi Sprengjuhallarinnar en hún bætti það upp með sinni einstöku spilagleði. Salurinn var reyndar nær tómur þegar Sprengjuhöllin steig á stokk en undir lokin höfðu fleiri bæst í hópinn og stuðið því fínt. Næstur var Pétur Ben en með framkomu sinni sannaði Pétur hversu stórfenglegur skemmtikraftur hann er. Með kassagítarinn einan að vopni hitaði Pétur skarann upp svo um munaði og var framúrskarandi. Ekki leið á löngu áður en aðalhljómsveit kvöldsins, Peter Bjorn and John, tölti síðan inn á sviðið. Þarna voru þeir þremenningarnir mættir; Peter á gítar, Bjorn á bassa og John á trommur. En nei, bíddu, þetta var ekki John á trommunum! Þetta voru þá bara Peter Bjorn og síðan einhver á trommunum. Sá reyndar stóð sig með stakri prýði og því var John-söknuðurinn ekki mikill. Þrátt fyrir að plata sveitinnar, Writer's Block, sé mín uppáhalds frá síðasta ári náði Peter Bjorn and ónefndur að fara fram úr mínum björtustu vonum á tónleikunum. Efni af fyrrnefndri plötu var eins og gefur að skilja áberandi en annars spilaði sveitin lög af öllum þrem plötum sveitarinnar. Salurinn tók lögunum fagnandi enda vel fullur og stemningin fín. Þannig ætlaði allt um koll að keyra þegar blísturslagið ógurlega, Young Folks, tók að óma enda líkegt að það hafi verið eina lagið sem meginþorri áhorfenda hafði heyrt með sveitinni. Flottur Pétur Ben og Sprengjuhöllin hituðu upp og stóðu sig vel.MYND/rósa Flutning lagsins verður líklegast að nefna sem einn af hápunktum kvöldsins. Ekkert toppaði þó flutning sveitarinnar á laginu Up Against the Wall sem var lagið fyrir uppklapp. Hressilega uppbyggt lag, alveg ótrúlega þétt og sveitin spilaði það af jafnvel enn meiri ákefð og krafti en á plötunni. Ég held að það verði ekki annað sagt en að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum enda flestir skælbrosandi þegar þeir gengu út. Löng biðröð við básinn sem seldi varning tengdan sveitinni sagði líka sína sögu. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það var þétt setinn bekkurinn á Nasa á föstudagskvöldið þegar sænska hljómsveitin Peter Bjorn and John steig á stokk. Steinþór Helgi Arnsteinsson var mættur á staðinn. Sprengjuhöllin hóf leikinn á Nasa þetta ágæta föstudagskvöld sem átti eftir að verða eftirminnilegt. Nokkur tæknileg vandamál urðu á vegi Sprengjuhallarinnar en hún bætti það upp með sinni einstöku spilagleði. Salurinn var reyndar nær tómur þegar Sprengjuhöllin steig á stokk en undir lokin höfðu fleiri bæst í hópinn og stuðið því fínt. Næstur var Pétur Ben en með framkomu sinni sannaði Pétur hversu stórfenglegur skemmtikraftur hann er. Með kassagítarinn einan að vopni hitaði Pétur skarann upp svo um munaði og var framúrskarandi. Ekki leið á löngu áður en aðalhljómsveit kvöldsins, Peter Bjorn and John, tölti síðan inn á sviðið. Þarna voru þeir þremenningarnir mættir; Peter á gítar, Bjorn á bassa og John á trommur. En nei, bíddu, þetta var ekki John á trommunum! Þetta voru þá bara Peter Bjorn og síðan einhver á trommunum. Sá reyndar stóð sig með stakri prýði og því var John-söknuðurinn ekki mikill. Þrátt fyrir að plata sveitinnar, Writer's Block, sé mín uppáhalds frá síðasta ári náði Peter Bjorn and ónefndur að fara fram úr mínum björtustu vonum á tónleikunum. Efni af fyrrnefndri plötu var eins og gefur að skilja áberandi en annars spilaði sveitin lög af öllum þrem plötum sveitarinnar. Salurinn tók lögunum fagnandi enda vel fullur og stemningin fín. Þannig ætlaði allt um koll að keyra þegar blísturslagið ógurlega, Young Folks, tók að óma enda líkegt að það hafi verið eina lagið sem meginþorri áhorfenda hafði heyrt með sveitinni. Flottur Pétur Ben og Sprengjuhöllin hituðu upp og stóðu sig vel.MYND/rósa Flutning lagsins verður líklegast að nefna sem einn af hápunktum kvöldsins. Ekkert toppaði þó flutning sveitarinnar á laginu Up Against the Wall sem var lagið fyrir uppklapp. Hressilega uppbyggt lag, alveg ótrúlega þétt og sveitin spilaði það af jafnvel enn meiri ákefð og krafti en á plötunni. Ég held að það verði ekki annað sagt en að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikunum enda flestir skælbrosandi þegar þeir gengu út. Löng biðröð við básinn sem seldi varning tengdan sveitinni sagði líka sína sögu. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira