KK úr leik með blóðeitrun 23. mars 2007 06:00 KK liggur heima í rúminu eftir að hafa veikst alvarlega. Hann segist óðum vera að jafna sig en býst ekki við því að vera kominn á ról fyrr en eftir viku. „Það komst einhver padda í blóðið og ég fékk krampa, var bara mjög hætt kominn. Ég var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl og læknunum tókst sem betur fer að bjarga mér," segir tónlistarmaðurinn KK, en hann veiktist svona heiftarlega á laugardaginn var. KK var nýkominn heim af spítalanum þegar Fréttablaðið náði tali af honum og bar sig nokkuð vel þrátt fyrir veikindin. „Ég verð að liggja næstu vikuna og má síðan fara rólega af stað," útskýrir Kristján. Tónlistarmaðurinn geðþekki hefur þegar þurft að aflýsa nokkrum tónleikum vegna veikindanna. „Ég reikna með að fyrstu tónleikarnir verði ekki fyrr en 31. mars í Landnámssetrinu þar sem ég verð með Einari Kára og svo styrktartónleikarnir fyrir Formu daginn eftir," segir KK en þar hyggst hann frumflytja tvö ný lög sem verða á nýrri plötu. „Ég ætla að vera með soninn á bassa, Guðmund Péturs á gítar, Ásgeir Óskarsson á trommur og svo munu frænkur mínar tvær, þær Elísabet og Elín Eyþórs- og Ellensdætur, styðja við bakið á sjúklingnum," segir Kristján og hlær. „Ég hef alltaf átt góða að," bætir hann við. KK er nýkominn heim úr mikilli ævintýraferð um Kína ásamt Magnúsi Eiríkssyni og hann ber Kínverjum vel söguna. „Þetta er náttúrlega landið sem verður allt í öllu eftir tíu ár," segir Kristján. „Þarna hefur verið blóðug innanríkisbarátta síðastliðin fimmtíu ár en nú virðist vera að hægja um og fólkið er stolt af því að vera Kínverjar," segir Kristján. „Meira að segja Taívanar eru ekki lengur þeirrar skoðunar að vilja losna undan Kína heldur stæra sig bara af þjóðerninu," bætir hann við. „Enda vilja allir vera Kínverjar." KK segir að vissulega hafi orðið menningarlegir árekstrar í ferðinni enda séu Íslendingar ekki eins og fólk er flest. „En Kínverjar eru það," segir tónlistarmaðurinn. „Og kannski Indverjar," bætir hann við og segir að hroki og yfirgangur vestrænna þjóða sé þeim óskiljanlegur. „Við ætlumst alltaf til að þeir lagi sig að okkar þörfum en ekki öfugt," segir hann en þetta er í þriðja sinn á átta árum sem KK heimsækir stórveldið í austri. „Ég man að árið 1999 fór ég ásamt Didda fiðlu og Ólínu Þorvarðardóttur og þá vorum við í Peking. Til marks um þá miklu breytingu sem orðið hefur í Kína var varla þverfótað fyrir reiðhjólum en einn og einn bíll á stangli. Í dag er þetta bara bíll við bíl." Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
KK liggur heima í rúminu eftir að hafa veikst alvarlega. Hann segist óðum vera að jafna sig en býst ekki við því að vera kominn á ról fyrr en eftir viku. „Það komst einhver padda í blóðið og ég fékk krampa, var bara mjög hætt kominn. Ég var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl og læknunum tókst sem betur fer að bjarga mér," segir tónlistarmaðurinn KK, en hann veiktist svona heiftarlega á laugardaginn var. KK var nýkominn heim af spítalanum þegar Fréttablaðið náði tali af honum og bar sig nokkuð vel þrátt fyrir veikindin. „Ég verð að liggja næstu vikuna og má síðan fara rólega af stað," útskýrir Kristján. Tónlistarmaðurinn geðþekki hefur þegar þurft að aflýsa nokkrum tónleikum vegna veikindanna. „Ég reikna með að fyrstu tónleikarnir verði ekki fyrr en 31. mars í Landnámssetrinu þar sem ég verð með Einari Kára og svo styrktartónleikarnir fyrir Formu daginn eftir," segir KK en þar hyggst hann frumflytja tvö ný lög sem verða á nýrri plötu. „Ég ætla að vera með soninn á bassa, Guðmund Péturs á gítar, Ásgeir Óskarsson á trommur og svo munu frænkur mínar tvær, þær Elísabet og Elín Eyþórs- og Ellensdætur, styðja við bakið á sjúklingnum," segir Kristján og hlær. „Ég hef alltaf átt góða að," bætir hann við. KK er nýkominn heim úr mikilli ævintýraferð um Kína ásamt Magnúsi Eiríkssyni og hann ber Kínverjum vel söguna. „Þetta er náttúrlega landið sem verður allt í öllu eftir tíu ár," segir Kristján. „Þarna hefur verið blóðug innanríkisbarátta síðastliðin fimmtíu ár en nú virðist vera að hægja um og fólkið er stolt af því að vera Kínverjar," segir Kristján. „Meira að segja Taívanar eru ekki lengur þeirrar skoðunar að vilja losna undan Kína heldur stæra sig bara af þjóðerninu," bætir hann við. „Enda vilja allir vera Kínverjar." KK segir að vissulega hafi orðið menningarlegir árekstrar í ferðinni enda séu Íslendingar ekki eins og fólk er flest. „En Kínverjar eru það," segir tónlistarmaðurinn. „Og kannski Indverjar," bætir hann við og segir að hroki og yfirgangur vestrænna þjóða sé þeim óskiljanlegur. „Við ætlumst alltaf til að þeir lagi sig að okkar þörfum en ekki öfugt," segir hann en þetta er í þriðja sinn á átta árum sem KK heimsækir stórveldið í austri. „Ég man að árið 1999 fór ég ásamt Didda fiðlu og Ólínu Þorvarðardóttur og þá vorum við í Peking. Til marks um þá miklu breytingu sem orðið hefur í Kína var varla þverfótað fyrir reiðhjólum en einn og einn bíll á stangli. Í dag er þetta bara bíll við bíl."
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira