Jafnréttismál í þagnargildi? 28. mars 2007 05:45 Það olli mér nokkrum heilabrotum þegar framboð Íslandshreyfingarinnar var kynnt í síðustu viku að eitt helsta mál samtímans, jafnrétti og kvenfrelsi, var ekki nefnt. Meginmarkmið hreyfingarinnar „umhverfi, nýsköpun, velferð og aukið lýðræði" eru afar þörf og tímabær. En öll þessi mál hafa kynjavídd og með kvennabaráttukonuna Margréti Sverrisdóttur í fararbroddi vaknar spurningin hvort framsetning hafi verið meðvituð eða ómeðvituð. Það er þekkt að konur hafa lagt grunn að velferðarkerfum nútímans með góðgerðastarfsemi og ólaunaðri samfélagsþjónustu. Hérlendis áttu konur drjúgan þátt í stofnun Landspítalans með sjóði sem stóð undir þriðjungi stofnkostnaðar þegar spítalinn var opnaður árið 1926. Konur stofnuðu hjúkrunarfélagið Líkn árið 1915, sem síðar lagði grunn að þjónustu Heilsuverndarstöðvarinnar. Velferðarmál komust ekki á dagskrá stjórnmálanna fyrr en með þátttöku kvenna. Í hugum frumherjanna okkar hér heima voru velferðar- og lýðræðismál samofin. Fyrir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur var pólitískt lýðræði ekki bara að fá að vera með, hinn markvissi tilgangur stjórnmálaþátttöku hennar var að bæta líf og kjör efnaminna fólks, kvenna og barna og þess vegna beitti hún sér í umbóta- og velferðarmálum. Enn hvíla velferðarmálin á konum hvert í heiminum sem litið er, og þar sem velferðarkerfin eru víða í hættu er þetta mikilvægt kynjamál - ekki síst á Íslandi. Nýsköpun og umhverfismál hafa líka kynjavídd, þótt tengingin sé ekki jafn augljós. Færri konur en karlar eru meðal frumkvöðla og þeim fer fækkandi. Konur hafa minni aðgang að fjármagni til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar en karlar og fleiri hindranir eru í vegi þeirra. Þá hafa umhverfismálin margvíslega kynjavídd. Reynsla frá þróunarlöndum hefur sýnt að þátttaka kvenna í stefnumótun og ákvarðanatöku er nauðsynleg forsenda sjálfbærrar þróunar því iðulega eru það konur sem nýta landið og afurðir þess. Í fræðunum hefur umhverfisvitund verið könnuð út frá lífsgildum, þekkingu, viðhorfum og atferli í umhverfismálum. Þar mælast konur að jafnaði grænni en karlar. En kyn er ekki eina áhrifabreytan því yngri mælast grænni en eldri, vinstrisinnaðir grænni en hægrisinnaðir og loks eykst umhverfisvitund með aukinni menntun, og allar spila þessar breytur saman. Nú getur auðvitað vel verið að nýja hreyfingin ætli sér að flétta kynja- og jafnréttissjónarmið saman við stefnumótun í öllum þessum málaflokkum. Ef sú er reyndin hefði samt verið mun flottara að segja það strax í byrjun. Annað sem olli mér heilabrotum var að Margrét, með margfalt meiri pólitíska reynslu en Ómar Ragnarsson, skyldi verða varaformaður en ekki formaður. Það var eiginlega of fyrirsjáanlegt til að vera satt. Ósjálfrátt rifjast upp 30 ára saga kvenna á varaformannsbekknum í íslenskri pólitík. Fjölmargar konur hafa verið varaformenn félagshyggjuflokkanna. Reyndar var það lengi reglan fremur en undantekningin að konur væru þar varaformenn, enda voru þessi embætti sjaldnast tengd þingmennsku. Það sama gilti ekki um hina flokkana. Þrátt fyrir metnað kvenna í Framsóknarflokknum og nokkrar tilraunir hefur þeim ekki tekist að hnekkja karlahefðinni í formanns- og varaformannsembættinu. Og fyrst árið 2005 brutu sjálfstæðiskonur varaformannsmúrinn. En þá má ekki gleyma því að í þessum tveimur flokkum hefur varaformannsembætti verið þungaviktarembætti, tengt bæði þingmennsku og ráðherraembætti, þannig að eftir meiri völdum er að slægjast. Hlutskipti kvenformanna í stjórnmálaflokkum er líka umhugsunarvert og minnir mig oft á rannsóknir Berglindar Rósar Magnúsdóttur menntunarfræðings um hvernig leiðtogaímyndin virðist samofin hugmyndum um karlmennsku (2003). Hugmyndir um leiðtogahæfni, verðleika, greind og virðingu eru kynbundnar strax hjá 15 ára krökkum, segir Berglind. Það birtist í því að jafnt strákar sem stelpur velja sér stráka sem leiðtoga. Þær stelpur sem virkastar eru og hafa sig mest í frammi fá neikvæð viðbrögð og halda aftur af sér af ótta við að vera stimplaðar „athyglissjúkar, frekar, háværar og vondar stelpur". Það sem skilgreint er sem mikilvæg þekking og hæfni er tengt strákum. Þær stelpur sem vilja völd og tengja sig karlmannlegri orðræðu ná hins vegar ekki að nýta sér það til vinsælda og valda í sama mæli og strákar. Þegar Hallgrímur Helgason skrifaði grein hér í blaðinu um einelti (reyndar kvenelti) gagnvart núverandi formanni Samfylkingarinnar (19/2), ja, þá var hreinlega eins og hann hafi lesið það sem fræðin segja um þetta. Í þessu ljósi er kannski ekki nema von að margar konur setji sjálfar sig í annað sæti og einhvern annan í fyrsta, þeim er kannski hollast að gera það? Getur verið að þögnin um jafnréttis- og kynjamálin í kynningu Íslandshreyfingarinnar hafi þrátt fyrir allt verið meðvituð ákvörðun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Það olli mér nokkrum heilabrotum þegar framboð Íslandshreyfingarinnar var kynnt í síðustu viku að eitt helsta mál samtímans, jafnrétti og kvenfrelsi, var ekki nefnt. Meginmarkmið hreyfingarinnar „umhverfi, nýsköpun, velferð og aukið lýðræði" eru afar þörf og tímabær. En öll þessi mál hafa kynjavídd og með kvennabaráttukonuna Margréti Sverrisdóttur í fararbroddi vaknar spurningin hvort framsetning hafi verið meðvituð eða ómeðvituð. Það er þekkt að konur hafa lagt grunn að velferðarkerfum nútímans með góðgerðastarfsemi og ólaunaðri samfélagsþjónustu. Hérlendis áttu konur drjúgan þátt í stofnun Landspítalans með sjóði sem stóð undir þriðjungi stofnkostnaðar þegar spítalinn var opnaður árið 1926. Konur stofnuðu hjúkrunarfélagið Líkn árið 1915, sem síðar lagði grunn að þjónustu Heilsuverndarstöðvarinnar. Velferðarmál komust ekki á dagskrá stjórnmálanna fyrr en með þátttöku kvenna. Í hugum frumherjanna okkar hér heima voru velferðar- og lýðræðismál samofin. Fyrir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur var pólitískt lýðræði ekki bara að fá að vera með, hinn markvissi tilgangur stjórnmálaþátttöku hennar var að bæta líf og kjör efnaminna fólks, kvenna og barna og þess vegna beitti hún sér í umbóta- og velferðarmálum. Enn hvíla velferðarmálin á konum hvert í heiminum sem litið er, og þar sem velferðarkerfin eru víða í hættu er þetta mikilvægt kynjamál - ekki síst á Íslandi. Nýsköpun og umhverfismál hafa líka kynjavídd, þótt tengingin sé ekki jafn augljós. Færri konur en karlar eru meðal frumkvöðla og þeim fer fækkandi. Konur hafa minni aðgang að fjármagni til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar en karlar og fleiri hindranir eru í vegi þeirra. Þá hafa umhverfismálin margvíslega kynjavídd. Reynsla frá þróunarlöndum hefur sýnt að þátttaka kvenna í stefnumótun og ákvarðanatöku er nauðsynleg forsenda sjálfbærrar þróunar því iðulega eru það konur sem nýta landið og afurðir þess. Í fræðunum hefur umhverfisvitund verið könnuð út frá lífsgildum, þekkingu, viðhorfum og atferli í umhverfismálum. Þar mælast konur að jafnaði grænni en karlar. En kyn er ekki eina áhrifabreytan því yngri mælast grænni en eldri, vinstrisinnaðir grænni en hægrisinnaðir og loks eykst umhverfisvitund með aukinni menntun, og allar spila þessar breytur saman. Nú getur auðvitað vel verið að nýja hreyfingin ætli sér að flétta kynja- og jafnréttissjónarmið saman við stefnumótun í öllum þessum málaflokkum. Ef sú er reyndin hefði samt verið mun flottara að segja það strax í byrjun. Annað sem olli mér heilabrotum var að Margrét, með margfalt meiri pólitíska reynslu en Ómar Ragnarsson, skyldi verða varaformaður en ekki formaður. Það var eiginlega of fyrirsjáanlegt til að vera satt. Ósjálfrátt rifjast upp 30 ára saga kvenna á varaformannsbekknum í íslenskri pólitík. Fjölmargar konur hafa verið varaformenn félagshyggjuflokkanna. Reyndar var það lengi reglan fremur en undantekningin að konur væru þar varaformenn, enda voru þessi embætti sjaldnast tengd þingmennsku. Það sama gilti ekki um hina flokkana. Þrátt fyrir metnað kvenna í Framsóknarflokknum og nokkrar tilraunir hefur þeim ekki tekist að hnekkja karlahefðinni í formanns- og varaformannsembættinu. Og fyrst árið 2005 brutu sjálfstæðiskonur varaformannsmúrinn. En þá má ekki gleyma því að í þessum tveimur flokkum hefur varaformannsembætti verið þungaviktarembætti, tengt bæði þingmennsku og ráðherraembætti, þannig að eftir meiri völdum er að slægjast. Hlutskipti kvenformanna í stjórnmálaflokkum er líka umhugsunarvert og minnir mig oft á rannsóknir Berglindar Rósar Magnúsdóttur menntunarfræðings um hvernig leiðtogaímyndin virðist samofin hugmyndum um karlmennsku (2003). Hugmyndir um leiðtogahæfni, verðleika, greind og virðingu eru kynbundnar strax hjá 15 ára krökkum, segir Berglind. Það birtist í því að jafnt strákar sem stelpur velja sér stráka sem leiðtoga. Þær stelpur sem virkastar eru og hafa sig mest í frammi fá neikvæð viðbrögð og halda aftur af sér af ótta við að vera stimplaðar „athyglissjúkar, frekar, háværar og vondar stelpur". Það sem skilgreint er sem mikilvæg þekking og hæfni er tengt strákum. Þær stelpur sem vilja völd og tengja sig karlmannlegri orðræðu ná hins vegar ekki að nýta sér það til vinsælda og valda í sama mæli og strákar. Þegar Hallgrímur Helgason skrifaði grein hér í blaðinu um einelti (reyndar kvenelti) gagnvart núverandi formanni Samfylkingarinnar (19/2), ja, þá var hreinlega eins og hann hafi lesið það sem fræðin segja um þetta. Í þessu ljósi er kannski ekki nema von að margar konur setji sjálfar sig í annað sæti og einhvern annan í fyrsta, þeim er kannski hollast að gera það? Getur verið að þögnin um jafnréttis- og kynjamálin í kynningu Íslandshreyfingarinnar hafi þrátt fyrir allt verið meðvituð ákvörðun?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun