88 og 300 2. apríl 2007 05:45 Hafnfirðingar (fyrir utan álfa og huldufólk) eru 23.275 talsins og búa (eins og nafnið bendir til) í Hafnarfirði. Alcan er fjölþjóðlegt fyrirtæki með 53.000 starfsmenn í 41 landi. Hafnarfjarðar er fyrst getið í heimildum um 1400, þó er minnst á Hafnarfjörð í Landnámabók. Bjarni Sívertsen sem nefndur er faðir Hafnarfjarðar hóf að versla í Firðinum árið 1794. Alcan var stofnað rúmri öld síðar, árið 1902, sem kanadískt dótturfyrirtæki málmiðnaðarrisans Pittsburgh Reduction Company. Í HAFNARFIRÐI eru 11.302 konur en karlarnir eru 11.149. Af bæjarbúum eru 5443 á aldrinum 0-14 ára, 14.926 bæjarbúar eru á aldrinum 15-64 ára, en 2.082 eru 65 ára og eldri; 5 Hafnfirðingar eru yfir 100 ára en elsti íbúi bæjarins er fæddur í maí árið 1902 - sama ár og Alcan var stofnað. Í HAFNARFIRÐI eru 8 grunnskólar með rúmlega 3.650 nemendur. Um 16% íbúa eru í grunnskólum. Leikskólar eru 15 með um 1.400 börn. Í Tónlistarskólanum eru 644 nemendur. Um 75.000 ferðamenn heimsækja Hafnarfjörð á hverju árið. Bæjarlandið er um 147 ferkílómetrar og á því svæði eru kratar algengari en annars staðar á Íslandi (en kratar eru félagsverur). Hafnfirðingar eru áhugasamir um íþróttir. Hver bæjarbúi fer 16 sinnum í sund á ári og meira en 1.000.000 manns koma í íþróttahúsin. Í HAFNARFIRÐI var fyrsta lútherska kirkjan á Íslandi reist árið 1533 þar sem hét Háigrandi, gegnt Óseyri, rétt við smábátahöfnina. Sérstaklega góð hafnarskilyrði gerðu Hafnarfjörð snemma að einni helstu verslunarhöfn landsins og þar var aðalhöfn þýskra kaupmanna á 16. öld og á fyrri hluta einokunartímabilsins á 17. öld. Fyrsta tilraun til þilskipaútgerðar á Íslandi var gerð í Hafnarfirði á árunum 1753-1759. Í Hafnarfirði var fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi. Fyrsti togari Íslendinga, Coot, var gerður út frá Hafnarfirði 1905-1908. Hafnfirðingar láta hvorki mútur né hótanir stjórna gerðum sínum heldur heilbrigða skynsemi og trú á framtíðina. ÁRIÐ 480 f. Kr. stöðvuðu 300 Spartverjar innrás Persa í Laugaskarði. Á laugardaginn stöðvuðu 88 Hafnfirðingar innrás Alcan í Hafnarfjörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun
Hafnfirðingar (fyrir utan álfa og huldufólk) eru 23.275 talsins og búa (eins og nafnið bendir til) í Hafnarfirði. Alcan er fjölþjóðlegt fyrirtæki með 53.000 starfsmenn í 41 landi. Hafnarfjarðar er fyrst getið í heimildum um 1400, þó er minnst á Hafnarfjörð í Landnámabók. Bjarni Sívertsen sem nefndur er faðir Hafnarfjarðar hóf að versla í Firðinum árið 1794. Alcan var stofnað rúmri öld síðar, árið 1902, sem kanadískt dótturfyrirtæki málmiðnaðarrisans Pittsburgh Reduction Company. Í HAFNARFIRÐI eru 11.302 konur en karlarnir eru 11.149. Af bæjarbúum eru 5443 á aldrinum 0-14 ára, 14.926 bæjarbúar eru á aldrinum 15-64 ára, en 2.082 eru 65 ára og eldri; 5 Hafnfirðingar eru yfir 100 ára en elsti íbúi bæjarins er fæddur í maí árið 1902 - sama ár og Alcan var stofnað. Í HAFNARFIRÐI eru 8 grunnskólar með rúmlega 3.650 nemendur. Um 16% íbúa eru í grunnskólum. Leikskólar eru 15 með um 1.400 börn. Í Tónlistarskólanum eru 644 nemendur. Um 75.000 ferðamenn heimsækja Hafnarfjörð á hverju árið. Bæjarlandið er um 147 ferkílómetrar og á því svæði eru kratar algengari en annars staðar á Íslandi (en kratar eru félagsverur). Hafnfirðingar eru áhugasamir um íþróttir. Hver bæjarbúi fer 16 sinnum í sund á ári og meira en 1.000.000 manns koma í íþróttahúsin. Í HAFNARFIRÐI var fyrsta lútherska kirkjan á Íslandi reist árið 1533 þar sem hét Háigrandi, gegnt Óseyri, rétt við smábátahöfnina. Sérstaklega góð hafnarskilyrði gerðu Hafnarfjörð snemma að einni helstu verslunarhöfn landsins og þar var aðalhöfn þýskra kaupmanna á 16. öld og á fyrri hluta einokunartímabilsins á 17. öld. Fyrsta tilraun til þilskipaútgerðar á Íslandi var gerð í Hafnarfirði á árunum 1753-1759. Í Hafnarfirði var fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi. Fyrsti togari Íslendinga, Coot, var gerður út frá Hafnarfirði 1905-1908. Hafnfirðingar láta hvorki mútur né hótanir stjórna gerðum sínum heldur heilbrigða skynsemi og trú á framtíðina. ÁRIÐ 480 f. Kr. stöðvuðu 300 Spartverjar innrás Persa í Laugaskarði. Á laugardaginn stöðvuðu 88 Hafnfirðingar innrás Alcan í Hafnarfjörð.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun