Lífið

Í stuði með guði

Gaman er að brjóta upp hið hefðbundna fermingarveisluform með söng, dansi eða leikjum.
Gaman er að brjóta upp hið hefðbundna fermingarveisluform með söng, dansi eða leikjum. MYND/Getty

Flestum finnst gaman að blanda geði við ættingja og vini í fermingarveislum og fólk sem sjaldan hittist nýtur þess yfirleitt að skrafa saman yfir kræsingunum. En þegar allir eru orðnir mettir er líka gaman að brjóta upp hið hefðbundna fermingarveisluform, syngja, dansa eða fara í leiki. Slíkt er þó betra að undirbúa fyrirfram svo kannski ættu nánustu vinir fermingarbarnsins að taka sig til og skipuleggja smá stuð. Hér koma nokkrar tillögur.

Sérstök stemning myndast þegar eldri og yngri syngja saman. Sniðugt er því að búa til litla söngbók með vinsælum, íslenskum lögum og dreifa til gesta. Þá er hægt að efna til almenns söngs á milli smárétta og tertusneiða.

Myndasýning vekur upp skemmtilegar minningar. Foreldrar fermingarbarnsins ættu því að taka sig til nokkrum dögum fyrir fermingu og safna saman gömlum myndum af fermingarbarninu, skanna þær inn og setja í power point-skjal. Síðan að fá lánaðan myndvarpa til að sýna myndirnar uppi á vegg. Frábær skemmtun fyrir alla og ekki síst fermingarbarnið sem allt á að snúast um.

Einfaldir leikir létta andrúmsloftið og nóg er hægt að finna af þeim í hinum ýmsu leikjabókum. Þó borgar sig ekki að þvinga neinn til að taka þátt en alltaf eru einhverjir til í sprellið og hinir hafa gaman af að fylgjast með.

Ef eitthvert gólfpláss er á veislustað er líka tilvalið fyrir gesti að taka snúning. Skella viðeigandi lögum undir geislann og fá sem flesta með á gólfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.