Ástir Jesú Krists og örlög 18. mars 2007 00:01 Kaþólska kirkjan, frumkirkjan, er sveipuð leyndardómum og dularfullum sögum um leynireglur og því er kannski ekki skrítið að samsæriskenningasmiðir fái sitthvað fyrir sinn snúð í sögu hennar og menningu. Þessar smíðar náðu ákveðnu hámarki þegar Dan Brown gaf út bókina Da Vinci lykilinn. Reyfarinn um Róbert Langdon og leit hans að hinu heilaga „graal", ættlið Jesú og baráttu við leyniregluna Opus Dei sló í gegn svo um munaði. Bókin seldist eins og heitar lummur og voru þeir ófáir sem töldu að þarna væri um sögulegar staðreyndir að ræða. Í formála bókarinnar er meira segja látið að því liggja að svo sé. Da Vinci lykillinn byggir allt sitt á fræðirritinu The Holy Blood and the Holy Grail en í bókinni kristallaðist kannski hvað best þessi trú manna um mannlegt eðli Jesú, að hann hefði átt í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og að þau hefðu uppskorið ávöxt ástar sinnar. Enda, hvað er mannlegra heldur en að verða ástfanginn? Margir kirkjunnar menn hugsa með hryllingi til þessara vinsælda og var kaþólska kirkjan þar fremst í flokki enda hefur hún predikað skírlífi presta frá upphafi og vísað þar til afneitunar Jesú Krists á holdlegu lífi með hinu kyninu. Hann helgaði sig guði og andanum en ekki efninu og syndum þess. Gröf Jesú fundinÞó að fárið í kringum Brown og bók hans hafi að einhverju leyti sjatnað hefur leikstjórinn Cameron hleypt nýju lífi í þessar kenningar um tilhugalíf Jesú Krists. James Cameron er flestum kunnur fyrir kvikmyndir sínar um Tortímandann og Titanic en að undanförnu hefur hann einbeitt sér að gerð heimildarmynda. Hann og ísraelski kvikmyndagerðarmaðurinn Simcha Jacobovici fóru saman og rannsökuðu grafhýsi sem ísraelskir fornleifafræðingar fundu árið 1980 í Talpiot-hverfinu í Jerúsalem. Í grafhýsinu voru tíu kistur og á nokkrum þeirra voru hebresku nöfnin Yeshu Ben Yossef (Jesús sonur Jósef), Yehuda Bar Yeshu (Jósef sonur Jesús), Marta og Myriam (María) rituð, en þessi nöfn eru öll vel þekkt úr Nýja testamentinu. Fundurinn og kvikmyndin vöktu athygli heimspressunnar enda þykir ætíð spennandi þegar nýtt sjónarhorn er dregið fram um líf Jesú Krists. Þótt flestir fræðimenn skelli skollaeyrum við yfirlýsingum Camerons og telji þetta slagorðaglamur vekur hann þó upp óþægilegan draug í herbúðum kirkjunnar og krefur hana um svör við spurningum sem henni hefur reynst erfitt að svara:. Er það mögulegt að Jesús hafi getað orðið ástfanginn, jafnvel elskað konu, þau haft líkamlegt samneyti og eignast börn? Spurningarnar hleypa ímyndunaraflinu á flug. Væri það ekki spennandi ef afkomendur Jesú sjálfs og Maríu Magdalenu væru meðal oss og að kannski væru þau með erfðamengi guðs? Ekki að furða þótt samsæriskenningasmiðir og skáld nýti sér þessa óvissu í verkum sínum og hljóti miklar vinsældir fyrir. Fundarstaðurinn hæpinnSíðasta kvöldmáltíðin Jesús ásamt lærisveinum sínum. Dauði frelsarans hefur verið mörgum hugleikinn og ekki síst hvort hann hafi gefið upp öndina eins og Nýja testamentið lýsir því.Með fullyrðingum James Cameron í heimildarmyndinni, The Lost Tomb of Jesus, er þó gengið mjög nálægt grunnstoðum kristinnar trúar. Jesús Kristur lifði og dó fyrir mannkynið og ef gröf hans og hvað þá fjölskyldu væri fundin þýddi það að frelsarinn hefði alls ekki dáið fyrir syndir mannanna heldur jafnvel verið spámaður sem hefði látið sig hverfa eftir að hafa komið boðskap sínum á framfæri. „Reyndar er staðurinn þar sem Cameron segist hafa fundið gröf Jesú og fjölskyldu hans mjög hlægilegur. Jósifus, þekktur sagnaritari í Jerúsalem um árið 75, minnist á Jesú í sínum ritum og hefði vafalítið látið þess getið hvar hann hefði verið grafinn en því var ekki að heilsa," segir Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, sem um árabil hefur kennt Íslendingum sögurnar á bak við samsæriskenningarnar um Jesú og þá ekki síst fræðin á bak við hina vinsælu bók Dans Brown um Da Vinci lykilinn. „Við þetta bætist að andstæðingar kristinnar trúar á fyrstu árum frumkirkjunnar hefðu vafalítið nýtt sér þessa vitneskju og farið með fylgismenn trúarinnar að þessum stað þar sem Jesús var grafinn og einfaldlega sýnt þeim líkið," bætir Þórhallur við. Í guðspjöllunum er sagt frá því þegar Jesús reis upp frá dauðum og birtist lærisveinum sínum á þriðja degi. „Jesús leyfði þeim að þreifa á sárum sínum og borðaði með þeim. En þeir sáu líka að hann var eitthvað öðruvísi og hann gat horfið fyrirvaralaust," útskýrir Þórhallur. Þessi líkamlega upprisa Jesú er einn af grunnþáttum kristinnar kenningar og að lík Jesú hafi horfið úr gröfinni forðum daga skiptir kirkjuna miklu máli. En þeir eru ófáir sem hafna þessu og telja þetta hina mestu firru. Fundur á borð við þann sem Cameron segist kynna í myndinni ýtir enn frekar undir þá skoðun þeirra að Jesús hafi ekki verið guð, holdi klæddur á jörðinni, heldur einfaldlega mjög víðsýnn og réttsýnn maður. „Reyndar hélt þýski guðfræðingurinn Bultman því fram að Jesús skipti í raun ekki höfuðmáli heldur væri það í raun boðskapur Nýja testamentisins sem væri aðalmálið. Þetta naut mikilla vinsælda um tíma en síðan hefur þessum fræðum verið lítill gaumur gefinn," segir Þórhallur. Tilfinningaríkur JesúsHann segir að vissulega hafi það reynst kirkjunni erfitt að samþætta þessi tvö eðli, að Jesús væri bæði guð og maður. Og nóg er til af dæmum til að gefa samsæriskenningum byr undir báða vængi. Vinsælast hefur verið að vitna til síðustu orða Krists á krossinum. „Faðir, hví hefur þú yfirgefið mig." Og klókir menn hafa bent á að ef Jesús væri guð af hverju hann væri þá að ákalla sig sjálfan. „En hann sýnir á sér mjög mannlegar hliðar í Nýja testamentinu. Jesús grætur og hann er reiður, í raun mjög tilfinningaheitur maður," segir Þórhallur. „Og því er í raun ekkert sem útilokar að Jesús hefði getað orðið ástfanginn," bætir hann við. „Það voru hins vegar heittrúaðir menn í fornöld sem töldu að það væri vont að vera giftur, vont að eiga líkamlegt samneyti við aðra manneskju. Og þaðan kemur kannski þessi miskilningur. Ekkert í Biblíunni útilokar að Jesús hefði getað eignast fjölskyldu," segir Þórhallur. Hann segir þó að kirkjan hafi lengi vel þráast við að svara spurningum um ástalíf Jesú Krists, sumir hafi fordæmt þær og dæmi séu um það í Bandaríkjunum að bækur sem héldu þessu fram hafi verið brenndar. „En margir innan kirkjunnar taka þessum samsæriskenningum sem áskorun. Kannski hefur stofnunin gert of mikið af því að yppa öxlum og talið að þessi áhugi á Jesú ætti eftir að dvína," segir Þórhallur. „En þetta ber vott um mikinn áhuga hjá fólki Þetta eru ekki bara menn sem vilja koma höggi á kirkjuna heldur er þetta andlegur áhuga og ástríða fyrir að ræða þessi mál. Kirkjan mætti gera meira af því að tala um þetta," segir Þórhallur. Hann telur ólíklegt að raddir um ástir Jesú og Maríu komi einhvern tímann til með að þagna. „Þegar ég fór í nám til Svíþjóðar í almennri trúarbragðafræði fyrir fimmtán árum var bara slegið létt á öxlina á mér og sagt að þetta æði myndi ganga yfir," segir Þórhallur. Þegar hann fór svo að kenna á námskeiðum um Da Vinci lykilinn og kenningar bókarinnar komu sömu menn og töldu að þetta myndi ekki endast lengi. „En í dag hef ég prentað yfir fimm hundruð bæklinga frá áramótum og það er alltaf jafn þéttsetið á námskeiðunum," útskýrir Þórhallur. „Þetta hefur ef til vill hleypt nýju lífi í áhuga á kristinni trú og það verður kirkjan og kristnin að nýta sér." Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Kaþólska kirkjan, frumkirkjan, er sveipuð leyndardómum og dularfullum sögum um leynireglur og því er kannski ekki skrítið að samsæriskenningasmiðir fái sitthvað fyrir sinn snúð í sögu hennar og menningu. Þessar smíðar náðu ákveðnu hámarki þegar Dan Brown gaf út bókina Da Vinci lykilinn. Reyfarinn um Róbert Langdon og leit hans að hinu heilaga „graal", ættlið Jesú og baráttu við leyniregluna Opus Dei sló í gegn svo um munaði. Bókin seldist eins og heitar lummur og voru þeir ófáir sem töldu að þarna væri um sögulegar staðreyndir að ræða. Í formála bókarinnar er meira segja látið að því liggja að svo sé. Da Vinci lykillinn byggir allt sitt á fræðirritinu The Holy Blood and the Holy Grail en í bókinni kristallaðist kannski hvað best þessi trú manna um mannlegt eðli Jesú, að hann hefði átt í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og að þau hefðu uppskorið ávöxt ástar sinnar. Enda, hvað er mannlegra heldur en að verða ástfanginn? Margir kirkjunnar menn hugsa með hryllingi til þessara vinsælda og var kaþólska kirkjan þar fremst í flokki enda hefur hún predikað skírlífi presta frá upphafi og vísað þar til afneitunar Jesú Krists á holdlegu lífi með hinu kyninu. Hann helgaði sig guði og andanum en ekki efninu og syndum þess. Gröf Jesú fundinÞó að fárið í kringum Brown og bók hans hafi að einhverju leyti sjatnað hefur leikstjórinn Cameron hleypt nýju lífi í þessar kenningar um tilhugalíf Jesú Krists. James Cameron er flestum kunnur fyrir kvikmyndir sínar um Tortímandann og Titanic en að undanförnu hefur hann einbeitt sér að gerð heimildarmynda. Hann og ísraelski kvikmyndagerðarmaðurinn Simcha Jacobovici fóru saman og rannsökuðu grafhýsi sem ísraelskir fornleifafræðingar fundu árið 1980 í Talpiot-hverfinu í Jerúsalem. Í grafhýsinu voru tíu kistur og á nokkrum þeirra voru hebresku nöfnin Yeshu Ben Yossef (Jesús sonur Jósef), Yehuda Bar Yeshu (Jósef sonur Jesús), Marta og Myriam (María) rituð, en þessi nöfn eru öll vel þekkt úr Nýja testamentinu. Fundurinn og kvikmyndin vöktu athygli heimspressunnar enda þykir ætíð spennandi þegar nýtt sjónarhorn er dregið fram um líf Jesú Krists. Þótt flestir fræðimenn skelli skollaeyrum við yfirlýsingum Camerons og telji þetta slagorðaglamur vekur hann þó upp óþægilegan draug í herbúðum kirkjunnar og krefur hana um svör við spurningum sem henni hefur reynst erfitt að svara:. Er það mögulegt að Jesús hafi getað orðið ástfanginn, jafnvel elskað konu, þau haft líkamlegt samneyti og eignast börn? Spurningarnar hleypa ímyndunaraflinu á flug. Væri það ekki spennandi ef afkomendur Jesú sjálfs og Maríu Magdalenu væru meðal oss og að kannski væru þau með erfðamengi guðs? Ekki að furða þótt samsæriskenningasmiðir og skáld nýti sér þessa óvissu í verkum sínum og hljóti miklar vinsældir fyrir. Fundarstaðurinn hæpinnSíðasta kvöldmáltíðin Jesús ásamt lærisveinum sínum. Dauði frelsarans hefur verið mörgum hugleikinn og ekki síst hvort hann hafi gefið upp öndina eins og Nýja testamentið lýsir því.Með fullyrðingum James Cameron í heimildarmyndinni, The Lost Tomb of Jesus, er þó gengið mjög nálægt grunnstoðum kristinnar trúar. Jesús Kristur lifði og dó fyrir mannkynið og ef gröf hans og hvað þá fjölskyldu væri fundin þýddi það að frelsarinn hefði alls ekki dáið fyrir syndir mannanna heldur jafnvel verið spámaður sem hefði látið sig hverfa eftir að hafa komið boðskap sínum á framfæri. „Reyndar er staðurinn þar sem Cameron segist hafa fundið gröf Jesú og fjölskyldu hans mjög hlægilegur. Jósifus, þekktur sagnaritari í Jerúsalem um árið 75, minnist á Jesú í sínum ritum og hefði vafalítið látið þess getið hvar hann hefði verið grafinn en því var ekki að heilsa," segir Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, sem um árabil hefur kennt Íslendingum sögurnar á bak við samsæriskenningarnar um Jesú og þá ekki síst fræðin á bak við hina vinsælu bók Dans Brown um Da Vinci lykilinn. „Við þetta bætist að andstæðingar kristinnar trúar á fyrstu árum frumkirkjunnar hefðu vafalítið nýtt sér þessa vitneskju og farið með fylgismenn trúarinnar að þessum stað þar sem Jesús var grafinn og einfaldlega sýnt þeim líkið," bætir Þórhallur við. Í guðspjöllunum er sagt frá því þegar Jesús reis upp frá dauðum og birtist lærisveinum sínum á þriðja degi. „Jesús leyfði þeim að þreifa á sárum sínum og borðaði með þeim. En þeir sáu líka að hann var eitthvað öðruvísi og hann gat horfið fyrirvaralaust," útskýrir Þórhallur. Þessi líkamlega upprisa Jesú er einn af grunnþáttum kristinnar kenningar og að lík Jesú hafi horfið úr gröfinni forðum daga skiptir kirkjuna miklu máli. En þeir eru ófáir sem hafna þessu og telja þetta hina mestu firru. Fundur á borð við þann sem Cameron segist kynna í myndinni ýtir enn frekar undir þá skoðun þeirra að Jesús hafi ekki verið guð, holdi klæddur á jörðinni, heldur einfaldlega mjög víðsýnn og réttsýnn maður. „Reyndar hélt þýski guðfræðingurinn Bultman því fram að Jesús skipti í raun ekki höfuðmáli heldur væri það í raun boðskapur Nýja testamentisins sem væri aðalmálið. Þetta naut mikilla vinsælda um tíma en síðan hefur þessum fræðum verið lítill gaumur gefinn," segir Þórhallur. Tilfinningaríkur JesúsHann segir að vissulega hafi það reynst kirkjunni erfitt að samþætta þessi tvö eðli, að Jesús væri bæði guð og maður. Og nóg er til af dæmum til að gefa samsæriskenningum byr undir báða vængi. Vinsælast hefur verið að vitna til síðustu orða Krists á krossinum. „Faðir, hví hefur þú yfirgefið mig." Og klókir menn hafa bent á að ef Jesús væri guð af hverju hann væri þá að ákalla sig sjálfan. „En hann sýnir á sér mjög mannlegar hliðar í Nýja testamentinu. Jesús grætur og hann er reiður, í raun mjög tilfinningaheitur maður," segir Þórhallur. „Og því er í raun ekkert sem útilokar að Jesús hefði getað orðið ástfanginn," bætir hann við. „Það voru hins vegar heittrúaðir menn í fornöld sem töldu að það væri vont að vera giftur, vont að eiga líkamlegt samneyti við aðra manneskju. Og þaðan kemur kannski þessi miskilningur. Ekkert í Biblíunni útilokar að Jesús hefði getað eignast fjölskyldu," segir Þórhallur. Hann segir þó að kirkjan hafi lengi vel þráast við að svara spurningum um ástalíf Jesú Krists, sumir hafi fordæmt þær og dæmi séu um það í Bandaríkjunum að bækur sem héldu þessu fram hafi verið brenndar. „En margir innan kirkjunnar taka þessum samsæriskenningum sem áskorun. Kannski hefur stofnunin gert of mikið af því að yppa öxlum og talið að þessi áhugi á Jesú ætti eftir að dvína," segir Þórhallur. „En þetta ber vott um mikinn áhuga hjá fólki Þetta eru ekki bara menn sem vilja koma höggi á kirkjuna heldur er þetta andlegur áhuga og ástríða fyrir að ræða þessi mál. Kirkjan mætti gera meira af því að tala um þetta," segir Þórhallur. Hann telur ólíklegt að raddir um ástir Jesú og Maríu komi einhvern tímann til með að þagna. „Þegar ég fór í nám til Svíþjóðar í almennri trúarbragðafræði fyrir fimmtán árum var bara slegið létt á öxlina á mér og sagt að þetta æði myndi ganga yfir," segir Þórhallur. Þegar hann fór svo að kenna á námskeiðum um Da Vinci lykilinn og kenningar bókarinnar komu sömu menn og töldu að þetta myndi ekki endast lengi. „En í dag hef ég prentað yfir fimm hundruð bæklinga frá áramótum og það er alltaf jafn þéttsetið á námskeiðunum," útskýrir Þórhallur. „Þetta hefur ef til vill hleypt nýju lífi í áhuga á kristinni trú og það verður kirkjan og kristnin að nýta sér."
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira