Forrest Gump og ég 27. mars 2007 05:45 Síðasta haust gerði ég samning við sjálfa mig um að hlaupa 10 kílómetra í einni lotu á næstu menningarnótt. Sumum finnst það auðvitað algjört prump, þá væntanlega þeim sem sjálfir skreppa milli landshluta á fæti án þess að blása úr nös eða þá hinum sem hreyfa sig einkum milli ísskáps og sófa. Fyrir mig sem vill en ekki getur hljómaði vegalengdin sem mikils háttar afrek. Undirbúningurinn hófst af nokkrum krafti á haustmisseri en lognaðist út af í miðjum klíðum. Ég get hins vegar huggað æsta aðdáendur langhlaupa með því að æfingar eru hafnar á ný og nú með dálitlum framförum. Um helgina náði ég þeim merka áfanga í fyrsta sinn að langa ekki allan tímann til að leggjast niður í vegarkantinn og deyja. Reyndar sá ég dálítið eftir því að vera enn í eldgömlu hlaupaskónum sem hafa verið notaðir í alls kyns skítverk í mörg ár og eru dálítið götóttir. Vegna vatnsveðursins sem gekk yfir landið þennan sögulega dag skvampaði í þeim eiginlega allan tímann. Eiginmaður minn hélt því reyndar fram að það væri virkilega hollt að hlaupa svona blautur í fæturna en ég er í vafa. Með hann í hlutverki sérlegs þjálfara hef ég nefnilega fengið staðfestingu á áralöngum grun: Hið blíða yfirborð hans er blekking ein. Engin af þeim fjölmörgu afsökunum sem ég hef reynt á tímabilinu hefur virkað. Hann hlustar hvorki á rök um rigningu og rok eða hefur skilning á því þegar ég er dálítið þreytt. Heldur ekki eitthvað slöpp, aum í hægra hné eða með marblett á vinstri legg. Ekki búin að borða, fæddist fyrir tímann og er örugglega enn með óþroskuð lungu, finn enga barnapíu. Alltaf tekst honum að skófla mér af stað, maðurinn er stálkrumla í flauelshanska. Á meðan bóndi minn fjaðrar þetta léttilega eins og Forrest Gump tifa ég eins og kvalinn hamstur á eftir honum. Samt sem áður er mér alls ekki sama um hlaupastílinn en reyni allt hvað af tekur að virðast áreynslulaus og kúl þegar ég mæti öðru fólki. Hjá manneskju með alvarlega andarteppu og í tíu ára gömlum málningartúttum er það undarlegur hégómi. Hógværð og lítillæti eru einkenni hinna göfugu, hjá okkur hinum er summa lastanna sennilega alltaf sú sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun
Síðasta haust gerði ég samning við sjálfa mig um að hlaupa 10 kílómetra í einni lotu á næstu menningarnótt. Sumum finnst það auðvitað algjört prump, þá væntanlega þeim sem sjálfir skreppa milli landshluta á fæti án þess að blása úr nös eða þá hinum sem hreyfa sig einkum milli ísskáps og sófa. Fyrir mig sem vill en ekki getur hljómaði vegalengdin sem mikils háttar afrek. Undirbúningurinn hófst af nokkrum krafti á haustmisseri en lognaðist út af í miðjum klíðum. Ég get hins vegar huggað æsta aðdáendur langhlaupa með því að æfingar eru hafnar á ný og nú með dálitlum framförum. Um helgina náði ég þeim merka áfanga í fyrsta sinn að langa ekki allan tímann til að leggjast niður í vegarkantinn og deyja. Reyndar sá ég dálítið eftir því að vera enn í eldgömlu hlaupaskónum sem hafa verið notaðir í alls kyns skítverk í mörg ár og eru dálítið götóttir. Vegna vatnsveðursins sem gekk yfir landið þennan sögulega dag skvampaði í þeim eiginlega allan tímann. Eiginmaður minn hélt því reyndar fram að það væri virkilega hollt að hlaupa svona blautur í fæturna en ég er í vafa. Með hann í hlutverki sérlegs þjálfara hef ég nefnilega fengið staðfestingu á áralöngum grun: Hið blíða yfirborð hans er blekking ein. Engin af þeim fjölmörgu afsökunum sem ég hef reynt á tímabilinu hefur virkað. Hann hlustar hvorki á rök um rigningu og rok eða hefur skilning á því þegar ég er dálítið þreytt. Heldur ekki eitthvað slöpp, aum í hægra hné eða með marblett á vinstri legg. Ekki búin að borða, fæddist fyrir tímann og er örugglega enn með óþroskuð lungu, finn enga barnapíu. Alltaf tekst honum að skófla mér af stað, maðurinn er stálkrumla í flauelshanska. Á meðan bóndi minn fjaðrar þetta léttilega eins og Forrest Gump tifa ég eins og kvalinn hamstur á eftir honum. Samt sem áður er mér alls ekki sama um hlaupastílinn en reyni allt hvað af tekur að virðast áreynslulaus og kúl þegar ég mæti öðru fólki. Hjá manneskju með alvarlega andarteppu og í tíu ára gömlum málningartúttum er það undarlegur hégómi. Hógværð og lítillæti eru einkenni hinna göfugu, hjá okkur hinum er summa lastanna sennilega alltaf sú sama.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun