Hið smæsta í hinu stærsta 1. apríl 2007 11:00 Verður nokkuð eins og áður? Systurmyndir um stærsta raforkuframleiðslusvæði heims hafa vakið gífurlega athygli um allan heim. Úr kvikmyndinni „Kyrrmynd“ eftir leikstjórann Zhang Ke-Jia. Þriggja gljúfra stíflan sem verið er að reisa austur í Kína er verkfræðiundur á skala sem fæstir geta ímyndað sér. Uppistöðulónið sem verður til við framkvæmdirnar þar mun drekkja heimilum yfir milljón manna auk fjölda sögufrægra minja. Áhrifasvæði stíflunnar er sögusvið tveggja kvikmynda sem Fjalakötturinn sýnir í kvöld kl. 20 og 22. Stíflan í lengsta fljóti Asíu, Yangtze-ánni, á að vera tilbúin árið 2009 og verður þá stærsta raforkuframleiðslusvæði í heiminum en um 650 kílómetra langt stöðuvatn mun myndast við þessar aðgerðir. Systurmyndirnar „Kyrrmynd“ og „Dong“ eftir kínverska leikstjórann Zhang Ke-Jia eru áhrifamikil og óvenjuleg innlegg í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir og því fengur að sýningu þeirra hér á landi. „Kyrrmynd“ gerist í þorpinu Fengjie, sem hefur nú þegar orðið fyrir miklum áhrifum af framkvæmdunum, og bregður ljósi á breytta lífshætti með því að skoða ástarsamband í þorpinu. Myndin vann óvænt til aðalverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Hin myndin er heimildarmynd um listmálara sem hefur helgað ævistarf sitt svæðinu sem fer undir vatn. Þó að hvorug myndanna fjalli beinlínis um stífluna bregða þær ljósi á breytta lífshætti á svæðinu, sú fyrrnefnda með því að skoða ástarsamband í bæ sem er að breytast. Þær byggja ekki á hefðbundnum söguþræði heldur beinast frekar að því að ná fram stemningunni og tilfinningunni sem fylgir söguefninu og umhverfi þess. Athygli er vakin á því að breyting hefur orðið á áður auglýstri dagskrá Fjalarkattarins, sem sýnir aðeins þessar tvær myndir í kvöld. Þannig flyst dagskrá Kviksögu um frásagnarmenningu og nútímaborgir fram á þriðjudag sem og sýning á erótísku kvikmyndinni „Rauðhærða konan“ eftir Tatsumi Kumashiro. Annað kvöld verða tvær aðrar myndir Kumashiro til sýninga auk franskrar heimildarmyndar eftir leikstjórann Jacques Debs. Vegamynd Debs fjallar um ferðalag um átakasvæði á leiðinni frá Sarajevo til Jerúsalem og ber yfirskriftina „Múslimar í Evrópu - kristnir í Mið-Austurlöndum“. Leikstjórinn verður viðstaddur sýningu myndarinnar kl. 21 á mánudagskvöldið. Tónlist skiptir leikstjórann miklu máli og lætur hann oft semja hana sérstaklega. Í þessari mynd má hlýða á afrakstur samstarfs Sverrir Guðjónssonar og líbanska tónskáldsins Ritu Ghosn, sem samdi tónverkið „Liturgy“ fyrir myndina. Sverrir syngur á arameísku í verkinu. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þriggja gljúfra stíflan sem verið er að reisa austur í Kína er verkfræðiundur á skala sem fæstir geta ímyndað sér. Uppistöðulónið sem verður til við framkvæmdirnar þar mun drekkja heimilum yfir milljón manna auk fjölda sögufrægra minja. Áhrifasvæði stíflunnar er sögusvið tveggja kvikmynda sem Fjalakötturinn sýnir í kvöld kl. 20 og 22. Stíflan í lengsta fljóti Asíu, Yangtze-ánni, á að vera tilbúin árið 2009 og verður þá stærsta raforkuframleiðslusvæði í heiminum en um 650 kílómetra langt stöðuvatn mun myndast við þessar aðgerðir. Systurmyndirnar „Kyrrmynd“ og „Dong“ eftir kínverska leikstjórann Zhang Ke-Jia eru áhrifamikil og óvenjuleg innlegg í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir og því fengur að sýningu þeirra hér á landi. „Kyrrmynd“ gerist í þorpinu Fengjie, sem hefur nú þegar orðið fyrir miklum áhrifum af framkvæmdunum, og bregður ljósi á breytta lífshætti með því að skoða ástarsamband í þorpinu. Myndin vann óvænt til aðalverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Hin myndin er heimildarmynd um listmálara sem hefur helgað ævistarf sitt svæðinu sem fer undir vatn. Þó að hvorug myndanna fjalli beinlínis um stífluna bregða þær ljósi á breytta lífshætti á svæðinu, sú fyrrnefnda með því að skoða ástarsamband í bæ sem er að breytast. Þær byggja ekki á hefðbundnum söguþræði heldur beinast frekar að því að ná fram stemningunni og tilfinningunni sem fylgir söguefninu og umhverfi þess. Athygli er vakin á því að breyting hefur orðið á áður auglýstri dagskrá Fjalarkattarins, sem sýnir aðeins þessar tvær myndir í kvöld. Þannig flyst dagskrá Kviksögu um frásagnarmenningu og nútímaborgir fram á þriðjudag sem og sýning á erótísku kvikmyndinni „Rauðhærða konan“ eftir Tatsumi Kumashiro. Annað kvöld verða tvær aðrar myndir Kumashiro til sýninga auk franskrar heimildarmyndar eftir leikstjórann Jacques Debs. Vegamynd Debs fjallar um ferðalag um átakasvæði á leiðinni frá Sarajevo til Jerúsalem og ber yfirskriftina „Múslimar í Evrópu - kristnir í Mið-Austurlöndum“. Leikstjórinn verður viðstaddur sýningu myndarinnar kl. 21 á mánudagskvöldið. Tónlist skiptir leikstjórann miklu máli og lætur hann oft semja hana sérstaklega. Í þessari mynd má hlýða á afrakstur samstarfs Sverrir Guðjónssonar og líbanska tónskáldsins Ritu Ghosn, sem samdi tónverkið „Liturgy“ fyrir myndina. Sverrir syngur á arameísku í verkinu.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira