Frönsk snilld og framtíðin 17. mars 2007 00:01 Bryndhildur Gestasýning Þjóðleikhússins er rómuð uppfærsla leikstjórans Arthurs Nauzyciel á Ímyndunarveikinni eftir höfuðskáld franskra leikbókmennta, Molière, en sýningin markar jafnframt upphafið að samstarfi Þjóðleikhússins og Nauzyciels sem mun setja upp glænýtt verk þar á næsta leikári. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona útskýrir að bakland þessarar uppfærslu sé í harmrænni fjölskyldusögu leikskáldsins sem Nauzyciel vinnur markvisst með í uppfærslu sinni sem ekki er gróteskur gamanleikur eins og vant er þegar verk Molières eru leikin. Leikritið ber þannig lengri titil sem vísar til einþáttungs ítalska leikskáldsins Giovanni Macchia sem bætt hefur verið við verk Molières svo það heitir nú „Ímyndunarveikin eða Þögn Molières“. „Þetta er verulega persónuleg sýning fyrir leikstjórann,“ útskýrir Brynhildur og bendir á að hann leiki sjálfur í verkinu sem og faðir hans, fullorðinn fyrrum starfsmaður grænmetismarkaðar, sem ekki hefur gert sig gildandi á leiksviði fyrr. „Hann er þögull með syni sínum á sviðinu af einskærri löngun þess fyrrnefnda sem vill fá að sjá hann leika. Leikstjórinn heimfærir verkið á sig og fólkið í kringum hann. Ekkert í þessari sýningu er tilviljun,“ segir leikkonan. Í sama mund fer brunavarnarkerfi hússins í gang. „Þetta er allt í lagi – þetta er alltaf að gerast,“ segir hún hughreystandi.Sifjaspell og byrðarFjölskyldutengslin eru þungamiðja verksins en Brynhildur leikur dóttur leikskáldsins í verkinu og flytur nútímatextann eftir Macchia auk þess að leika senu á móti persónu Molières. „Ímyndunarveikin fjallar um kolklikkaðan mann sem haldinn er ímyndunarveiki. Líkt og fleiri aðalpersónur Molières er hann sjúklega afbrýðisamur og snarklikkaður – eins og margir halda að leikskáldið hafi sjálft verið. Hann var í það minnsta maníudepressívur og með rosalegar skapsveiflur.“ Saga Molière-fjölskyldunnar er skrautleg og í raun æsilegri en nokkurt leikverka hans. Brynhildur útskýrir að öll fjölskyldan hafi verið leikarar nema dóttirin Esprit Madelene sem hún leikur í verkinu – stúlkan sú rauf fjölskylduhefðina og vildi ekki leika heldur gekk í klaustur. „Á þessum tíma voru leikarar úrhrök, eins og sígaunar sem lifuð á jaðri samfélagins. Það var gasprað um sifjaspell, að móðir stúlkunnar hefði einnig verið dóttir Molières og þá synd þurfti hún að bera allt sitt líf. Þessi stúlka var ofboðslegur töffari en með mikinn sársauka og byrðar.“ Brynhildur fer öll á flug þegar hún ræðir um einþáttunginn og þessa hádramatísku fjölskyldusögu. „Þessi nútímatexti er uppgjör stúlkunnar við föður sinn. Hún er sjö ára þegar hann deyr en hann hafði skrifað handa henni leiktexta sem hún neitaði að flytja. Hennar líf er þögnin en þarna opnar hún sig. Eftir það atriði í verkinu vaknar Molière og þau leika saman senuna sem hann hafði skrifað handa henni – það er friðþægingin, eins konar leikhús-kaþarsis.“ Þá senu leikur Brynhildur á frönsku ásamt leikaranum Jean-Philippe Vidal sem leikur Molière. „Það kom leikstjóranum á óvart að ég kynni að tala frönsku,“ segir Brynhildur glettnislega, „og það dýpkaði samskipti okkar aðeins. Annars er mikill heiður að fá að vinna með þessu fólki og Nauzyciel er afar fær leikstjóri. Þetta er í þriðja sinn sem þau endurvekja sýninguna og í annað sinn sem franska leikkonan, sem vanalega leikur dótturina, er skilin eftir heima því verkið hefur líka verið sýnt í Rússlandi og þá var einþáttungurinn fluttur á rússnesku.“ Brunaboðinn gellur aftur og Brynhildur ýjar líka að því að næsta verkefni Nauzyciel fyrir Þjóðleikhúsið, leikritið Sædýrasafnið sem skrifað er fyrir húsið af franska leikskáldinu Marie Darrieussecq, verði algjör flugeldasýning. „Þetta er umsetinn leikstjóri og hann hefur valið með sér afburðafólk. Mér skilst að Barði í Bang Gang muni sjá um tónlistina og kannski muni Gabríela Friðriksdóttir sjá um leikmyndina. Svo er Sjón að þýða verkið.“ Unnendur leikhússins eiga því líklega á góðu von en þess má geta að skáldkonan og verk hennar verða einnig kynnt á frönsku menningarhátíðinni sem nú stendur yfir en hún mun koma hingað um miðjan apríl.Pétur með ferðatöskuBrynhildur Guðjónsdóttir er annáluð tungumálakona og fékk einnig að sýna það á leikferðalagi til Bretlands á dögunum en þar sýndi Þjóðleikhúsið tíu sýningar á uppfærslu Baltasars Kormáks á ljóðleiknum Pétri Gaut eftir Ibsen. „Það var mjög gaman að fara aftur til Bretlands og leika á ensku,“ segir Brynhildur en þar var hún sannarlega á heimavelli því hún lærði í London, í Guildhall School of Music and Drama sem er í Barbican Center þar sem hópurinn setti upp Pétur Gaut við frábærar undirtektir. „Það var líka reglulega gaman að hitta fólkið aftur og hreinlega fatta hvað maður á ótrúlega góða vini – hjartans vini. Maður hreinlega táraðist eftir hverja sýningu.“ Það virðast þó engin takmörk fyrir því hvert Pétur Gautur fer með fólk. Leikarar Þjóðleikhússins hafa einnig farið með kappann á heimaslóðir í Noregi og Brynhildur upplýsir að búið sé að bjóða sýningunni til Ástralíu og Japans. „Mér skilst að það sé verið að skoða þau mál – Japanarnir eru víst að bjóða okkur árið 2010 en það víst ekki ráð nema í tíma sé tekið,“ segir hún hlæjandi. „Pétur Gautur verður greinilega að fá sér ferðatösku.“Framtíðin frjálsariBrynhildur hefur verið fastráðin í Þjóðleikhúsinu undanfarin átta ár en sagði samningi sínum lausum fyrir stuttu. „Allt hefur sinn tíma og þetta var bara komið gott. Þetta er í raun bara eðlilegt framhald á því sem ég hef verið að gera og nú þarf ég að vera lausari og geta stjórnað því hvar ég ætla að vera. Ég er alls ekki hætt að leika í Þjóðleikhúsinu ef mér bjóðast hlutverk,“ segir hún og útskýrir að til dæmis sé mikil binding að taka þátt í barnaleikritum sem taki mikinn tíma um helgar. Brynhildur og hennar ektamaður Atli Rafn Sigurðarson eiga saman sex ára dóttur og hafa bæði verið að leika í Þjóðleikhúsinu alla hennar tíð. „Það er aldrei að vita hvað við gerum – við verðum hér og þar og alls staðar,“ segir hún brosandi. Til dæmis stendur til að Brynhildur leiki hjá Birni Hlyni Haraldssyni, Vesturportsmanni og mótleikara hennar í Pétri Gaut, sem mun leikstýra verkefni í samvinnu við Leikfélag Akureyrar. „Svo mun ég líka feta í fótspor Benedikts Erlingssonar og setja upp sýningu á Sagnalofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Það er á stóra planinu en engin dagsetning hefur verið ákveðin ennþá,“ segir hún spennt. Margir þekkja líka Brynhildi af skjánum þar sem hún hefur sprellað ásamt kollegum sínum í gamanþættinum Stelpunum, en hvað er að frétta af grínleikkonunni? „Hún er nú bara atvinnulaus í augnablikinu – fólk getur bara hringt ef það hefur eitthvað fyrir hana að gera,“ svarar Brynhildur kankvís. „Þetta var allt allt öðruvísi en að standa á sviði, mér fannst æðislegt að fá tækifæri til að skrifa, ég meina „kann ég eitthvað að skrifa“ en svo kom í ljós að maður hafði alveg fullt af innistæðu í slíkt og það gekk ofsalega vel. Við ruddum frá okkur frábæru efni. En Stelpurnar eru leikstjóraveldi – þetta eru ekki bara stelpur með stelpugrín, þetta var ákveðið annars staðar. En það var meiri háttar að vera með.“ Brynhildur segir þó að ef hún taki þátt í svona verkefni aftur þá vilji hún fá að ráða meira um áherslurnar. „Þetta var svolítið eins og að ferðast í bíl – mann langaði rosalega til að fá að stýra því maður vissi að það væri alveg hægt að keyra hina leiðina.“ En nú þarf leikkonan að leggjast yfir textann því leikstjórinn franski er væntanlegur til landsins til að leggja lokahönd á sýninguna. Brunaliðið og lögreglan líka eru komin til að kanna hvort menningarmusterið við Hverfisgötu standi í ljósum logum en svo reynist sem betur fer ekki þennan daginn. Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Gestasýning Þjóðleikhússins er rómuð uppfærsla leikstjórans Arthurs Nauzyciel á Ímyndunarveikinni eftir höfuðskáld franskra leikbókmennta, Molière, en sýningin markar jafnframt upphafið að samstarfi Þjóðleikhússins og Nauzyciels sem mun setja upp glænýtt verk þar á næsta leikári. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona útskýrir að bakland þessarar uppfærslu sé í harmrænni fjölskyldusögu leikskáldsins sem Nauzyciel vinnur markvisst með í uppfærslu sinni sem ekki er gróteskur gamanleikur eins og vant er þegar verk Molières eru leikin. Leikritið ber þannig lengri titil sem vísar til einþáttungs ítalska leikskáldsins Giovanni Macchia sem bætt hefur verið við verk Molières svo það heitir nú „Ímyndunarveikin eða Þögn Molières“. „Þetta er verulega persónuleg sýning fyrir leikstjórann,“ útskýrir Brynhildur og bendir á að hann leiki sjálfur í verkinu sem og faðir hans, fullorðinn fyrrum starfsmaður grænmetismarkaðar, sem ekki hefur gert sig gildandi á leiksviði fyrr. „Hann er þögull með syni sínum á sviðinu af einskærri löngun þess fyrrnefnda sem vill fá að sjá hann leika. Leikstjórinn heimfærir verkið á sig og fólkið í kringum hann. Ekkert í þessari sýningu er tilviljun,“ segir leikkonan. Í sama mund fer brunavarnarkerfi hússins í gang. „Þetta er allt í lagi – þetta er alltaf að gerast,“ segir hún hughreystandi.Sifjaspell og byrðarFjölskyldutengslin eru þungamiðja verksins en Brynhildur leikur dóttur leikskáldsins í verkinu og flytur nútímatextann eftir Macchia auk þess að leika senu á móti persónu Molières. „Ímyndunarveikin fjallar um kolklikkaðan mann sem haldinn er ímyndunarveiki. Líkt og fleiri aðalpersónur Molières er hann sjúklega afbrýðisamur og snarklikkaður – eins og margir halda að leikskáldið hafi sjálft verið. Hann var í það minnsta maníudepressívur og með rosalegar skapsveiflur.“ Saga Molière-fjölskyldunnar er skrautleg og í raun æsilegri en nokkurt leikverka hans. Brynhildur útskýrir að öll fjölskyldan hafi verið leikarar nema dóttirin Esprit Madelene sem hún leikur í verkinu – stúlkan sú rauf fjölskylduhefðina og vildi ekki leika heldur gekk í klaustur. „Á þessum tíma voru leikarar úrhrök, eins og sígaunar sem lifuð á jaðri samfélagins. Það var gasprað um sifjaspell, að móðir stúlkunnar hefði einnig verið dóttir Molières og þá synd þurfti hún að bera allt sitt líf. Þessi stúlka var ofboðslegur töffari en með mikinn sársauka og byrðar.“ Brynhildur fer öll á flug þegar hún ræðir um einþáttunginn og þessa hádramatísku fjölskyldusögu. „Þessi nútímatexti er uppgjör stúlkunnar við föður sinn. Hún er sjö ára þegar hann deyr en hann hafði skrifað handa henni leiktexta sem hún neitaði að flytja. Hennar líf er þögnin en þarna opnar hún sig. Eftir það atriði í verkinu vaknar Molière og þau leika saman senuna sem hann hafði skrifað handa henni – það er friðþægingin, eins konar leikhús-kaþarsis.“ Þá senu leikur Brynhildur á frönsku ásamt leikaranum Jean-Philippe Vidal sem leikur Molière. „Það kom leikstjóranum á óvart að ég kynni að tala frönsku,“ segir Brynhildur glettnislega, „og það dýpkaði samskipti okkar aðeins. Annars er mikill heiður að fá að vinna með þessu fólki og Nauzyciel er afar fær leikstjóri. Þetta er í þriðja sinn sem þau endurvekja sýninguna og í annað sinn sem franska leikkonan, sem vanalega leikur dótturina, er skilin eftir heima því verkið hefur líka verið sýnt í Rússlandi og þá var einþáttungurinn fluttur á rússnesku.“ Brunaboðinn gellur aftur og Brynhildur ýjar líka að því að næsta verkefni Nauzyciel fyrir Þjóðleikhúsið, leikritið Sædýrasafnið sem skrifað er fyrir húsið af franska leikskáldinu Marie Darrieussecq, verði algjör flugeldasýning. „Þetta er umsetinn leikstjóri og hann hefur valið með sér afburðafólk. Mér skilst að Barði í Bang Gang muni sjá um tónlistina og kannski muni Gabríela Friðriksdóttir sjá um leikmyndina. Svo er Sjón að þýða verkið.“ Unnendur leikhússins eiga því líklega á góðu von en þess má geta að skáldkonan og verk hennar verða einnig kynnt á frönsku menningarhátíðinni sem nú stendur yfir en hún mun koma hingað um miðjan apríl.Pétur með ferðatöskuBrynhildur Guðjónsdóttir er annáluð tungumálakona og fékk einnig að sýna það á leikferðalagi til Bretlands á dögunum en þar sýndi Þjóðleikhúsið tíu sýningar á uppfærslu Baltasars Kormáks á ljóðleiknum Pétri Gaut eftir Ibsen. „Það var mjög gaman að fara aftur til Bretlands og leika á ensku,“ segir Brynhildur en þar var hún sannarlega á heimavelli því hún lærði í London, í Guildhall School of Music and Drama sem er í Barbican Center þar sem hópurinn setti upp Pétur Gaut við frábærar undirtektir. „Það var líka reglulega gaman að hitta fólkið aftur og hreinlega fatta hvað maður á ótrúlega góða vini – hjartans vini. Maður hreinlega táraðist eftir hverja sýningu.“ Það virðast þó engin takmörk fyrir því hvert Pétur Gautur fer með fólk. Leikarar Þjóðleikhússins hafa einnig farið með kappann á heimaslóðir í Noregi og Brynhildur upplýsir að búið sé að bjóða sýningunni til Ástralíu og Japans. „Mér skilst að það sé verið að skoða þau mál – Japanarnir eru víst að bjóða okkur árið 2010 en það víst ekki ráð nema í tíma sé tekið,“ segir hún hlæjandi. „Pétur Gautur verður greinilega að fá sér ferðatösku.“Framtíðin frjálsariBrynhildur hefur verið fastráðin í Þjóðleikhúsinu undanfarin átta ár en sagði samningi sínum lausum fyrir stuttu. „Allt hefur sinn tíma og þetta var bara komið gott. Þetta er í raun bara eðlilegt framhald á því sem ég hef verið að gera og nú þarf ég að vera lausari og geta stjórnað því hvar ég ætla að vera. Ég er alls ekki hætt að leika í Þjóðleikhúsinu ef mér bjóðast hlutverk,“ segir hún og útskýrir að til dæmis sé mikil binding að taka þátt í barnaleikritum sem taki mikinn tíma um helgar. Brynhildur og hennar ektamaður Atli Rafn Sigurðarson eiga saman sex ára dóttur og hafa bæði verið að leika í Þjóðleikhúsinu alla hennar tíð. „Það er aldrei að vita hvað við gerum – við verðum hér og þar og alls staðar,“ segir hún brosandi. Til dæmis stendur til að Brynhildur leiki hjá Birni Hlyni Haraldssyni, Vesturportsmanni og mótleikara hennar í Pétri Gaut, sem mun leikstýra verkefni í samvinnu við Leikfélag Akureyrar. „Svo mun ég líka feta í fótspor Benedikts Erlingssonar og setja upp sýningu á Sagnalofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Það er á stóra planinu en engin dagsetning hefur verið ákveðin ennþá,“ segir hún spennt. Margir þekkja líka Brynhildi af skjánum þar sem hún hefur sprellað ásamt kollegum sínum í gamanþættinum Stelpunum, en hvað er að frétta af grínleikkonunni? „Hún er nú bara atvinnulaus í augnablikinu – fólk getur bara hringt ef það hefur eitthvað fyrir hana að gera,“ svarar Brynhildur kankvís. „Þetta var allt allt öðruvísi en að standa á sviði, mér fannst æðislegt að fá tækifæri til að skrifa, ég meina „kann ég eitthvað að skrifa“ en svo kom í ljós að maður hafði alveg fullt af innistæðu í slíkt og það gekk ofsalega vel. Við ruddum frá okkur frábæru efni. En Stelpurnar eru leikstjóraveldi – þetta eru ekki bara stelpur með stelpugrín, þetta var ákveðið annars staðar. En það var meiri háttar að vera með.“ Brynhildur segir þó að ef hún taki þátt í svona verkefni aftur þá vilji hún fá að ráða meira um áherslurnar. „Þetta var svolítið eins og að ferðast í bíl – mann langaði rosalega til að fá að stýra því maður vissi að það væri alveg hægt að keyra hina leiðina.“ En nú þarf leikkonan að leggjast yfir textann því leikstjórinn franski er væntanlegur til landsins til að leggja lokahönd á sýninguna. Brunaliðið og lögreglan líka eru komin til að kanna hvort menningarmusterið við Hverfisgötu standi í ljósum logum en svo reynist sem betur fer ekki þennan daginn.
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira