Íslensk langferðalög í Kína 18. mars 2007 00:01 Óttar Felix hefur undirritað samning um gagnkvæm menningarsamskipti milli landa og hefur tryggt sér dreifingarréttinn á kínverskri alþýðutónlist sem kemur út hér á landi í sumar. Þetta hófst allt saman í ársbyrjun 2004,“ segir Óttar um upphafið á Kínaævintýrinu. „Ég var þá nýbúinn að festa kaup á öllum upptökum hins ítalska Robertinos og fór með þær á tónlistarráðstefnu. Þar kveiktu nokkrir kínverskir aðilar á Robertino og eftir nokkrar samningaviðræður varð úr að þeir buðu mér og konu minni til Shanghai til að reka smiðshöggið á samningana og þá fór boltinn að rúlla.“ Óttar notaði tækifærið og tók ógrynni af íslenskri tónlist með sér til að kynna fyrir kínverskum útgefendum. „Það var ýmislegt sem þeir hrifust af, til dæmis Guitar Islancio og KK. Það er ágætur jarðvegur fyrir djass í Shanghai og Björn Thoroddsen er líklega meðal fimm eða sex bestu djassgítaristum í Evrópu. Þeir kunnu að meta þennan alþjóðlega blús hans KK. Haustið 2004 var Guitar Islancio boðið að koma fram á alþjóðlegri listahátíð í Shanghai, sem hefur verið haldin árlega undanfarin ár, og ári síðar kom ég KK að. Hann tók með sér stórt band sem í voru til dæmis Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Sigurður Flosason saxófónleikari. Snilli Sigurðar vakti mikla athygli og þeir vildu endilega fá að heyra meiri djass frá Íslandi.“ Óttar gaf út tvær plötur með Robertino á meðan hann hélt áfram að rækta jarðveginn og kynna íslenska tónlistarmenn. „Síðasta haust má segja að það hafi orðið vatnaskil því þá kom ég því til leiðar að jafnframt því að kynna Íslendinga á listahátíðum samþykkti kínverskt útgáfufélag í ríkiseign að gefa út íslenska tónlist. Djasskvartett Sigurðar Flosasonar og Jóels Pálssonar hélt því út og tók upp plötu sem kom út í Shanghai 1. febrúar.“Óttar beið ekki boðanna heldur hamraði járnið á meðan það var heitt. „KK og Maggi Eiríks voru með þriðju ferðalagaplötuna, eins og við köllum þær, í farvatninu. Ég kynnti hana út sem dæmi um íslenska dægurlagahefð og kínverski útgefandinn vildi endilega gefa hana út.“ KK, Magnús og Óttar eru nýkomnir aftur heim frá Shanghai þar sem þeir tóku upp plötuna, sem kemur út í sumar á Íslandi og úti. Óhætt er að segja að heimsókn Íslendinganna hafi vakið athygli, til dæmis var uppselt á tónleika sem þeir héldu í borgarleikhúsi Shanghai. „Það birtust stórar greinar um tónleikana í átta kínverskum dagblöðum sem og í Shanghai Daily sem er á ensku, auk þess sem Oriental TV, sjónvarpsstöð með mikla útbreiðslu, sagði frá þeim. Það spilar auðvitað inn í þetta að útgáfufélagið er í ríkiseigu og getur haft áhrif á umfjöllunina. Hingað til hefur okkur þó gengið vel og það hefur verið uppselt á alla íslenska viðburði í borginni. KK var hins vegar að koma þarna í annað sinn og maður varð greinilega var við að margir eru hrifnir af honum, til dæmis kom oft fyrir að fólk þekkti hann úti á götu.“ Óttar nýtti síðustu ferð til Shanghai líka til að tryggja sér dreifingarréttinn á kínverskri alþýðutónlist sem hann ætlar að gefa út á Íslandi. „Markmiðið með þessu er að byggja menningarbrú á milli landanna, gagnkvæm menningarsamskipti, og ég finn að það er smám saman að styrkjast og festa sig í sessi.“ Ört vaxandi markaðurÞótt Kína sé fjölmennasta ríki heims segir Óttar tónlistarmarkaðinn ekki mjög stóran. „Ég held að hann hafi verið sá 27. stærsti í heimi á síðasta ári; það verður auðvitað að hafa í huga að þótt það hafi orðið miklar efnahagslegar framfarir í landinu undanfarin ár, þá er enn mikil fátækt í landinu og margir eiga ekki einu sinni hljómflutningstæki og hafa því engin not fyrir geisladiska. Hins vegar er þetta sá markaður sem vex hvað hraðast og því eftir nokkru að slægjast fyrir íslenska tónlistarmenn.“ Hann bendir á að ein farsælasta erlenda hljómsveitin í Kína sé frá Danmörku. „Þetta er band sem heitir Michael Learns to Rock og þó hún sé ekkert gríðarlega þekkt í heimalandinu er hún nokkuð vinsæl í Kína og hefur selt um 500 þúsund plötur þar.“ Óttar segir að tónlistarsenan í Shanghai, sem stundum er sögð gátt Kína til vesturs, einkennist fyrst og fremst af melódísku poppi. „Ég hef að minnsta kosti fengið á tilfinninguna að sú tónlist sem Sálin hans Jóns míns var að spila í kringum 1990 myndi slá í gegn í Shanghai. Ég prófaði líka að spila Trabant og R&B tónlist fyrir útgefendurna en þeir voru ekki að kveikja á því.“ Þurfti að þýða ferðalöginÓttar segir gott að eiga í viðskiptum við Kínverja en neitar því ekki að reglugerðabáknið geti verið þungt í vöfum. „Það tekur langan tíma að fá allt samþykkt og þar til bærir aðilar þurfa að fara yfir allt. Við þurftum til dæmis að þýða alla textana við rútubílalög þeirra KK og Magga yfir á ensku svo það væri hægt að ganga úr skugga um að þeir innihéldu engin vafasöm skilaboð. Kínverjar eru heldur ekki í alþjóðasamtökum plötuútgefenda, allt upplagseftirlit er því í molum og þeir gefa upp það sem þeim hentar. Þeir eiga hins vegar mikið inni, þegar þeir hafa létt aðeins á kerfinu eiga þeir eftir að verða ennþá stærra efnahagsveldi. Ég held að það sem við Íslendingar eigum að gera sé að fara inn á þennan markað, koma okkur fyrir og halda okkur fast þegar þetta fer að blómstra fyrir alvöru.“ Næsta skref hjá Óttari verður að senda Guitar Islancio til Kína í upptökur. „Það hafa orðið mannabreytingar þar, Guðmundur Pétursson hefur leyst Gunnar Þórðarson af hólmi, og það þarf bara að finna tíma sem hentar öllum. Svo fylgjum við eftir langferðalögunum, eins og við köllum plötu þeirra KK og Magga, og gerum eitthvað skemmtilegt.“ Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þetta hófst allt saman í ársbyrjun 2004,“ segir Óttar um upphafið á Kínaævintýrinu. „Ég var þá nýbúinn að festa kaup á öllum upptökum hins ítalska Robertinos og fór með þær á tónlistarráðstefnu. Þar kveiktu nokkrir kínverskir aðilar á Robertino og eftir nokkrar samningaviðræður varð úr að þeir buðu mér og konu minni til Shanghai til að reka smiðshöggið á samningana og þá fór boltinn að rúlla.“ Óttar notaði tækifærið og tók ógrynni af íslenskri tónlist með sér til að kynna fyrir kínverskum útgefendum. „Það var ýmislegt sem þeir hrifust af, til dæmis Guitar Islancio og KK. Það er ágætur jarðvegur fyrir djass í Shanghai og Björn Thoroddsen er líklega meðal fimm eða sex bestu djassgítaristum í Evrópu. Þeir kunnu að meta þennan alþjóðlega blús hans KK. Haustið 2004 var Guitar Islancio boðið að koma fram á alþjóðlegri listahátíð í Shanghai, sem hefur verið haldin árlega undanfarin ár, og ári síðar kom ég KK að. Hann tók með sér stórt band sem í voru til dæmis Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Sigurður Flosason saxófónleikari. Snilli Sigurðar vakti mikla athygli og þeir vildu endilega fá að heyra meiri djass frá Íslandi.“ Óttar gaf út tvær plötur með Robertino á meðan hann hélt áfram að rækta jarðveginn og kynna íslenska tónlistarmenn. „Síðasta haust má segja að það hafi orðið vatnaskil því þá kom ég því til leiðar að jafnframt því að kynna Íslendinga á listahátíðum samþykkti kínverskt útgáfufélag í ríkiseign að gefa út íslenska tónlist. Djasskvartett Sigurðar Flosasonar og Jóels Pálssonar hélt því út og tók upp plötu sem kom út í Shanghai 1. febrúar.“Óttar beið ekki boðanna heldur hamraði járnið á meðan það var heitt. „KK og Maggi Eiríks voru með þriðju ferðalagaplötuna, eins og við köllum þær, í farvatninu. Ég kynnti hana út sem dæmi um íslenska dægurlagahefð og kínverski útgefandinn vildi endilega gefa hana út.“ KK, Magnús og Óttar eru nýkomnir aftur heim frá Shanghai þar sem þeir tóku upp plötuna, sem kemur út í sumar á Íslandi og úti. Óhætt er að segja að heimsókn Íslendinganna hafi vakið athygli, til dæmis var uppselt á tónleika sem þeir héldu í borgarleikhúsi Shanghai. „Það birtust stórar greinar um tónleikana í átta kínverskum dagblöðum sem og í Shanghai Daily sem er á ensku, auk þess sem Oriental TV, sjónvarpsstöð með mikla útbreiðslu, sagði frá þeim. Það spilar auðvitað inn í þetta að útgáfufélagið er í ríkiseigu og getur haft áhrif á umfjöllunina. Hingað til hefur okkur þó gengið vel og það hefur verið uppselt á alla íslenska viðburði í borginni. KK var hins vegar að koma þarna í annað sinn og maður varð greinilega var við að margir eru hrifnir af honum, til dæmis kom oft fyrir að fólk þekkti hann úti á götu.“ Óttar nýtti síðustu ferð til Shanghai líka til að tryggja sér dreifingarréttinn á kínverskri alþýðutónlist sem hann ætlar að gefa út á Íslandi. „Markmiðið með þessu er að byggja menningarbrú á milli landanna, gagnkvæm menningarsamskipti, og ég finn að það er smám saman að styrkjast og festa sig í sessi.“ Ört vaxandi markaðurÞótt Kína sé fjölmennasta ríki heims segir Óttar tónlistarmarkaðinn ekki mjög stóran. „Ég held að hann hafi verið sá 27. stærsti í heimi á síðasta ári; það verður auðvitað að hafa í huga að þótt það hafi orðið miklar efnahagslegar framfarir í landinu undanfarin ár, þá er enn mikil fátækt í landinu og margir eiga ekki einu sinni hljómflutningstæki og hafa því engin not fyrir geisladiska. Hins vegar er þetta sá markaður sem vex hvað hraðast og því eftir nokkru að slægjast fyrir íslenska tónlistarmenn.“ Hann bendir á að ein farsælasta erlenda hljómsveitin í Kína sé frá Danmörku. „Þetta er band sem heitir Michael Learns to Rock og þó hún sé ekkert gríðarlega þekkt í heimalandinu er hún nokkuð vinsæl í Kína og hefur selt um 500 þúsund plötur þar.“ Óttar segir að tónlistarsenan í Shanghai, sem stundum er sögð gátt Kína til vesturs, einkennist fyrst og fremst af melódísku poppi. „Ég hef að minnsta kosti fengið á tilfinninguna að sú tónlist sem Sálin hans Jóns míns var að spila í kringum 1990 myndi slá í gegn í Shanghai. Ég prófaði líka að spila Trabant og R&B tónlist fyrir útgefendurna en þeir voru ekki að kveikja á því.“ Þurfti að þýða ferðalöginÓttar segir gott að eiga í viðskiptum við Kínverja en neitar því ekki að reglugerðabáknið geti verið þungt í vöfum. „Það tekur langan tíma að fá allt samþykkt og þar til bærir aðilar þurfa að fara yfir allt. Við þurftum til dæmis að þýða alla textana við rútubílalög þeirra KK og Magga yfir á ensku svo það væri hægt að ganga úr skugga um að þeir innihéldu engin vafasöm skilaboð. Kínverjar eru heldur ekki í alþjóðasamtökum plötuútgefenda, allt upplagseftirlit er því í molum og þeir gefa upp það sem þeim hentar. Þeir eiga hins vegar mikið inni, þegar þeir hafa létt aðeins á kerfinu eiga þeir eftir að verða ennþá stærra efnahagsveldi. Ég held að það sem við Íslendingar eigum að gera sé að fara inn á þennan markað, koma okkur fyrir og halda okkur fast þegar þetta fer að blómstra fyrir alvöru.“ Næsta skref hjá Óttari verður að senda Guitar Islancio til Kína í upptökur. „Það hafa orðið mannabreytingar þar, Guðmundur Pétursson hefur leyst Gunnar Þórðarson af hólmi, og það þarf bara að finna tíma sem hentar öllum. Svo fylgjum við eftir langferðalögunum, eins og við köllum plötu þeirra KK og Magga, og gerum eitthvað skemmtilegt.“
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira