Vallarlaust fótboltafélag 28. mars 2007 06:00 Ólafur Þór Ólason tók þátt í að sníða starfsemi að þörfum unglinga sem fannst þeir ekki eiga heima á venjulegum félagsmiðstöðvum. Útkoman var Músík og Mótor. MYND/Anton Ólafur Þór Ólason rekur Músík og Mótor, félagsmiðstöð fyrir unglinga með áhuga á tónlist og mótorsporti. Fyrir ellefu árum var Ólafur Þór Ólason beðinn um að taka að sér rekstur félagsmiðstöðvar fyrir unglinga með áhuga á mótorsporti og tónlist. Hafnarfjarðarbær stóð á bak við verkefnið og úr því varð Músík og Mótor til, félagsmiðstöð sem á sér engan sinn líka að mati Ólafs. „Þetta er einstök félagsmiðstöð,“ segir Ólafur, sem hefur gegnt hlutverki forstöðumanns frá stofnun Músíkur og Mótors. „Starfsemin er tvískipt. Annars vegar æfingahúsnæði sem rúmar allt að fimmtán hljómsveitir. Hins vegar verkstæði og pláss fyrir krakka með áhuga á mótorsporti, mótorkross, BMX-freestyle og öðrum jaðaríþróttum. Hingað mæta hressir krakkar á aldursbilinu þrettán til tuttugu og tveggja ára og áhugamálið brúar ósjálfrátt aldursmuninn þarna á.“ Krakkarnir hafa aðgang að húsnæðinu alla virka daga og þeir sem eru á kafi í mótorsporti geta æft sig á Álfsnesi, Hellisheiði og Grindavík. „Þetta er í takt við það sem ég hef alltaf sagt, það er að segja að við séum eins og fótboltalið sem á bara búningsklefa og engan völl til að æfa okkur á. Við förum annað til þess.“ Ólafur bætir við að yngstu krakkarnir fari þá yfirleitt í fylgd foreldra sinna, sem séu virkir í starfseminni. Músík og Mótor var upphaflega tilraunaverkefni en vegna þess hve vel tókst til var ákveðið að halda starfseminni áfram. „Þetta var hugsað sem vettvangur fyrir krakka sem fannst þeir ekki eiga heima í öðrum félagsmiðstöðvum,“ útskýrir Ólafur. „Undirtektirnar voru frábærar og starfið hefur skilað góðum árangri, sem sést á því að sumir krakkanna hafa vanið komur sínar hingað um árabil. Starfsmennirnir hafa hálfpartinn alist upp hérna og þeir munu taka við af mér þegar ég hætti.“ framhald á næstu síðu. Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Ólafur Þór Ólason rekur Músík og Mótor, félagsmiðstöð fyrir unglinga með áhuga á tónlist og mótorsporti. Fyrir ellefu árum var Ólafur Þór Ólason beðinn um að taka að sér rekstur félagsmiðstöðvar fyrir unglinga með áhuga á mótorsporti og tónlist. Hafnarfjarðarbær stóð á bak við verkefnið og úr því varð Músík og Mótor til, félagsmiðstöð sem á sér engan sinn líka að mati Ólafs. „Þetta er einstök félagsmiðstöð,“ segir Ólafur, sem hefur gegnt hlutverki forstöðumanns frá stofnun Músíkur og Mótors. „Starfsemin er tvískipt. Annars vegar æfingahúsnæði sem rúmar allt að fimmtán hljómsveitir. Hins vegar verkstæði og pláss fyrir krakka með áhuga á mótorsporti, mótorkross, BMX-freestyle og öðrum jaðaríþróttum. Hingað mæta hressir krakkar á aldursbilinu þrettán til tuttugu og tveggja ára og áhugamálið brúar ósjálfrátt aldursmuninn þarna á.“ Krakkarnir hafa aðgang að húsnæðinu alla virka daga og þeir sem eru á kafi í mótorsporti geta æft sig á Álfsnesi, Hellisheiði og Grindavík. „Þetta er í takt við það sem ég hef alltaf sagt, það er að segja að við séum eins og fótboltalið sem á bara búningsklefa og engan völl til að æfa okkur á. Við förum annað til þess.“ Ólafur bætir við að yngstu krakkarnir fari þá yfirleitt í fylgd foreldra sinna, sem séu virkir í starfseminni. Músík og Mótor var upphaflega tilraunaverkefni en vegna þess hve vel tókst til var ákveðið að halda starfseminni áfram. „Þetta var hugsað sem vettvangur fyrir krakka sem fannst þeir ekki eiga heima í öðrum félagsmiðstöðvum,“ útskýrir Ólafur. „Undirtektirnar voru frábærar og starfið hefur skilað góðum árangri, sem sést á því að sumir krakkanna hafa vanið komur sínar hingað um árabil. Starfsmennirnir hafa hálfpartinn alist upp hérna og þeir munu taka við af mér þegar ég hætti.“ framhald á næstu síðu.
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira