Tónlist

Nýtt lag frá Mínus

Rokksveitin Mínus gefur út plötuna The Great Northern Whalekill í apríl.
Rokksveitin Mínus gefur út plötuna The Great Northern Whalekill í apríl.

Nýtt lag með rokksveitinni Mínus, Futurist, fer í útvarpsspilun á þriðjudag. Lagið er að finna á væntanlegri plötu Mínus, The Great Northern Whalekill, sem kemur út 16. apríl.

Platan var tekin upp í Los Angeles í janúar og febrúar á þessu ári og eru á henni ellefu glæný lög. Um upptökustjórn á plötunni sáu Joe Barresi og S. Husky Höskulds.

Þrjú ár eru liðin síðan Mínus sendi frá sér plötuna Halldór Laxness, sem fékk mjög góðar viðtökur. Áður hafði sveitin gefið út plöturnar Hey Johnny og Jesus Christ Bobby.

Mínus verður ein þeirra sveita sem hita upp fyrir Cannibal Corpse á Nasa í lok júní. Sveitin spilaði síðast á tónleikum Incubus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.